Í næstu kosningum kýs ég:

Fólk sem ætlar að:

koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar (í stað þess að gera upp skuldir þeirra sem eignuðu sér hann).

koma stjórnarskránni í skýrara og auðskiljanlegra form (bæta inní og breyta því sem valdið hefur misskilningi og hægt er að túlka á fleiri vegu)

koma vitinu fyrir þá sem ætla að reyna að renna okkur inní ESB (halda okkur utan þess að verða mús í kattaveldi)

koma á "nýju" lýðveldi. (Það sem nú tórir, virðist hafa gengið sér til húðar að einhverju leyti)

Sumt ofangreinds VERÐUR að gerast. Sætti mig við að vanti eitt til tvö atriði.

skjaldarmerki_m_skugga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, í öllum 4 aðalatriðunum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Eygló

Sæl systir, 'eigum við að ræða það eitthvað frekar' (vonandi þekkirðu þetta) 

Eygló, 28.1.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Í nýju lýðveldi verð ég forseti. Algjörlega fæddur í það hlutverk, undirokaður af minni konu í 37 ár, vel skólaður og vel máli farinn, fallega vaxinn, ef myrkt er í kring um mig. Hagur kvenna skiptir mig miklu, í orðri kveðnu, en fölnar við hvert yfirhal konu minnar. Ég verð forseti sólsetursins og sjávarfallanna, ilmsins af trjánum og eigin táfýlu. Ætlarðu ekki örugglega að kjósa mig? 

Björn Birgisson, 28.1.2009 kl. 02:06

4 Smámynd: Eygló

Ekki spurning um það. Hef sérstakan áhuga á markiðssetningunni, þó sér í lagi þetta með támeyruna.

Til 'þrautavara' sólsetrið.

Herra Bangsi (eða er það biskupinn sem á að ávarpa með ´herra´)

Auðmjúkur kjósandi

Eygló, 28.1.2009 kl. 03:33

5 Smámynd: Björn Birgisson

Atkvæðið móttekið. Takk fyrir þátttökuna

Björn Birgisson, 28.1.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

hver sem er getur keypt kvóta. þeir sem skuldsetja sig og taka lán fara á hausinn. það er enginn að fá skuldir sínar strikaðar út, nema bankamenn. 91,45% af öllum þorsk kvótanum er fyrir utan höfuðborgasvæðið.

ef menn myndu skoða hlutin áður en gasprað er á einhverrjum tröllasögum, þá hefur kvótinn færst frá einu sjávarplássi til annars. 

en hvernig myndiru vilja breyta þessu? ef þú gerir eignarnám, þá þarf að borga upp lánin. ef þú borgar ekki, þá fara fyrirtækinn á hausinn, allt starfsfólk verður atvinnulaust og skuldirnar fella nýju bankana sem verða þar með gjaldþrota og allar eignir þínar brenna inni. eða fara bara í skatta á þig. 

Það sem helst þarf að gera er að tryggja kerfið þannig að 4 ára hættan verði ekki til staðar. 4 ára hættan eru kosningar þar sem stjórnmálamenn með misgóðar hugmyndir um eignarupptöku hræða margan einyrkja úr útgerð þar sem hann telur sig ekki hafa efni á að taka áhættu vegna fjölskyldu sinnar að sjá til hvort að hann eigi eitthvað eða verði gjaldþrota eftir kosningar. 

ef kvótakerfið er styrkt og stjórnmálamenn fá þar engin völd til að breyta, munu menn þora að halda sig útgerð og jafnvel nýir komi inn. því meðan óvissa er, þá þora menn ekki að taka áhættuna. þannig er það bara. sjávarútvegur er ekkert og á að vera ekkert öðruvísi en allur annar iðnaður og atvinnustarfsemi í þessu landi. það eiga ekki að gilda sér reglur eða vera sérskattur á hana frekar aðrar greinar. 

Fannar frá Rifi, 28.1.2009 kl. 18:54

7 Smámynd: Eygló

Sæll Fannar.

Þetta passar við höfundartextann minn hér að ofan: "Leiðbeiningar eða leiðréttingar eru vel þegnar."

Takk.

Eygló, 28.1.2009 kl. 23:41

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

ok:D

en það er nefnilega málið sem menn gleyma við sjávarútveg. þeir litlu selja sig út rétt fyrir kosningar. ég þekki marga sem seldu sig út fyrir síðustu kosningar því þeir, með sína litlu útgerð, skuldsettir og með fjölskyldu, vildu ekki taka áhættuna á því. 

með þessu safnast kvótinn á færri hendur heldur en ella væri. 

allt stjórnmálamönnum að þakka. þar liggur meinsemdin. stjórnmálamenn og ríkisstarfsmenn sem eru ósnertanlegir í Hafró. Haró er búið að stjórna veiðunum hrykalega illa og það hefur leitt til samdrátts í afla. t.d. að leyfa togurum að ralla upp við kartöflugarðana með flottroll eða að opna hrygningarhólf í miðri hrygningu án þess að tékka á hvernig staðan væri, svo dæmi séu tekinn. 

Ef aflinn væri 250.000 tonn eða meira, þá væri nóg fyrir alla sem vildu fara útgerð að hafa, ef þeir vildu sjálfir leggja í sömu eða svipaðar fjárfestingar og til þarf í öllum atvinnugreinum. 

Vil benda síðan að lokum á minn heima bæ. Snæfellsbæ og þá sérstaklega Rif. Þar hafa allir sem gera út, lagt kapp á að selja ekki úr byggðinni heldur keypt til sín. Ætti að refsa þeim fyrir aðrir hætti og sveitungar þeirra leggja ekki í að kaupa af þeim? 

Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 00:00

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

varðandi hin atriðin.

Stjórnarskráinn er mjög skýr. vesenið eru alltaf að reyna að túlka allt út og suður sér í hag. Sama hversu skýr stjórnarskráinn yrði, þá yrði aldrei hægt að koma í veg fyrir túlkanir.

Við erum ekki í sömu málum og Frakkar í miðri Alsír borgarastyrjöldinni. nýtt lýðveldi er ofmat á vandanum. miklu frekar væri að horfa til baka. þurfum það miklu frekar heldur en að stokka upp allt með tilheyrandi vandamálasköpun. því nýtt lýðveldi þýðir fleiri fleiri mánuðir eða nokkur ár af óvissu. 

100% sammála varðandi ESB

Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 00:05

10 Smámynd: Eygló

Við gætum samt myndað stjórn saman. Ég legði fram alls kyns breytingatillögur og þú kæmir vitinu fyrir mig.

Þú sérð líka hvað maður er glaður með sitt, en þekkir svo ekki nema eina, í besta falli, sumar hliðar málanna.

Ég legg til, ef þú ert ekki þegar búinn, að þú takir athugsemdirnar þínar og setjir sem færslu hjá þér. Þá lesa fleiri, það koma ekki svo margir á mína síðu.

Fræðsla, fræðsla, upplýsingar, upplýsingar. Þetta þurfum við öll að fá í meiri mæli.

Skynsamt fólk ÞORIR að skipta um skoðun. En til þess þarf maður að fá leiðbeiningar og fræðslu til að hafa forsendur til að - skipta um skoðun - eða - halda fast í sitt.

Eygló, 29.1.2009 kl. 02:19

11 identicon

Algjörlega sammála þér

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:30

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, heldur betur en listinn minn er lengri svo ég tek undir þetta.

Rut Sumarliðadóttir, 5.2.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband