Færsluflokkur: Heimspeki

Engin alvara í þessu bloggi

Vinnandi fólk spyr oft lífeyrisþega hvernig þeir fái eiginlega tíman til að líða?

Gott og vel, um daginn fórum við hjónin í bæinn og komum við í verslun.

Við vorum þar í fimm mínútur og þegar við komum út var lögregluþjónn að skrifastöðumælasekt.

Við fórum til hans og sögðum: ”Heyrðu, hvernig væri að sýna svolitla tillitssemi og gefa ellilífeyrisþegum eitt tækifæri?”


oldpeople
 

Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektina.

Þá kallaði ég hann nazista-svín. Hann starði á mig og fór að skrifa annan sektarmiða, nú vegna slitinna hjólbarða.

Þá kallaði konan mín hann drullupung. - Hann kláraði að skrifa miða númer tvö og setti undir rúðuþurrkuna hjá þeim fyrri.

Þá fór hann að skrifa þriðja sektarmiðann. Þetta hélt áfram í um 20 mínútur og því meira sem við móðguðum hann þeim mun fleiri sektarmiða skrifaði hann.

Prívat og persónulega var okkur nákvæmlega sama. Við áttum ekki þennan bíl. Við komum nefnilega með strætó.

Á hverjum degi reynum við bara að skemmta okkur svolítið; við erum þó ellilífeyrisþegar.

Og það er nauðsynlegt að halda húmornum á þessum aldri.


Erum við núna á Kúbunni?

Ég kvaddi bifvélaengilinn minn í haust, þegar allt virtist á hverfanda hveli, með því að segja að hann, og aðrir viðgerðamenn, héldu örugglega vinnunni lengur en margur. Nú væri vonandi komið að því að fólk lærði hvað fælist í íslenska sagnorðinu að nýta.

Því miður og sem betur fer, virðist þetta ætla að verða raunin. Nú er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eitthvað bilar - að henda því og kaupa nýtt... það væri jafnvel hægt að laga hlutinn.  Fólk hefur jafnvel uppgötvað skósmiði. 

Kíkti á aðalsjúkrahúsið í HabanaÞetta stærsta sjúkrahús (General Hospital) í Havana var búið vel menntuðu og góðu starfsfólki, en ekki myndum við sætta okkur við lyfjaúrvalið. Hillur hálftómar; eitt og eitt glas, túpa og krukka á stangli.

Fór fyrir um áratug til Kúbu og það sem heillaði mig, auk náttúrufegurðar og mannlífs, voru m.a. litlir skúrar á götum úti.

Fyrst gekk ég framhjá án þess að veita þessum „sjoppum" athygli. Hélt að þetta væru e-s konar vestrænar sjoppur, (eins og ís- og pylsusjoppur). Þegar ég sá að þetta var hvorki MS-ís né SS-pylsur, gáði ég betur og gægðist yfir hátt „búðarborðið". Þar úði og grúði af alls kyns smáhlutum. Sá strax að hvorki gæti þetta verið tombóla né leikfangabúð, þetta var ýmist í mörgum pörtum eða lá tilbúið til sölu? afgreiðslu? að verða sótt?

Engir tveir hlutir af sama tagi þannig að nú kom forvitni mín í veg fyrir frekari hlédrægni.

Munið þið pylsusjoppurnar við þjóðveginn hérna áður; svo að segja teningslaga, með hátt afgreiðsluborð, næstum í brjósthæð, og heldur hrörlegar.

Slík voru þessi „verkstæði" í Havana. Þangað kom fólk með smáhluti, allt milli himins og jarðar; úr, dúkkur, heyrnartæki, myndavélar, skart, leikföng, síma, útvörp, straujárn og allt mögulegt fleira í þessum dúr.

Innanbúðar voru karlmenn, sumir ungir, aðrir gamlir, og skeyttu saman og löguðu það sem aflaga hafði farið.

Landlæg fátækt, áratuga innflutningshöft og hugsanlega blóðborin virðing fyrir hlutum og mannanna verkum, er til þess að nýtt er til ýtrasta það sem til er. Athugum að það hafa ekki heldur fengist varahlutir, sem hlýtur að gera viðgerðirnar verri viðureignar.

Ekki má skilja sem svo að ég sé með þessu að hrósa öllu ástandinu á Kúbu en eins og kreppan hér, er það ekki alvont.

cuban-hospital 

Mannslífið er meira virði en allt gull ríkasta manns í heimi [Che]

Neyðin kennir nakinni konu að spinna og lötum manni að vinna.

 

Ótrúlega líkur Foringjanum

Þetta er ekki HANN, en fjandi eru þeir líkir


Í næstu kosningum kýs ég:

Fólk sem ætlar að:

koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar (í stað þess að gera upp skuldir þeirra sem eignuðu sér hann).

koma stjórnarskránni í skýrara og auðskiljanlegra form (bæta inní og breyta því sem valdið hefur misskilningi og hægt er að túlka á fleiri vegu)

koma vitinu fyrir þá sem ætla að reyna að renna okkur inní ESB (halda okkur utan þess að verða mús í kattaveldi)

koma á "nýju" lýðveldi. (Það sem nú tórir, virðist hafa gengið sér til húðar að einhverju leyti)

Sumt ofangreinds VERÐUR að gerast. Sætti mig við að vanti eitt til tvö atriði.

skjaldarmerki_m_skugga


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband