Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gullklumpur - - "FALIÐ VALD" - - Njótið með mér!!!

Bókin "Falið vald" hefur verið ófáanleg árum eða áratugum saman.

M.a.s. þær bækur sem skráðar eru "inni" á bókasafninu... finnast hvergi!! (reyndi oft)

Ég fór þess vegna að leita fyrir mér á netinu; hvort e-r kaflar væru e.t.v. til, útdrættir eða samantekt.  Áhuginn dró mig svona ákveðið af því að mér var SAGT! að lesa hana : )

Svo, eins og gamla fólkið segir stundum; "nema hvað". Eftir smá klifur í netinu fann ég það sem ég leitaði að, en trúði því varla > > > BÓKARóþekktin var í öllu sínu veldi á netinu!!!

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að lesa þessa bók af ákefð, þá er það nauðsyn og skylda núna.

Hérna er bókin. Hún er rétt rúmlega 100 bls: 


Búrmús bænir kött um kött

Ég hlýt að misskilja þetta. Vonandi fræðir mig einhver.

Getur það verið að við séum háð þeim sem við viljum losna við, með að losna við þá??%$#   Verðum við að fá "leyfi" þeirra sem við viljum losna undan, hjá þeim hinum sömu?  Ekki nógu vel fram sett, reyni aftur: 

Verður Alþingi að samþykkja að gengið verði til kosninga?  Stjórnin er stolt af því að vantrauststillaga hafi verið felld, og stjórnin standi því styrk.

Ég sé ekkert útúr því nema að þau séu ánægð með sjálf sig?!?

Hvernig förum við að því að fá að kjósa?  Hvaða leið förum við? Hvernig er staðið að stjórnarskrárbreytingum?

Mig sannarlega langar að skilja þetta. Þetta getur ekki verið eins og að sakamenn hefðu það í sínum höndum hvort þeir yrðu látnir lausir eða sætu áfram ...

*1.  á þingi

*2.  í steininum


Grímur með grímur

Ég get ekki skilið hvers vegna sumt fólk bölsótast svona yfir því að fólk í mótmælaaðgerðum, hylji að hluta andlit sitt. (þessi asnalega málnotkun "fólk í mótmælaaðgerðum" kom til eftir djúpa ígrundun um það hvernig hægt væri að komast hjá því að nota "mótmælendur". Þá hefði mér fundist ég verða að fjalla um kaþólikka líka)

Séu grímurnar notaðar sem skjöldur og skjól til að "fela" sig á bakvið, þegar framinn er einhver gjörningur sem hvorki þolir dagsljósið né undurfagra ásjónu gerandans, þá fordæmi ég gjörðirnar jafnt sem gunguháttinn.

Hitt er eðlilegt og mjög svo skiljanlegt og fjölmargar ástæður geta verið fyrir því að fólk vilji ekki þekkjast á myndum. Sjónvarpsvélar suða og myndavélar blaðamannanna smella. 

Er það ekki skiljanlegt að afi vilji ekki sjást í sjónvarpinu í næsta fréttatíma? Það er ekki líklegt að afastrákur eða -stelpa skilji upp eða niður í tilefninu. (vonandi)

Svipað er með rólyndisömmuna sem horfir á sjónvarpsfréttirnar. Henni brygði örugglega illilega að sjá "barnið í einhverjum óeirðum". Jafnvel þótt "barnið" væri komið á þrítugsaldurinn : )

Fólk getur heldur ekki treyst því að vinnuveitandi og/eða samstarfsfólk hafi skilning á málefninu.

Ég man hvernig breyttist álit mitt á "fullkomna" barnakennaranum mínum, þegar ég sá hann eftir nokkur ár - með sígarettu : (   Þess vegna verður mér hugsað til kennara sem vill alls ekki láta "krakkana sína" í fyrstu bekkjum sjá sig á/í mynd frá mótmælum.  Einhverjum kynni að þykja "óþægilegt" ef hjúkkan, læknirinn, presturinn sæjust í sömu aðstæðum.

Þá getur verið glúrið að hafa klút til að setja fyrir vitin ef von er á gasi. Svo heldur góður trefill vel hita þegar svona kalt er.

Kannski finnst einhverjum líka full ástæða til að troða vel fyrir nefið - svo mikil skítalykt er af mörgum málum í samfélaginu okkar.

MÓTMÆLUM ÁFRAM, MEÐ EÐA ÁN GRÍMU EN EINS OG SKYNSAMT OG SIÐAÐ FÓLK!


370 fjárglæframenn handteknir á Suðurlandi

Eiga það sko skilið. Búnir að sukka í því að eignast húsnæði og kaupa sér vöfflujárn. Skulda milljarða og vilja svo fá skuldirnar niðurfelldar. Til háborinnar skammar fyrir þetta Suðurlandspakk.

Nær væri að leyfa litlu græðlingunum að kaupa sér græðandi krem til að bæta sáran skaðann af því að hafa þurft að hætta að lagfæra hlutabréfaverð og stofna nýja banka og -útibú til að borga skuldir hinna fyrri.

 

Hverjir eru bakarar og hverjir smiðir?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrollvekja - - - dæmisaga

Kjörforeldrar mínir tóku af mér jörð sem ég átti. Ég mátti ekki einu sinni nota túnbleðil til beitar fyrir klárinn minn.

Þau nutu alls sem jörðin gaf af sér; seldu alla uppskeruna og heyið fyrir allgóðan pening.

Þau fjárfestu í ýmsum tólum, tækjum, rekstrarvörum og ýmsu efni. Þegar leið á voru þau búin að veðsetja allt sem þau höfðu til umráða og jörðina sem ég hafði alltaf átt, þótt ég hefði ekki mátt nota hana uppá síðkastið.

Þegar kom að skuldadögum þeirra lána sem veðin náðu yfir og þau áttu ekki orðið bót fyrir boruna á sér sögðu þau að eina leiðin til að bjarga eigninni og geta haldið áfram yrkja jörðina, væri að ÉG BORGAÐI af lánum og öllum öðrum skuldum?!?!?!

Engum dytti í hug að fara svona að í fiskveiðikvótakerfinu.


Ef þú ert atvinnulaus, dapur, vonlaus, áhugalaus og vantar hvatningu og samherja...

Svona spyr fyrirbæri sem kallar sig

HLUTVERKASETUR 

 

Ert þú atvinnulaus?                                                            Viltu auka virkni þína og orku?

Er depurð og kvíði að hrjá þig?                                        Viltu efla sjálfsmyndina?

Er vonleysið að taka völdin?                                             Viltu láta gott að þér leiða?

                                                     Vantar þig hvatningu?

                                                     Vantar þig samherja?

                                                     Vantar þig hlutverk?

 

Minnkandi sjálfstraust og áföll hafa áhrif á almenna líðan.  Við verðum að leita allra leiða til að halda heilsu; andlegri og líkamlegri, sérstaklega núna þegar allt virðist breytt.  Með því að halda virkni gætum við auðveldar aðlagast breyttum aðstæðum og þar með bætt lífsgæði okkar og annarra.  

Hlutverkasetur hvetur þá, sem misst hafa hlutverk og/eða eiga við andlega vanlíðan að stríða til að koma og taka þátt í að byggja upp, koma reglu á lífið, og kynnast fólki í svipuðum aðstæðum. 

Starfsfólkið veitir einstaklingsmiðaða hvatningu og stuðning, í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni, sem miða að því að efla getu einstaklings við að aðlagast. Þar starfa m.a. iðjuþjálfar, með sérþekkingu í að virkja fólk. Þá starfa einstaklingar sem komist hafa í gegnum hremmingar.

Þið getið kynnt ykkur starfsemina (Laugavegi 26?) og/eða bent þeim á, sem í vanda eru staddir.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband