Húsbrot og nauðungaruppboð

Með þessum vangaveltum er ég ekki að lýsa vanþóknun minni á yfirvöldum eða bankastofnunum.  Frekar hvort samvinna þeirra á milli sé virk.  Voru það yfirlýsingar án samkomulags við fjármálastofnanir...

  • AÐ ENGIR SKYLDU ÞURFA AÐ YFIRGEFA HEIMILI SÍN þótt áhvílandi skuldir færu yfir veðheimildir, já, og færu yfir verðmæti húseignanna.
  • Ef það versta dyndi yfir FENGI FÓLK AÐ BÚA ÁFRAM Á HEIMILUM SÍNUM, þá væntanlega sem leigjendur.

Svo hörmuleg sem sú staða nú er / yrði / verður, sýnist manni það örlítið minni brotlending. Börnin fengju að vera áfram "heima", byggju áfram við skólann sinn, fengju að vera HEIMA.  Jafnvel þótt það væri ekki nema að nafninu til.

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað gerist EFTIR tilkynningar um NAUÐUNGARSÖLU.  Kannski er þetta eitthvert formsatriði að auglýsa, en hvað svo?

Þarf fólkið að fara á götuna ef næst að selja eignina eða hún innkölluð á annan hátt af bankanum?  Fær það að "leigja" heima hjá sér?

Hvers vegna greip maður til þess örþrifaráðs að brjóta og bramla húsið sitt, sem fjármálastofnun hafði tekið til sín vegna vanskila?

Fékk hann og fjölskylda hans ekki að "leigja" heima hjá sér?

Eru gefnar út tilskipanir eða tilmæli til peningastofnana. Ráða þær hvort og hversu hart verði gengið að fólki og heimilum þess.

Það kæmi ekkert á óvart þótt einhver fyndi sig knúinn að gera eitthvað sem honum annars dytti aldrei í hug.

Broken%20Business%20house

Að brjóta niður eitt og eitt hús er hreinn barnaleikur miðað við það að brjóta niður fólk, fjölskyldur, barnssálir og brjóta niður traust í garð yfirvalda og stofnana - brjóta niður öryggi og traust til flestra, jafnvel til náungans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hmmmm maður verður eiginlega niðurbrotinn!

Held að sannleikurinn sé sá framan af, að þessar fallegu yfirlýsingar um að enginn yrði borinn út af heimilinu, að leitast verði við að semja sérstaklega við þá sem eru aðframkomnir af skuldaklafa, hafi í raun kæra Maíja (vonandi hef ég nafnið rétt), verið húmbúkk og fagurgali sem náði ekki með neinni skipun til eða frá til stofnanna, sem heyra þó undir þeirri er skipar til og frá.

Um það eru allt of margar sögur, nú síðast í dag, frá einum sem var kominn með kaupanda af bíl, allt í skilum, kaupandinn ætlaði að taka lánið yfir, en nei ......... SP vildi ekki sjá af þessum góða greiðanda!

Hef samt mikla samúð með öllum aðilum þessa máls, bæði skuldara og starfsmönnum sjóða og banka, sem taka við óljósum skipunum frá mörgum herrum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.6.2009 kl. 04:24

2 Smámynd: Eygló

Gott hvað þú bregst manneskjulega við, það eru alltof margir sem bölsótast útí allt og alla, líka þá sem ekki eiga skilið að vera skammaðir.  Við reynum þó að "horfa á" málin frá fleiri en einni hlið, þótt maður kenni í brjóst um fólkið, sérstaklega börnin, sem lendir blásaklaust í þessum klóm.

Eygló, 25.6.2009 kl. 06:56

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ömurlegt, heyrði einmitt líka að fólk yrði ekki borið út af heimilum sínum, skv. gröfumanninum er það ekki svo og ríkisbankinn sem hann átti viðskipti við var ekki tilbúinn að semja jafnvel þó hann hefði fengið kaupanda til að yfirtaka lánin.  Maður spyr sig hvað sé í gangi.

Svo sammál þér með síðustu málsgreinina, ekki beint til að auka trú og traust á yfirvöldum.

Rut Sumarliðadóttir, 25.6.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef maður fær 6 ára fangelsi fyrir að brjóta niður "eigið" hús þá er 250 ára fangelsi hæfilegt fyrir útrásardjöflana.

Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Eygló

já, á mann!

Hefur gröfumaðurinn nú þegar verið dæmdur???!

Eygló, 26.6.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dóttir mín átti að rýma sína íbúð fyrir 1. okt í fyrra.  Ef hún hefði ekki farið sjálf, hefði hún verið borin út.  Lögreglan mætir á svæðið og læti... Sem betur fer er hún í ágætis leiguíbúð í dag, en bíður eftir því að hún verði gerð gjaldþrota. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:55

7 Smámynd: Eygló

Já, og það FYRIR "fallið".  Svona prívat, sannar sögur fær maður þegar spurst er fyrir. Gott að Jónudóttir hefur það skítsæmilegt eins og er... en hvað svo, hvað þýðir gjaldþrot fyrir hana og aðra?

Eygló, 26.6.2009 kl. 01:03

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fallegt af þér að hugsa þetta helst frá sjónarhorni barna, þau gleymast nú stundum í allri orrahríðinni!

En þessi gröfumaður hefur víst að sagt er, ekki verið allur þar sem hann er séður, hans frú og börn voru farin úr landi og komin í vinnu og hann sjalfur ekki verið barnanna bestur nei og m.a. svikið fé af fólki!Útburður svo heldur ekki fundin upp síðan í október, fæstir ef nokkrir hafa nú orðið fyrir slíku held ég beinlínis vegna bankahrunsins, ekki enn að minnsta kosti.VAndin liggur lengra aftur hjá flestum og því miður hjá allt of mörgum sem tóku þátt í villta stríðsdansinum kringum gullkálfinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.6.2009 kl. 23:31

9 Smámynd: Eygló

Já, krakkagreyin eiga síst að þurfa að þjást. Lítið hafa þau gert af sér!

Ef húsbrotamaðurinn hefur verið eitthvert ólukkudýr finn ég nú ekki til með honum. Annars veit maður ekkert þótt slúðrað sé og sögur spunnar.

Hitt er annað, að það er bágborið ástandið hjá alltof mörgum, hverju sem það kann að vera að kenna.

Þetta síðasta sem þú skrifar má ekki tala um í björtu, því þá verður fjandinn laus. En ég andmæli EKKI.

Eygló, 27.6.2009 kl. 01:35

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Er ekki að byrja að rökkva núna? Daginn allavega aftur farið að lengja, svo ég segi það, að þetta er bara staðreynd með gullkálfin og því miður spenntu svo margir bogan það hátt, að íll er staðan í dag. Verst finnst mér sjálfum að vita af fólki sem hafði ó allt, gott starf, mjög hátt kaup í mörgum tilfellum, en skuldsetti sig samt alveg gríðarlega. Nú hefur sumt af ví misst nánast allt af þessum veraldlegu gæðum og atvinunna líkaog situr bara í súpunni með skuldirnar!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 20:49

11 Smámynd: Eygló

Náður! (haha, manstu eftir "síðastaleik"?)  >>> Daginn er ekki farið að LENGJA - hann styttist nú hægt og hljótt. (Öðru eins ruglar maður nú - ég ruglast stundum á fótum og höndum)

Skuggsýnt hjá mér í augnablikinu (dró fyrir gluggann). "Sumir" skuldsettu sig þannig að það lagðist ekki bara á þá, heldur aðra; fjölskyldu, lánardrottna (litla) verktaka og saa videre.

Reyndar hefði skuldsetningin ekki haft þessi ógnvekjandi áhrif ef súperskuldararnir; misþroska "athafnamenn" hefðu ekki "bætt um betur og borað á hana gat"

Eygló, 27.6.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband