Færsluflokkur: Fjölmiðlar

"Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana"

(Vísir, 09. okt. 2009 11:18)

Þessi fréttamaður getur kannski bakkað afturábak, aftur fyrir sig, áfram.

???

Vinur minn, sem veit að ég er málfarsfasisti, sendi mér þessa fyrirsögn; hann þekkir mig. 

Stundum blöskrar manni meðferð íslenskunnar.  Við hljótum að gera kröfur um að fjölmiðlafólk sé sæmilega skrifandi.

Þetta er í raun endurtekin færsla, sú fyrri var klúðurslega upp sett.


Húsbrot og nauðungaruppboð

Með þessum vangaveltum er ég ekki að lýsa vanþóknun minni á yfirvöldum eða bankastofnunum.  Frekar hvort samvinna þeirra á milli sé virk.  Voru það yfirlýsingar án samkomulags við fjármálastofnanir...

  • AÐ ENGIR SKYLDU ÞURFA AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN þótt áhvílandi skuldir færu yfir veðheimildir, já, og færu yfir verðmæti húseignanna.
  • Ef það versta dyndi yfir FENGI FÓLK AÐ BÚA ÁFRAM Á HEIMILUM SÍNUM, þá væntanlega sem leigjendur.

Svo hörmuleg sem sú staða nú er / yrði / verður, sýnist manni það örlítið minni brotlending. Börnin fengju að vera áfram "heima", byggju áfram við skólann sinn, fengju að vera HEIMA.  Jafnvel þótt það væri ekki nema að nafninu til.

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað gerist EFTIR tilkynningar um NAUÐUNGARSÖLU.  Kannski er þetta eitthvert formsatriði að auglýsa, en hvað svo?

Þarf fólkið að fara á götuna ef næst að selja eignina eða hún innkölluð á annan hátt af bankanum?  Fær það að "leigja" heima hjá sér?

Hvers vegna greip maður til þess örþrifaráðs að brjóta og bramla húsið sitt, sem fjármálastofnun hafði tekið til sín vegna vanskila?

Fékk hann og fjölskylda hans ekki að "leigja" heima hjá sér?

Eru gefnar út tilskipanir eða tilmæli til peningastofnana. Ráða þær hvort og hversu hart verði gengið að fólki og heimilum þess.

Það kæmi ekkert á óvart þótt einhver fyndi sig knúinn að gera eitthvað sem honum annars dytti aldrei í hug.

Broken%20Business%20house

Að brjóta niður eitt og eitt hús er hreinn barnaleikur miðað við það að brjóta niður fólk, fjölskyldur, barnssálir og brjóta niður traust í garð yfirvalda og stofnana - brjóta niður öryggi og traust til flestra, jafnvel til náungans.


Ekki enn ein viðurstyggilega fréttin

... bara til að hafa til að halda sér í afneituninni.
mbl.is Ekki króna á ríkið vegna EDGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í fiskitorfu?

Ég legg það alls ekki í vana minn að gera grín að minnimáttar. Er eiginlega heldur ekki að því núna.  Kveikjan að fyrirsögninni er orðanotkun forystumanns flokksins (Guðjóns?)

Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hann nota þessi orð og nú aftur í forystumannaviðtali í sjónvarpinu:  "Við verðum bara að ganga í þetta með köldu höfði"

Í fyrra skiptið hélt ég að þetta hefði kokast útúr honum, óviljandi, en úr því að hann kemur með þetta aftur núna (kannski var sama kassettan í honum) hlýtur þetta að vera meðvituð framsögn.

Fiskar eru með kalt blóð >>> því hljóta þeir að hafa kalt höfuð. Ef Guðjón vill gera hlutina með köldu höfði, gæti hann verið fiskur.

Samsærið sé ég svo í því að F-listinn hefur haft fiskveiðar efst á sínum listum og kunna nú allir að hafa orðið sér út um tálkn, kvarnir og kalda hausa.

Hvernig framkvæmir maður annars með köldu höfði?

 

Emil_stor-fiskur

Mynd frá flokksfundi?  Hvað veit ég?  Einhverjir þarna eru með kalt höfuð.


Baggalútur um kosningar


Frægur eða alræmdur

Frægur eða alræmdur


ALLT sem mig hefur ALLTAF langað að vita en ALLS ekki fattað. En þessi veit það.

(Ja, hvar væri maður staddur ef ekki kæmu til svona góðar skýringar og leiðbeiningar? Ég hefði annars bara haldið áfram að vera hérna úti í sólinni.)

Lásuð þið með athygli, Mbl.fréttina?  - - - Beint vitnað - útdráttur.

Það sem ISG telur þurfa (Ja, aldrei hefði manni dottið það í hug):

mbl.is | 26.1.2009 | 12:27

"Ingibjörg Sólrún: Þurfum öfluga starfsstjórn"

"...að það þurfi að vera öflug starfsstjórn .... sem nýtur trausts til að takast á við þau verkefni.... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling.... að verkefnin væru mörg og brýn. ....Ef hún á að njóta trausts þá þarf að vera góð forysta...„Samfylkingin gerir kröfur til þess að það verði .... Trúverðug og öflug forystaÁstandið geti ekki verið áfram eins og það er nú. Það sem skipti máli er að ríkisstjórnin njóti trausts meðal fólks.... mjög mikilvægt að okkar mati að hér sé kröftug ríkisstjórn með öfluga forystu .... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling til þess að leiða stjórnina.  Sagðist Ingibjörg Sólrún telja að Samfylkingin sé vel í stakk búin til þess að leiða ríkisstjórnina án þess þó að hún sjálf verði forsætisráðherra.

Og maður hélt að allt væri í fínasta lagi


Enginn hægðaleikur okkur að skapi

kuspit6-10-9

Rosalega finnst mér ég fyndin núna (brjah!), en ég meina þetta samt í fúlustu (úr dönsku "fuldest"= fyllstu) alvöru. Ég læt ykkur eftir að sjá út alvöruna í "fyndninni" og/eða "fyndnina" í alvörunni.

 

1185


Aldrei gerir enginn ekkert

Þetta er tilfinning mín fyrir því hver sé tilfinning annarra nú á tímum!?! 

Við erum ansi gjörn á að alhæfa um allt mögulegt og ómögulegt (ath. þarna datt ég strax með "allt")

Stjórnin er með ÖLLU óhæf (vanhæf í besta lagi : )

Þingmenn eru ALLIR fávitar

Stjórnin hefur EKKERT gert

Við fáum EKKERT að vita

Mótmælendur ofbeldisfullir! (hljómar eins og hverjum og einum einstaklingi sé laus höndin (eða gangstéttarhellan)

Er nokkur "sjens" að fá aðeins raunhæfari og þar með réttmætari upplýsingar?

"Prik" fyrir þann sem sér út, með báðum augum og skráir það hér að neðan:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband