Blogg er hljóðlaust ... oftast!


Til vara ...

... eins og fram hefur komið, en ekki staðfest, að fólkið sem fékk skuldirnar niðurfelldar borgi AÐ MINNSTA KOSTI tekjuskatt af peningunum sem það FÉKK og þurfti svo ekki að borga.

Annars ættum við að fá endurgreitt úr Lottó og t.d. Happdrætti Háskólans, ef ekki koma upp vinningar.


mbl.is Vanhæfi Helga breytir ekki lögmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ærar ær og vankaðar vallabíur

Úr Pressunni: 

Tasmanía:

_MG_0174_albino_wallaby_500

Þetta er ekki myndin sem fylgdi fréttinni en þessi vallabía (wallaby) gæti alveg verið að vakna eftir "kvöld á akrinum". 

Þetta er auðvitað ekki fyndið, en samt...

Uppdópaðar smákengúrur skaða uppskeruna

Litlar kengúrur, vallabíur, sem gæða sér á löglega ræktuðu ópíumi í Tasmaníu, komast í vímu, hoppa í hringi og traðka niður uppskeruna.

„Við höfum verið í vandræðum með vallabíur á valmúaökrum. Þær verða útúrdópaðar og hoppa í hringi áður en þær detta niður. Við höfum séð hringi eftir skakkar smákengúrur í ökrunum,“ sagði Lara Giddings, lögmaður ástralska fylkisins frammi fyrir fjárlaganefnd.

Framkvæmdastjóri annars þeirra tveggja fyrirtækja sem rækta valmúa á eyjunni segir þekkt að dýr sem bíti valmúann hegði sér undarlega.
„Við höfum oft heyrt um rollur sem ganga í hringi eftir að hafa étið valmúann eftir að við höfum slegið akrana,“ segir Rick Rockliff hjá Alkaloids.

Tasmanía er stærsti framleiðandi heims löglega ræktaðs ópíums fyrir lyfjaiðnaðinn og útvegar um helming hráefnisins í morfín og skyld lyf. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til þess. Þau eru með samninga við um 500 bændur sem rækta valmúa á um 20 þúsund hekturum lands.


Hvort viljum við fara 50 ár eða hálfa öld tilbaka í lífskjörum, þægindum og munaði?

Án þess að hafa hundsvit á þessum málum, blogga ég samt um þau!  Það gera margir fleiri þótt þeir viti lítið meira.

Mér sýnist stundum að valdhafar, ráðgjafar og samningafólk, viti jafnvel lítið meira en ég... stundum.  Munurinn er sá að ég viðurkenni fávísi mína, fáfræði og skilningsleysi.  Þar tel ég mig fremri en allavega "sumir".

Íssparnaðurinn ógurlegi ICESAVE (sem nú orðið vekur flestum óhug, hræðslu, reiði, örvæntingu og jafnvel ógleði) er það sem allt virðist velta á nú og um ÓKOMINN TÍMA.

Ég skil ekki af hverju við þurfum að borga skuld sem við stofnuðum ekki til.  Skil þó að þessi böggull verður gapastokkur þjóðarinnar. Og það lengur en við viljum vita.

Sagt er að við færum 50 ár aftur í tímann í lífskjörum ef við neituðum að borga. Það væri vegna þess að við yrðum einangruð að einhverju/miklu/öllu leyti og þyrftum að láta duga fábreyttara mataræði og aðstæður sem við höfum ekki vanist á undanförnum velmegunartímum.

Ef við samþykkjum skilmála greiðslna ICESAVE, virðist einsýnt að þjóðin ræður ekki við greiðslur vaxta og afborgana.  Við gætum staðið frammi fyrir því að eiga rétt til hnífs og skeiðar (jæja, þetta var "dramatískt") vegna skuldbindinga sem jafnvel NÚNA sést ekki fram úr.

Þá lentum við líklega á mjög svipuðum stað, u.þ.b. 50 ár aftur í tímann.

Ég var LIFANDI fyrir 50 árum og ég er LIFANDI núna. 

Hver segir að við höfum ekki úr neinu að velja.

 

new-barbie

Ungfrú Barbie "varð til" fyrir 50 árum og tórir enn.

  78511bc81265e0

Þetta er minning frá því fyrir fimmtíu árum.  Húsbyggingarnar virðast ekki vera frá sama tíma og þessi flotta kona í Hafnarfirði!?!

Draga saman seglin - með reisn og sjálfsöryggi <<<O>>> eða láta dragast inní ófyrirséða hringiðu.


Húsbrot og nauðungaruppboð

Með þessum vangaveltum er ég ekki að lýsa vanþóknun minni á yfirvöldum eða bankastofnunum.  Frekar hvort samvinna þeirra á milli sé virk.  Voru það yfirlýsingar án samkomulags við fjármálastofnanir...

  • AÐ ENGIR SKYLDU ÞURFA AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN þótt áhvílandi skuldir færu yfir veðheimildir, já, og færu yfir verðmæti húseignanna.
  • Ef það versta dyndi yfir FENGI FÓLK AÐ BÚA ÁFRAM Á HEIMILUM SÍNUM, þá væntanlega sem leigjendur.

Svo hörmuleg sem sú staða nú er / yrði / verður, sýnist manni það örlítið minni brotlending. Börnin fengju að vera áfram "heima", byggju áfram við skólann sinn, fengju að vera HEIMA.  Jafnvel þótt það væri ekki nema að nafninu til.

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað gerist EFTIR tilkynningar um NAUÐUNGARSÖLU.  Kannski er þetta eitthvert formsatriði að auglýsa, en hvað svo?

Þarf fólkið að fara á götuna ef næst að selja eignina eða hún innkölluð á annan hátt af bankanum?  Fær það að "leigja" heima hjá sér?

Hvers vegna greip maður til þess örþrifaráðs að brjóta og bramla húsið sitt, sem fjármálastofnun hafði tekið til sín vegna vanskila?

Fékk hann og fjölskylda hans ekki að "leigja" heima hjá sér?

Eru gefnar út tilskipanir eða tilmæli til peningastofnana. Ráða þær hvort og hversu hart verði gengið að fólki og heimilum þess.

Það kæmi ekkert á óvart þótt einhver fyndi sig knúinn að gera eitthvað sem honum annars dytti aldrei í hug.

Broken%20Business%20house

Að brjóta niður eitt og eitt hús er hreinn barnaleikur miðað við það að brjóta niður fólk, fjölskyldur, barnssálir og brjóta niður traust í garð yfirvalda og stofnana - brjóta niður öryggi og traust til flestra, jafnvel til náungans.


Kom aldrei fram hjá forstjóra FL Ragn heiði/hildi? HVERS VEGNA hún hætti eftir svo skamman tíma? Eitthvað hlýtur hún að hafa séð

Ekki
mbl.is Tugmilljóna einkaútgjöld á viðskiptamannareikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki enn ein viðurstyggilega fréttin

... bara til að hafa til að halda sér í afneituninni.
mbl.is Ekki króna á ríkið vegna EDGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegar ferðir - ótrúleg kona - síðasta tækifærið

Jóhanna Kristjónsdóttir, hin merka og klára kona, hefur um nokkurra ára skeið fylgt fjölda Íslendinga á ferðalögum í Austurlöndum nær (Miðausturlöndum).

Hún hefur leitt okkur að Rauðahafinu. Fleytt okkur í Dauðhafinu. Dulbúið okkur inní moskur. Fylgt okkur í gegnum hina undursamlegu Petru (Indiana Jones). Verið með okkur í tjaldútilegu í Sahara.

Nú hefur hún ákveðið að láta staðar numið og hættir sem "fylgdarkona" ferðamanna á þessu ári.

Síðasta ferðin verður til Egyptalands 1. nóvember til 12. nóvember. Ég veit ekkert hvert ferðinni er heitið innan Egyptalands, fann bara þessa fínu mynd á netinu :)

Heimasíða Jóhönnu er

http://www.johannaferdir.blogspot.com/

Egypt_01

Flest okkar erum í fyrirfram sorg og eftirsjá eftir Jóhönnu því í hennar fylgd hefur maður komist næst því að finnast maður sjálfur staddur í miðri bíómynd - og það jafnvel á liðnum öldum.

Þessi færsla er bara ætluð til að æsa upp ferðaþorsta hjá þeim sem eiga eitthvað aflögu. Sjálf mæli ég með því að eyða því sparifé sem maður hefur nurlað. Ekki fór vel fyrir mínu. Vildi hafa farið víðar meðan skrokkur og skildingur leyfði.

Jóhanna fer í haust með hópum til Marokkó og Íran en þar eru víst ekki fleiri pláss laus.

Mér til skemmtunar og grobbs á elló ætla ég að segja frá því þegar ég fór til Líbanon, Sýrlands, Jemen, Jórdaníu og Lybíu. 

 3331688-Houses_in_Sanaa-Sanaa

Sana&#39;a - höfuðborg Jemen

 

petra

Í undraveröld Petra - Jórdaníu

 

empty-downtown-beirut

Beirut - Líbanon

 

2194622-Dusk-at-the-Umayyad-Mosque--Damascus-Syria-1

Omayad moskan í Damaskus - Sýrlandi

 

89045915.wpGmORrz

Höfuðborgin Trípolí - Líbíu

 


Erum við núna á Kúbunni?

Ég kvaddi bifvélaengilinn minn í haust, þegar allt virtist á hverfanda hveli, með því að segja að hann, og aðrir viðgerðamenn, héldu örugglega vinnunni lengur en margur. Nú væri vonandi komið að því að fólk lærði hvað fælist í íslenska sagnorðinu að nýta.

Því miður og sem betur fer, virðist þetta ætla að verða raunin. Nú er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eitthvað bilar - að henda því og kaupa nýtt... það væri jafnvel hægt að laga hlutinn.  Fólk hefur jafnvel uppgötvað skósmiði. 

Kíkti á aðalsjúkrahúsið í HabanaÞetta stærsta sjúkrahús (General Hospital) í Havana var búið vel menntuðu og góðu starfsfólki, en ekki myndum við sætta okkur við lyfjaúrvalið. Hillur hálftómar; eitt og eitt glas, túpa og krukka á stangli.

Fór fyrir um áratug til Kúbu og það sem heillaði mig, auk náttúrufegurðar og mannlífs, voru m.a. litlir skúrar á götum úti.

Fyrst gekk ég framhjá án þess að veita þessum „sjoppum" athygli. Hélt að þetta væru e-s konar vestrænar sjoppur, (eins og ís- og pylsusjoppur). Þegar ég sá að þetta var hvorki MS-ís né SS-pylsur, gáði ég betur og gægðist yfir hátt „búðarborðið". Þar úði og grúði af alls kyns smáhlutum. Sá strax að hvorki gæti þetta verið tombóla né leikfangabúð, þetta var ýmist í mörgum pörtum eða lá tilbúið til sölu? afgreiðslu? að verða sótt?

Engir tveir hlutir af sama tagi þannig að nú kom forvitni mín í veg fyrir frekari hlédrægni.

Munið þið pylsusjoppurnar við þjóðveginn hérna áður; svo að segja teningslaga, með hátt afgreiðsluborð, næstum í brjósthæð, og heldur hrörlegar.

Slík voru þessi „verkstæði" í Havana. Þangað kom fólk með smáhluti, allt milli himins og jarðar; úr, dúkkur, heyrnartæki, myndavélar, skart, leikföng, síma, útvörp, straujárn og allt mögulegt fleira í þessum dúr.

Innanbúðar voru karlmenn, sumir ungir, aðrir gamlir, og skeyttu saman og löguðu það sem aflaga hafði farið.

Landlæg fátækt, áratuga innflutningshöft og hugsanlega blóðborin virðing fyrir hlutum og mannanna verkum, er til þess að nýtt er til ýtrasta það sem til er. Athugum að það hafa ekki heldur fengist varahlutir, sem hlýtur að gera viðgerðirnar verri viðureignar.

Ekki má skilja sem svo að ég sé með þessu að hrósa öllu ástandinu á Kúbu en eins og kreppan hér, er það ekki alvont.

cuban-hospital 

Mannslífið er meira virði en allt gull ríkasta manns í heimi [Che]

Neyðin kennir nakinni konu að spinna og lötum manni að vinna.

 

Ótrúlega líkur Foringjanum

Þetta er ekki HANN, en fjandi eru þeir líkir


Hagfræðiskýring á hruni bankanna - á mannamáli

Höfundur ókunnur. Heill honum að setja gang mála í samhengi sem maður skilur:

EITTHVAÐ KUNNUGLEGT?

Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinum - sem flestir eru atvinnulausir alkar - að drekka út á krít.

Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni

Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild  Esterar  í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.

Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf - sem virt áhættumatsfyrirtækihafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli - ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.

Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar  Esterar  borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki.  Ester  getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi  Ester  vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.

Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.

Nýr skattur er lagður á:  ->

Bindindismenn eru látnir borga brúsann

 

n25717756_32726338_4371


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband