Erum við núna á Kúbunni?

Ég kvaddi bifvélaengilinn minn í haust, þegar allt virtist á hverfanda hveli, með því að segja að hann, og aðrir viðgerðamenn, héldu örugglega vinnunni lengur en margur. Nú væri vonandi komið að því að fólk lærði hvað fælist í íslenska sagnorðinu að nýta.

Því miður og sem betur fer, virðist þetta ætla að verða raunin. Nú er líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eitthvað bilar - að henda því og kaupa nýtt... það væri jafnvel hægt að laga hlutinn.  Fólk hefur jafnvel uppgötvað skósmiði. 

Kíkti á aðalsjúkrahúsið í HabanaÞetta stærsta sjúkrahús (General Hospital) í Havana var búið vel menntuðu og góðu starfsfólki, en ekki myndum við sætta okkur við lyfjaúrvalið. Hillur hálftómar; eitt og eitt glas, túpa og krukka á stangli.

Fór fyrir um áratug til Kúbu og það sem heillaði mig, auk náttúrufegurðar og mannlífs, voru m.a. litlir skúrar á götum úti.

Fyrst gekk ég framhjá án þess að veita þessum „sjoppum" athygli. Hélt að þetta væru e-s konar vestrænar sjoppur, (eins og ís- og pylsusjoppur). Þegar ég sá að þetta var hvorki MS-ís né SS-pylsur, gáði ég betur og gægðist yfir hátt „búðarborðið". Þar úði og grúði af alls kyns smáhlutum. Sá strax að hvorki gæti þetta verið tombóla né leikfangabúð, þetta var ýmist í mörgum pörtum eða lá tilbúið til sölu? afgreiðslu? að verða sótt?

Engir tveir hlutir af sama tagi þannig að nú kom forvitni mín í veg fyrir frekari hlédrægni.

Munið þið pylsusjoppurnar við þjóðveginn hérna áður; svo að segja teningslaga, með hátt afgreiðsluborð, næstum í brjósthæð, og heldur hrörlegar.

Slík voru þessi „verkstæði" í Havana. Þangað kom fólk með smáhluti, allt milli himins og jarðar; úr, dúkkur, heyrnartæki, myndavélar, skart, leikföng, síma, útvörp, straujárn og allt mögulegt fleira í þessum dúr.

Innanbúðar voru karlmenn, sumir ungir, aðrir gamlir, og skeyttu saman og löguðu það sem aflaga hafði farið.

Landlæg fátækt, áratuga innflutningshöft og hugsanlega blóðborin virðing fyrir hlutum og mannanna verkum, er til þess að nýtt er til ýtrasta það sem til er. Athugum að það hafa ekki heldur fengist varahlutir, sem hlýtur að gera viðgerðirnar verri viðureignar.

Ekki má skilja sem svo að ég sé með þessu að hrósa öllu ástandinu á Kúbu en eins og kreppan hér, er það ekki alvont.

cuban-hospital 

Mannslífið er meira virði en allt gull ríkasta manns í heimi [Che]

Neyðin kennir nakinni konu að spinna og lötum manni að vinna.

 

Ótrúlega líkur Foringjanum

Þetta er ekki HANN, en fjandi eru þeir líkir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við Íslendingar ættum að byrja að nýta hluti betur, mér finnst frekar gaman að spara.  Ég þarf oft að vera útsjónarsöm, ég ætla ekkert að kaupa nýtt á þessu ári sem ekki er nauðsynlegt.  Til þessa hef ég bara keypt nokkra hluti, tvenna skó á mig, einar buxur á örverpið og nýtt sjónvarp.  Ég varð að skila lánssjónvarpi sem ég hafði haft í 2 ár til eigandans.  Ég keypti nýja sjónvarðið fyrir það sem ég hef sparað undanfarið.    Ekkert lán var tekið, sjónvarpið var staðgreitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Eygló

Jóna, ég í þínum "bekk" og hef alltaf verið. Verst að ég tapaði þriðjungi af sparnaði mínum. Hann var tilkominn af sparsemi og nýtni. Gott og vel, þetta er ekkert venjulegt ástand svo kannski verður maður að kyngja... í þetta sinn.

Eygló, 12.5.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er ótrúleg hvað þessi þjóð hefur þraukað og getur m.a. státað af svo mörgu, þekking í heilbrigðismálum, læsi allra og svo tónlistin svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir þennan risavaxna hatursfulla óvin standandi í túnfætinum. Já skósmiðirnir eru komnir aftur hingað .Guði sé lof. Orð Che ganga ekki í sjallana en trúlega flesta aðra.

Finnur Bárðarson, 12.5.2009 kl. 19:18

4 Smámynd: Eygló

Maður "fellur strax í ást" við Kúbu (eins og Leoncie myndi syngja) Allt heillandi fyrir gestinn, þótt örugglega sé ekki allt sem sýnist.

Gisti nokkrar nætur hjá eldri/gömlum hjónum í Havana og húsbóndinn sagði mér sögur af byltingunni og Castro þegar við sátum yfir morgunmatnum; dýsætu, kolsvörtu kaffi í fingurbjargarstórum bollum.

Stolt fólksins er "stórt og mikið". Hann sagði að þeir fátæku(stu) hérna áður fyrr, sem ekki áttu fyrir öðru en hrísgrjónum og baunum, hefðu farið út á götu eftir kvöldmat, með tannstöngul, til að láta líta út fyrir að þeir hefðu borðað kjöt!!!  

Þessi gamli maður studdi þó Castró 110%.

Eygló, 12.5.2009 kl. 23:42

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svona satt að segja höfum við hér á landi smá gott af því að nýta hlutina betur. Þegar ég sé öll óskilafötin hér í mínum skóla, nýjar úlpur, íþróttaskó, flottar peysur, jafnvel línuskautar og hlaupahjól sem engin saknar, þá spyr ég: Kreppa hvað? Það er bara fínt að krakkarnir læra aftur að bera smá virðingu fyrir hlutunum.

Úrsúla Jünemann, 13.5.2009 kl. 14:38

6 Smámynd: Eygló

Hvort ég er sammála!  Í skólum, leikskólum, íþróttanámskeiðum, sundlaugum og þessum helstu samkomustöðum eru flottari flottari föt en maður hefur nokkru sinni keypt á barnið sitt, eða sig sjálfan.

Skyldu jafn margir kveikja í tjöldum, svefnpokum og viðlegubúnaði eftir útihátíðirnar í sumar. Forvitnilegt.

Eygló, 13.5.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Garún

Mér finnst líka gaman að spara!   Sparaði mér ferð í ræktina um daginn með því að brjóta stigann heima hjá mér.    Nú þarf ég að klifra uppá aðra hæð svona 100 sinnum á dag og er komin með handleggi námumanns.  Sniðugt!  Ég reyndar spara síðan ferðirnar upp og niður líka útaf sama ástandi.  

Sniðugasta sparnaðarráð sem ég hef heyrt er að spara stöðumælasektirnar með því að taka rúðuþurrkurnar af!    Nei ok sniðugasta er að gera matseðil fyrir mánuðinn og magnelda.  Allir elda saman og svo er fryst!  Snilld..

Garún, 28.5.2009 kl. 00:00

8 Smámynd: Eygló

Ha, ha, ha. Núna frussaði ég enn einu sinni yfir lyklaborðið. Þetta með stöðumælasektasparnaðinn er óborganlegt, enda borgar maður þá ekki!

Verð víst að sleppa því að brjóta stigann. Ég bý nefnilega á 6. hæð og handleggirnir á mér yrðu eitthvað miklu ýktari en á þér, enda er ég yfir 100kg. Líklegra yrði að hendurnar yrðu eftir á kaðlinum og ég lægi í hrúgu á jörðinni, - handalaus.

Áttu fleiri ráð?

Ég hef í mörg ár stundað það að sofa sem mest; spara þannig mat, rafmagn, klósettpappír, ruslapoka og eitthvað fleira

Eygló, 28.5.2009 kl. 22:18

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja hérna segi ég bara,spurning um að skella sér til Kúbu með þér þegar þú ferð næst!? En ætli allt verði þá ekki morandi í "nýjum bílum", Obama að aflétta viðskiptabanninu þannig að allt yrði morandi í Fordum og GMum frá '70, '80 og '90 (og eitthvað) þegar við mætum? Reddar líklega bara bílaiðnaðinum með þessu, svei me´r þá!?

ertu að segja að þú lítir út eins og rússneskur kúluvarpari? Ég fer nú fyrst fyrir alvöru að verða spenntur!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 13:25

10 Smámynd: Eygló

MGG - nú datt ég út, hvar og hvenær sagðist ég líta út eins og rússneskur kúluvarpari?  Ég er löngu hætt á sterum.

Eygló, 9.6.2009 kl. 01:50

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æjá, dettu bara út sem oftast, en uppgefin mælieining á massa veraldlegs atgervis, fékk sjálfan mig til að hugsa um ægifagra rússneksa kúluvarpara!

Þetta var semsagt ekkert annað en Geirans gullhamratilraunasmíð!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2009 kl. 10:15

12 identicon

Ég endurnýti dagblöðin......Ég les þau aftur

Kveðja frá einum sem dettur ekki út

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:31

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Undarleg skilaboð frá félaga mínum Húnboga, hver skildu nú tengsl hans og frú E. vera?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2009 kl. 21:07

14 Smámynd: Eygló

Það eru sko til margar lélegri aðferðir til endurnýtingar dagblaða.... en hreint og beint að lesa þau AFTUR. 

Sumir skeina sig svo á þeim þegar þau eru fulllesin og fréttirnar útreltar.  Blöð fara bara misjafnlega í frárennslisrörin og skolprottur illa læsar (kannski vegna birtuskorts)

Húnboga þekkir frúin ekki nema af ánægjulegum rafrænum kynnum (ekki harmrænum) ekki einu sinni séð kauða á fæti, frekar en þig :)  sem er auðvitað missir fyrir okkur öll!

Hann hefur líka vakandi athygli og sá að ég minntist á að hafa dottið út, eftir aths frá þér.

Annars ert þú MGG einn af mínum "aðal" Held að Húnbogi skrifi ekki eins oft.

Eygló, 13.6.2009 kl. 22:37

15 identicon

Ég sem hélt að þetta með dagblöðin væri minn besti brandari......Á ég að trúa því að hann hafi mistekist?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:34

16 Smámynd: Eygló

Húnbogi, hann ER góður og ég brosti (asnalegt að hlæja þegar maður er einn), þú átt bara eftir að skrifa þann besta!

Eygló, 14.6.2009 kl. 16:50

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójá, Húnbogi á aldeilis eftir að koma með þann besta og ÞAÐ BESTA! Snilld hans á vissu sviði er með betur geymdu leyndarmálum þessarar þjóðar!

EFast ekki um að fegurð okkar þriggja myndi gleðja okkur innbyrðis, er til dæmis sannfærður um ómótstæðileika þinn í þessum veraldarheimi frú E.

Húnbogi er síungt glæsimenni, hjólar líka allt sem hann mögulega kemst. Sjálfur er ég meðalvaxið þrekmenni, sem þó fer nú rýrnandi nokk og mun sú stefna halda áfram.

Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband