Fjármagnseigandi og fjármagnseigandi

Mér finnst oftast talað um alla fjármagnseigendur í einu kasti.

Þó hlýtur að vera himinn og haf á milli þess að 15 ára unglingur sem sparaði og lagði í banka "aurana" sína og lagði svo jafnt og þétt eitthvert smáræði inn. Segjum að 4. október hafi hann aurað saman 200.000 krónum.

Eða hvort alvöru auðmaður sem á(tti) 500 milljónir (ótrúlega mörg yfirlit svoleiðis "útlítandi") á reikningi fjármálastofnunarinnar. Hafi hann ekki haft aðrar tekjur en fjármagnstekjur hefur hann heldur ekkert borgað til sveitarfélagsins (útsvar) eða lagt á annan hátt í sameiginlega sjóði.

Sama og með unglinginn er hægt að segja um MARGA (ekki alla) lífeyrisþega. Með aðhaldi, sparsemi, nísku og nurli hafa þeir geta komið sér upp sjóði; kannski 5 milljónir (bjartsýn núna)

Fólk í þessum hópum á það flest sameiginlegt að hafa verið narrað til að leggja t.d. í peningamarkaðssjóði. Og ég VEIT að svo var.

Sjóðir t.d. hjá Landsbankanum rýrnuðu um ca 1/3 (37%? man ekki hlutfallið)

Hverjum ætli reiði nú best af eftir tapið?

Unglingnum sem á kannski eftir 132.000 krónur (m.v. 200þús) (mínus fjármagnstekjuskatt)?

"Peningamanninum" sem á eftir um 330.000.000 krónur (m.v. 500 milljónir) (mínus fjármtsk) ?

Lífeyrisþeginn sem á eftir um 3.300.000 (m.v. 5 milljónir) (mínus fjármagnstekjuskatt)

Mér finnst ekki einu sinni að tala um þetta fólk - sama daginn

mba0465l

Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
Ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður.
Ég eyddi’ honum öllum – í sparnað.

(Höf. ókunnur

Image+%3D+SeniorCitizens


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vísan þarna í lokin er alveg draumur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Með þér!

Björn Birgisson, 9.9.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Eygló

Já, vísan var í raun kveikjan að færslunni. Hún er svooo góð og svooo sönn!

Eygló, 9.9.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jebb.

Rut Sumarliðadóttir, 9.9.2009 kl. 11:50

5 Smámynd: Garún

Ég bið ykkur að afsaka barnaleg ummæli sem koma núna.  En ég bara hreinlega skil ekki afhverju við getum ekki hlúið betur að öldruðum og þakkað þannig fyrir okkur framlag þeirra!  Afhverju geta þau ekki bara fengið lífeyrinn sinn óskertan!  Afhverju fer ekki bara smá "sykurskattur" beint til þeirra.  Það eru allir alltaf að tala um skattalækkanir og hitt og þetta.  Ég er til í að borga aðeins meira af peningunum mínum í skatt ef það þýðir að einhverjir hafi það aðeins betra en áður.  Ok þá er hægt að segja að þeir peningar yrðu misnotaðir, en það þýðir ekkert að hugsa svoleiðis og halda aðsér höndum.  Stundum verður maður bara að treysta að þrátt fyrir að maður setji 100 kall í barnahjálpsbauk og að einungis 10 krónur afþví skili sér á áfangastað að þó þessi 10 kall geti gert gæfumuninn í staðinn fyrir að halda aðsér höndum!  Ég veit þetta er of einfalt sett upp hjá mér en ég skrifa útfrá tilfinningum en ekki beinhörðum málefnalegum málalengingum.  Sorry.  Mér finnst þetta bara svo sorglegt hvað allt er komið í hnút einhvern veginn! 

Garún, 9.9.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Eygló

Ekkert "sorry" yfir þessu. Gæti ekki verið meira sammála."...allt er komið í hnút einhvern veginn"

Og flestir komnir með hnút í magann af áhyggjum. Og eins og þú segir um eldra fólkið, þetta eru þeir sem komu undir okkur fótunum - svo hlunnfarnir.

Eygló, 9.9.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband