Ærar ær og vankaðar vallabíur

Úr Pressunni: 

Tasmanía:

_MG_0174_albino_wallaby_500

Þetta er ekki myndin sem fylgdi fréttinni en þessi vallabía (wallaby) gæti alveg verið að vakna eftir "kvöld á akrinum". 

Þetta er auðvitað ekki fyndið, en samt...

Uppdópaðar smákengúrur skaða uppskeruna

Litlar kengúrur, vallabíur, sem gæða sér á löglega ræktuðu ópíumi í Tasmaníu, komast í vímu, hoppa í hringi og traðka niður uppskeruna.

„Við höfum verið í vandræðum með vallabíur á valmúaökrum. Þær verða útúrdópaðar og hoppa í hringi áður en þær detta niður. Við höfum séð hringi eftir skakkar smákengúrur í ökrunum,“ sagði Lara Giddings, lögmaður ástralska fylkisins frammi fyrir fjárlaganefnd.

Framkvæmdastjóri annars þeirra tveggja fyrirtækja sem rækta valmúa á eyjunni segir þekkt að dýr sem bíti valmúann hegði sér undarlega.
„Við höfum oft heyrt um rollur sem ganga í hringi eftir að hafa étið valmúann eftir að við höfum slegið akrana,“ segir Rick Rockliff hjá Alkaloids.

Tasmanía er stærsti framleiðandi heims löglega ræktaðs ópíums fyrir lyfjaiðnaðinn og útvegar um helming hráefnisins í morfín og skyld lyf. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til þess. Þau eru með samninga við um 500 bændur sem rækta valmúa á um 20 þúsund hekturum lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Nei þetta er eiginlega ekki fyndið, en samt eitthvað svo fyndið!  ;)

Garún, 28.6.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þú segir nokkuð, atvinutækifærin liggja víða, greinilega.

Björn Birgisson, 29.6.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, blýgðunarleysingin ég hlæ upphátt!

En BB segir annars nokkuð það sama og ég hugsaði við lesturinn á þessari frómu vísindagrein, getum við þetta ekki?

Að vísu vesen með erfðabreytta byggið, en kannski er enn ekki nógu hllýtt hérna og þótt engar séu þessar vallartrallandi kengúrur, þá er örugglega nóg af mink sem hefði ekekkert á móti því að "Detta íða"!?

Annars hef ég ekkert vit á þessu og hyggst ekki ferðast til Tasmaníu til að fræðast!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband