Mjög stutt myndskeið.
25.4.2009 | 14:17
Auður og Ógildur
... þau mektarhjón.
Sértu að hugsa um að skila auðu, mæta ekki á kjörstað eða ónýta kjörseðilinn þinn, þá hefurðu auðvitað leyfi til þess, en verður þá líka að vera sáttur við að sú "aðferð"styður þá sem mest fylgið fá.
En frelsið til að FÁ að kjósa er nú flestum dýrmætara.
Ef þú ert eins og margur; ekki viss um hvað kjósa skuli, nennir ekki á kjörstað eða skutlar snifsinu auðu í kassann, pældu þá í hvað það þýðir (nei, nei, engin hótun)
Dæmi, ef:
xD fengi 20%
xV fengi 30%
xS fengi 32%
xB fengi 7%
xO fengi 8%
Aðrir 3%
Þá hefur þitt auða eða ónýta atkvæði, eða heimaseta, sama gildi hlutfallslega og þessar % sem koma fram, t.d. færu 20% til Sjálfstæðisflokks og 30% til Vinstri grænna. Ef þér líst ekki nógu vel á neinn, gáðu hvort þér líst þá ekki allavega ILLA á eitthvert framboðið
Í öllum bænum notum a.m.k. ÚTILOKUNARAÐFERÐINA frekar en að ónýta þennan lýðræðislega rétt okkar.
25.4.2009 | 03:37
Hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í fiskitorfu?
Ég legg það alls ekki í vana minn að gera grín að minnimáttar. Er eiginlega heldur ekki að því núna. Kveikjan að fyrirsögninni er orðanotkun forystumanns flokksins (Guðjóns?)
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hann nota þessi orð og nú aftur í forystumannaviðtali í sjónvarpinu: "Við verðum bara að ganga í þetta með köldu höfði"
Í fyrra skiptið hélt ég að þetta hefði kokast útúr honum, óviljandi, en úr því að hann kemur með þetta aftur núna (kannski var sama kassettan í honum) hlýtur þetta að vera meðvituð framsögn.
Fiskar eru með kalt blóð >>> því hljóta þeir að hafa kalt höfuð. Ef Guðjón vill gera hlutina með köldu höfði, gæti hann verið fiskur.
Samsærið sé ég svo í því að F-listinn hefur haft fiskveiðar efst á sínum listum og kunna nú allir að hafa orðið sér út um tálkn, kvarnir og kalda hausa.
Hvernig framkvæmir maður annars með köldu höfði?
Mynd frá flokksfundi? Hvað veit ég? Einhverjir þarna eru með kalt höfuð.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2009 | 23:18
FLJÓTLEGASTA leiðin til að FALLA á áfengisprófi
Þótt þetta sé kannski ekki til að hafa í flimtingum, þá er ég nokkuð viss um að þið fyrirgefið mér að hafa sett þetta hérna inn.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2009 | 04:08
Baggalútur um kosningar
18.4.2009 | 00:26
Eyddi of miklu í karlmenn og brennivín
Nú verður maður að spara á flestum ef ekki öllum sviðum eins og allir vita.
Eftir fallið hef ég aðeins drukkið kogara, portúgal, spíra og kardó.
>
>
> Það vandaðist þegar kom að því að minnka við mig í karlmönnunum, - og góð ráð dýr. En alltaf finnur maður leið >>>
Fyrir viðkvæma: Myndin er tekin með vitund og leyfi myndefnis, sem klæddi sig uppá sjálft, til gamans.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.4.2009 | 14:35
15. apríl ... "píkurnar" úr!
... dekkjunum "altso".
Síst af öllu vil ég gera grín að bestu vinum okkar, Færeyingunum, en tungumálið þeirra kemur bara svo oft skemmtilega út. Ég veit fyrir víst að þeira hlæja líka að sumum orðum sem við notum. Hva, þetta eru auðvitað náskyld mál, jah, eiginlega tvíburar. Hví skyldum við ekki hlæja hvert að öðru í græskuleysi?
Margir kannast við tilkynningu frá umferðanefnd? þar í landi. Það fer kannski um suma við tilhugsunina:
"Frá sunnudegnum 15. oktober er aftur loyvt at brúka píkur.
Tað kann hugsast, at sumir verða freistaðir at seta píkurnar upp
undir komandi vikuskiftið, en ikki ráðiligt at seta píkarnar undir
til dømis fríggjadagin ella leygardagin, bara frá sunnudegnum"
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2009 | 03:12
Útrýmingarsala stjórnmálaflokka
Ósýnilegt blek,
sjálfseyðandi blek,
skammtímablek,
leiðréttingarborðar,
yfirstrikunarpennar,
múlar,
lygamælar,
skóflur,
peningaskápar,
haugsugur,
sparibaukar,
hrossabrestir,
handsöl,
hnappheldur,
sótthreinsunarefni,
skítalyktareyðir,
óværufælur,
gúmmístígvél,
ullarsokkar,
brosklemmur,
stólalím,
geislabaugar,
skiptilyklar og
axarsköft í miklu úrvali, fullur lager.
Ýmislegt fleira í svipuðum dúr fæst, aðeins þarf að panta. Þetta er allt þarna.
Fæst gegn óhóflegum býttum eða annars konar viðurgjörningi.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti; undirr.
Dægurmál | Breytt 12.4.2009 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.4.2009 | 02:08
Hrína af því þau grættu hinn
Flestir hljóta að þekkja það þegar krakkar (á öllum aldri) hafa gert eitthvað af sér, eru tugtuð og skömmuð. Þá fara þau oft að væla, yfir því að hafa verið skömmuð.
Allt endar afturábak eins og skrattinn á hækjum > > >
Þau brutu af sér (lömdu bróður sinn eða gerðu einhvern óskunda)
Þau síðan skömmuð.
Þau svo barma sér og hrína.
(Fórnarlambið eða atvikið löngu orðið aukaatriði í leikritinu)
Mbl-ÞKG: "Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná okkar gamla fylgi aftur. Í ljósi atburða vetrarins hefur spjótunum verið beint að okkur. Aðrir flokkar eins og Framsókn, og sérstaklega Samfylkingin, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu. Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks, segir Þorgerður. Hún segir það með miklum ólíkindum að Samfylkingin hafi komist hjá því að gera upp hlutina.
9.4.2009 | 00:10
Víðfeðmasti maður sem um getur!
Maðurinn hefur verið gríðarlega stór og mikill; sérstaklega breiður eða langur. Svo voru ósköpin að fólk þurfti að fara í spássitúr "á milli hans" til að ná af honum tali?!
Segi ekki daglega, en mjög oft, heyri ég fólk tala um að það hafi þurft að ganga milli Pontíusar og Pílatusar (sá síðast í texta í fréttunum, og það staðfært yfir í þessa útkomu).
Ekki get ég staðfest að þetta fólk hafi verið til, en sagan segir að Heródes nokkur og Pontíus Pílatus hafi hent sakamanni á milli sín; hvorugur vildi taka ákvörðun eða "axla ábyrgð"
Manngreyið hét Pontíus Pílatus, svo ofangreint hlýtur að vera eina hugsanlega skýringin.
Svona eins og forsetafrúna vantaði leðurstígvel og þyrfti margsinnis að spyrja þá Ólaf og Ragnar.