Færsluflokkur: Spaugilegt

Hefði næstum frekar viljað OUTLET !

Fékk senda auglýsingu sem ég hreint verð að afrita hérna. Hef enga ástæðu til að fela nafn auglýsanda þar sem hann birtir þessa gullaldarmálsauglýsingu opinberlega. Varla auglýsing annars.  Þar að auki fær fyrirtækið fyrirtaksauglýsingu með þessu tiltæki mínu.

Breitt og breytt letur eru nokkurs konar hnegg frá mér. Breyti samt ekki stafkróki.

Mér þykir einstaklega gaman að nöldra. Ekki eins og Bubbi syngur "Mig kennir til"

______________________________________________________________

Tilboð                                                          

10 tíma kort frá 6.900,-sol-t9942
Stakur tími aðeins 790,-
Helgartilboð stakur tími á 500,-

"Shitload" af kremum

Sohosól Grensásvegi 16
Opið frá 11:00 - 23:00 virka daga
Helgar frá 13:00 - 22:00 p.s. ef við erum ekki á djamminu!   
Sími 578-4747

SOHOSÓL    Nýjar perur!

Nýjir eigendur
Nýtt staff
Nýjar áherslur

 

 


Gegn kreppuþyngslum


Engin alvara í þessu bloggi

Vinnandi fólk spyr oft lífeyrisþega hvernig þeir fái eiginlega tíman til að líða?

Gott og vel, um daginn fórum við hjónin í bæinn og komum við í verslun.

Við vorum þar í fimm mínútur og þegar við komum út var lögregluþjónn að skrifastöðumælasekt.

Við fórum til hans og sögðum: ”Heyrðu, hvernig væri að sýna svolitla tillitssemi og gefa ellilífeyrisþegum eitt tækifæri?”


oldpeople
 

Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektina.

Þá kallaði ég hann nazista-svín. Hann starði á mig og fór að skrifa annan sektarmiða, nú vegna slitinna hjólbarða.

Þá kallaði konan mín hann drullupung. - Hann kláraði að skrifa miða númer tvö og setti undir rúðuþurrkuna hjá þeim fyrri.

Þá fór hann að skrifa þriðja sektarmiðann. Þetta hélt áfram í um 20 mínútur og því meira sem við móðguðum hann þeim mun fleiri sektarmiða skrifaði hann.

Prívat og persónulega var okkur nákvæmlega sama. Við áttum ekki þennan bíl. Við komum nefnilega með strætó.

Á hverjum degi reynum við bara að skemmta okkur svolítið; við erum þó ellilífeyrisþegar.

Og það er nauðsynlegt að halda húmornum á þessum aldri.


Kexruglaðir Bretar

Herra minn trúr, hvaða ólyfjan hafa þeir nú sett í kex. Börn og fólk á öllum aldrei nýtur þess að maula kex.

Svo er talað um "hættulegasta" kexið og það þurfti endilega að vera það sem mér finnst með því besta...

... svo skellti ég upp úr ! ! !

Hafið þið oft brennt ykkur við að troða kexi (eða öðru) í bolla með brennheitum vökva?

Er mikið um að þið rekið kexkökur upp í augun á ykkur?  Sennilega MJÖG nærsýnir þeir.

Guði sé laun fyrir svona fréttir  Grin   ekki veitir af.


mbl.is 500 á sjúkrahús vegna kexáts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjálmþing um stéttarskiptingu


MANNANÖFN sem hljóma ókunnuglega í eyrum (hvar annars staðar?) ( I )

Fyrir alllöngu birti ég góða runu mannanafna. Mér þóttu þau sérkennileg og sum allt að því ljót.

Sá listi náði aftur á 19.öld og mörg nafnanna ekki notuð lengur.

Nú sendi vinur mér nýjan lista; lista yfir núlifandi fólk.  Þess vegna eru þarna mörg nöfn sem sumum þykir bara "venjuleg"

Birting þessara nafna eru ekki á neinn ætluð til að gera lítið úr eigendum þeirra, heldur vegna þess að þau eru forvitnileg og mörg sem koma manni algerlega á óvart; vissi ekki að þau væru til.

Abelína Bótólfur
Aðalfríður Brimdís
Addbjörg Brimhildur
Ædís Bryngeir 
Æsa Burkni Reyr
Æsgerður Dagmey
Æska Dagnýr
Agga Daldís Ýr
Alex ÁlfþórDanival
Alfífa Dína
Alida Dolinda 
Alla BertaDómald
Alvilda Draupnir
Ámundínus Dúi
AnaníasDvalinn
AnnasDýrley 
Annika Dýrmundur 
Ármey Dýrólína
Ármey Eðalrein 
Arna ViðeyEdilon Hellertsson
Árninna Eðna 
ÁrnmarEggþóra 
Arnviður ÆvarrEgilína 
ÁrþóraEilífur Örn
Ásólfur Einfríður
ÁsólfurEinfríður 
Ásta SólliljaEinína 
Aþena Mjöll Eirný Þöll 
Auðlín Elbergur 
Auðna Hödd Eldur 
AuðrúnElentínus 
Auðunn Skúta Elíeser
Baldína HildaElínbjört
Baldrún KolfinnaElinór 
Baltasar BrekiEllisif 
BaugurElspa
BeitirEngiljón
BenneyEngilráð 
BergkvistErlar 
BerglínErlendsína 
Betúel BetúelssonErlín 
Bjarmi Erlín 
BjarnínaErmenga 
Bjartur LogiEsjar
Blædís DöggEster Úranía 
Blængur BlængssonEstiva 
BöðvínaEuphemía (Efemía hjá X)
Borga

Evlalia 

 

Áfram með stafrófið næst : )


Aðalshestur

Ég veit ekki með ykkur en svona nokkuð gleður mitt hrellda hjarta Heart


Við erum orðin einum um of gegnsósa, a.m.k. ég

Hjartað tók kipp... Hvað er NÚ!!? ... VARAÐ VIÐ hverju?  Vöxtum. Gat verið. Nýbúið að hækka fjármagnstekjur uppí 15%.  Hvað með unga fólkið með börnin sín og heimilin?

Mér létti stórum þegar IceKreppu slikjan var farin af lesfærum mínum og ég sá loksins að verið var að vara við miklum vatnavöxtum.  Það er svo sem ekkert grín en ekki eins margir í hættu.


mbl.is Varað við vatnavöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVORKI UM ** &$#!=)? ** NÉ UM ** &%$#!=?@

Að verða fótaskortur á tungunni

 

. Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis.....
· Þessi peysa er mjög lauslát.....
· Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi....

· Hann sló tvær flugur í sama höfuðið....... 
. ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg......
· Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér.....
· Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm......
· Hann sat bara eftir með súrt eplið.....
· Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.....
· Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast....
· Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti....
· Þar stóð hundurinn í kúnni...
· Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
· Svo handflettir maður rjúpurnar...
· Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.....
· Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
· Betur sjá eyru en auga
· Ég er alveg stein vöknuð!

· Það er ég sem ríð rækjum hér
(að ráða ríkjum)
· Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
· Róm var ekki reist á hverjum degi!
· Vinsamlegast beinhreinsið vínberin 
· Lærin lengjast sem lifa
(svo lengi lærir sem lifir)
. Hann varð að setja í minni pokann fyrir hinum


Að vísu ekki dýrt kveðið en örlítið heilandi? "Nágranninn"

Nágranninn

6/7/2009

2007 Ég á minnsta húsið í götunni,
húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn rennir í pottinn hjá sér-
kólna allir ofnarnir hjá mér.

Eftir að granninn gerði upp garðinn hjá sér
skín ekki sólin lengur í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherrana í grillið til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.

Granninn á jeppa af flottustu sort,
en ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinnuna með rútunni,
en hann með einkaþyrlunni.

2008

Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.

Þegar granninn er með veislu hjá sér,
býður hann öllum, öllum - nema mér.
Elton John skemmti lýðnum í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.

Óþolandi er oft, vel stæði granninn minn,
Það trúa því fáir, að hann sé sonur minn.

2009

Nú er hann kominn á heimilið mitt
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.

Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.

Höf. óþekktur

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband