Aldrei gerir enginn ekkert

Þetta er tilfinning mín fyrir því hver sé tilfinning annarra nú á tímum!?! 

Við erum ansi gjörn á að alhæfa um allt mögulegt og ómögulegt (ath. þarna datt ég strax með "allt")

Stjórnin er með ÖLLU óhæf (vanhæf í besta lagi : )

Þingmenn eru ALLIR fávitar

Stjórnin hefur EKKERT gert

Við fáum EKKERT að vita

Mótmælendur ofbeldisfullir! (hljómar eins og hverjum og einum einstaklingi sé laus höndin (eða gangstéttarhellan)

Er nokkur "sjens" að fá aðeins raunhæfari og þar með réttmætari upplýsingar?

"Prik" fyrir þann sem sér út, með báðum augum og skráir það hér að neðan:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stjórnarliðar eru í óðaönn að bjarga sjálfum sér og vinum sínum, hvítþvo allt klabbið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Eygló

Einhvern veginn grunar mann það og óttast.

Eygló, 23.1.2009 kl. 03:06

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mín tilfinning er sú að stór hluti þingmanna hafi eitthvað að fela.  Ég hef það líka á tilfinningunni að Davíð hafi allar þessar upplýsingar og sitji því þar sem hann vill - en segi ekkert í skjóli bankaleyndar - þar til hann kýs að gera það sjálfur (eftir að einhver potar í hann).  Ef þessi tilfinning er rétt, þá er ekki að furða að ríkisstjórnin sitji sem fastast og reyni að setja einhverja plástra á bágtið og sópa öðru undir teppið.

Allir er kannski fullmikið sagt.  Ég hef t.d. alltaf haft trú á Jóhönnu Sig. og finnst hún vera að gera góða hluti.  Ef eitthvað er að marka Geir þá er verið að vinna að einhverjum löggjöfum í þágu einstaklinga - en meðan ekkert er gert opinbert af hálfu stjórnvalda í þeim efnum þá finnst manni EKKERT vera í gangi.

Ef þeir eru að vinna í málum þá ættu þeir að tilkynna reglulega hvað þeir eru að braska.  Þetta mundi veita almenningi hugarró að einhverju marki. 

En það sem gerir þetta allt alveg handónýtt er það að Seðlabankastjórar sitja sem fastast og engar mannabreytingar eru í Fjármálaráðuneytinu.  Ef eitthvað væri gert í þessu mundi það strax vekja tiltrú almennings.  En það hlýtur að vera eitthvað óhreint í gangi sem kemur í veg fyrir að þetta sé hægt.  Það er mín tilfinning.

Líkt og með mótmælendur - þá þarf ekki nema brot af heildinni að vera spillt og vanhæf til að heildin sé öll dæmd.  Nema hvað mótmælendur tóku strax við sér og sýndu lit - ekki stjórnin.

Prik fyrir mótmælendur

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:22

4 identicon

Hef nú á tilfinningunni að nú fari hlutirnir að gerast

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:52

5 Smámynd: Eygló

Lísa, þau orð sem þú skrifar í athugasemd, hefði ég líka viljað sagt hafa.Takk.

Eygló, 23.1.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Eygló

HP. Það er einmitt það sem við eigum líka að gera; vera bjartsýn og hafa trú. Ekkert ástand er varanlegt (því miður ekki heldur það sem er gott)

Eygló, 23.1.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband