Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.2.2009 | 17:52
HLUTVERKASETUR >>> ERTU ÁN ATVINNU?
Í síðustu færslu mína setti ég inn kynningu á Hlutverkasetri, Laugavegi 26 (GENGIÐ INN GRETTISGÖTUMEGIN)
Þar sem atvinnulaust fólk er ólíklegt til að hafa efni á hinu eða þessu námskeiðinu, hversu gott og mannbætandi það kunni að vera, verð ég að bæta mikilvægu atriði við.
ÖLL NÁMSKEIÐ ERU ÓKEYPIS.
Einhverja daga er framreidd heit súpa og heimabakað brauð, gegn afskaplega sanngjörnu verði. Það sama á við um kaffi, te o.s.frv.
Ég mæti í HLUTVERKASETUR tvisvar í viku og nýt samveru, námskeiðs, heitrar súpu með brauði og fæ mér kaffi á eftir : )
Á móti læt ég ljós mitt skína ef einhver hefur gagn eða gaman af
9.2.2009 | 01:08
Ertu án atvinnu? Hefurðu misst hlutverk í lífinu? Ertu dapur, vonlaus, áhugalaus og vantar hvatningu? Vantar þig samherja?
EF EITTHVAÐ AF ÞESSU Á VIÐ ÞIG EÐA ÞÁ SEM ÞÚ ÞEKKIR
ÞÁ ER TIL NOKKUÐ SEM HEITIR
HLUTVERKASETUR
Ert þú atvinnulaus? Viltu auka virkni þína og orku? Er depurð og kvíði að hrjá þig? Viltu efla sjálfsmyndina? Er vonleysið að taka völdin? Viltu láta gott að þér leiða? Vantar þig hvatningu? Vantar þig samherja? Vantar þig hlutverk?
Minnkandi sjálfstraust og áföll hafa áhrif á almenna líðan. Við verðum að leita allra leiða til að halda heilsu; andlegri og líkamlegri, sérstaklega núna þegar allt virðist breytt. Með því að halda virkni gætum við auðveldar aðlagast breyttum aðstæðum og þar með bætt lífsgæði okkar og annarra. Hlutverkasetur hvetur þá, sem misst hafa hlutverk og/eða eiga við andlega vanlíðan að stríða til að koma og taka þátt í að byggja upp, koma reglu á lífið, og kynnast fólki í svipuðum aðstæðum. Starfsfólkið veitir einstaklingsmiðaða hvatningu og stuðning, með samveru, samskiptum og sameiginlegum verkefnum sem miða að því að efla getu einstaklings við að aðlagast. Þar starfa m.a. iðjuþjálfar, með sérþekkingu í að virkja fólk. Þá starfa einstaklingar sem komist hafa í gegnum hremmingar. Þið getið kynnt ykkur starfsemina og/eða bent þeim á sem í vanda eru staddir.
HLUTVERKASETUR er að Laugavegi 26 - GENGIÐ INN GRETTISGÖTUMEGIN - sími 517 3471 |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2009 | 00:47
Þeir sem hafa farartæki til umráða, tíma, eldsneyti og nennu
Drykkjarfernur | Tuskur |
Óreiðumenn (ekkert skilagjald) |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 01:09
Í næstu kosningum kýs ég:
Fólk sem ætlar að:
koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar (í stað þess að gera upp skuldir þeirra sem eignuðu sér hann).
koma stjórnarskránni í skýrara og auðskiljanlegra form (bæta inní og breyta því sem valdið hefur misskilningi og hægt er að túlka á fleiri vegu)
koma vitinu fyrir þá sem ætla að reyna að renna okkur inní ESB (halda okkur utan þess að verða mús í kattaveldi)
koma á "nýju" lýðveldi. (Það sem nú tórir, virðist hafa gengið sér til húðar að einhverju leyti)
Sumt ofangreinds VERÐUR að gerast. Sætti mig við að vanti eitt til tvö atriði.
(Ja, hvar væri maður staddur ef ekki kæmu til svona góðar skýringar og leiðbeiningar? Ég hefði annars bara haldið áfram að vera hérna úti í sólinni.)
Lásuð þið með athygli, Mbl.fréttina? - - - Beint vitnað - útdráttur.
Það sem ISG telur þurfa (Ja, aldrei hefði manni dottið það í hug):
mbl.is | 26.1.2009 | 12:27
"Ingibjörg Sólrún: Þurfum öfluga starfsstjórn"
"...að það þurfi að vera öflug starfsstjórn .... sem nýtur trausts til að takast á við þau verkefni.... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling.... að verkefnin væru mörg og brýn. ....Ef hún á að njóta trausts þá þarf að vera góð forysta...Samfylkingin gerir kröfur til þess að það verði .... Trúverðug og öflug forysta. Ástandið geti ekki verið áfram eins og það er nú. Það sem skipti máli er að ríkisstjórnin njóti trausts meðal fólks.... mjög mikilvægt að okkar mati að hér sé kröftug ríkisstjórn með öfluga forystu .... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling til þess að leiða stjórnina. Sagðist Ingibjörg Sólrún telja að Samfylkingin sé vel í stakk búin til þess að leiða ríkisstjórnina án þess þó að hún sjálf verði forsætisráðherra.
Og maður hélt að allt væri í fínasta lagi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.1.2009 | 21:28
Fékk trú á 'MÆ FELLÓ SITISENS'
Þegar þeir hættu öllum hávaða, á meðan jarðarför fór fram.
Þegar þeir færðu lögregluþjónum túlípana (og heitt kókó?)
Þegar þeir mynduðu varnarvegg til að vernda lögregluþjónana.
Þegar þeir söfnuðu ullarvörum til að senda eldri borgurum í Bretlandi.
Þegar þeir stilltu sig eftir að forsætisráðherra hafði tilkynnt um veikindi sín.
Þegar þeir merktu sig af því að þeir vildu ekki láta orða sig við ofbeldisfull mótmæli.
Þegar þeir héldu fund til að mótmæla beitingu ofbeldis í annars friðsömum mótmælum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.1.2009 | 13:34
Gleymdist að uppfæra stjórnarflokk!
Veit ekki hvort þetta flokkast undir "spaugilegt" eða "stjórnmál". ÞÚ DÆMIR.
_______________
X - D
________________
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 20:33
Enginn hægðaleikur okkur að skapi
Rosalega finnst mér ég fyndin núna (brjah!), en ég meina þetta samt í fúlustu (úr dönsku "fuldest"= fyllstu) alvöru. Ég læt ykkur eftir að sjá út alvöruna í "fyndninni" og/eða "fyndnina" í alvörunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2009 kl. 04:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2009 | 01:13
Aldrei gerir enginn ekkert
Þetta er tilfinning mín fyrir því hver sé tilfinning annarra nú á tímum!?!
Við erum ansi gjörn á að alhæfa um allt mögulegt og ómögulegt (ath. þarna datt ég strax með "allt")
Stjórnin er með ÖLLU óhæf (vanhæf í besta lagi : )
Þingmenn eru ALLIR fávitar
Stjórnin hefur EKKERT gert
Við fáum EKKERT að vita
Mótmælendur ofbeldisfullir! (hljómar eins og hverjum og einum einstaklingi sé laus höndin (eða gangstéttarhellan)
Er nokkur "sjens" að fá aðeins raunhæfari og þar með réttmætari upplýsingar?
"Prik" fyrir þann sem sér út, með báðum augum og skráir það hér að neðan:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2009 | 03:40
SAMFÉLAGIÐ...Á...SJÚKRABEÐINUM
Allir/flestir/margir eru löngu orðnir langeygir eftir upplýsingum frá yfirvöldum.
Við eigum auðvitað heimtingu á upplýsingum um stöðu mála. Okkar mála!
Skuldir hrannast upp og munu gera það í enn ríkari mæli; skuldir einstaklinga og skuldir ríkisins. Það er útilokað fyrir nokkurn mann að geta sér til um upphæðir og mögulega stöðu nú og þaðan af síður komandi tíma. Við höfum ekki einu sinni forsendur til að sjá fyrir hvort framtíðin sé yfirleitt til.
Við gætum ímyndað okkur tilkynningu um gífurlega skuld okkar við bankann. Svo þegar við spyrðumst fyrir, væri okkur sagt að það kæmi okkur ekki við. Það væri óskiljanlegt.
En svona líður fólki núna, flestu.
Reiðin, óttinn og vonleysið byrgir okkur kannski að einhverju leyti sýn. Þá fer maður að sjá allt í svart-hvítu. Það er ekki hægt segja allt sem við gjarnan vildum vita en það VERÐUR að leyfa okkur að fylgjast með. Minna má það ekki vera.
Þegar ég segi að ekki sé bara HÆGT að segja frá öllu á ég við SJÚKLINGINN ÍSLENSKT SAMFÉLAG.
Sjúklingurinn er á spítala og ekki vitað hvort honum sé hugað líf. Við höfum samband við yfirlækninn sem þó veit ekki hvers vegna þessi illvíga sýking hertók Í.S.
Við getum ætlast til að fá svör um líðan, blóðþrýsting, hjartslátt og öll helstu lífsmörk. Það er mælanlegt og niðurstaðan segir til um ástand þessara þátta þegar mæling fór fram.
Við gætum líka spurt um lyfjagjöf. Já, eitthvað hefur verið prófað. Sum meðulin virka fljótt og vel en svo þurfa önnur alllangan tíma til að árangur færi að sjást, - eða ekki.
Ýmsar rannsóknir hafa líka verið gerðar, en niðurstöður hafa ekki enn borist. Á meðan þær niðurstöður berast ekki er ekki hægt að beita "viðeigandi" lyfjum.
Við gætum varla ætlast til svara við spurningum um alla þessa óvissuþætti.
EN
VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA HVORT SJÚKLINGNUM SÉ HUGAÐ LÍF
VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA MEÐFERÐARÚRRÆÐI
VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA HVAÐ GERT VERÐI TIL AÐ LINA ÞJÁNINGAR
HANS Á SJÚKRABEÐINUM
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)