Færsluflokkur: Kjaramál

Skuldadagar í viðskiptum mínum við BÓNUS - eindagi í nánd

Jæja þá, og það er nú svo og svo er nú það.
Þá fer líklega að koma að eindaga á skuld okkar við BÓNUS & Kompaní.

Nú virðist komið að því að súkkulaðikúlulánin sem við höfum smjattað á í 20 ár eða svo, verði gjaldfelld.

Héðan í frá tökum við að okkur að borga mismuninn á lægra vöruverði í Bónus+Co.

Allt sem við höfum talið okkur trú um, - að hafa borgað minna fyrir vörur úr Bónus er komið á hvolf. Nú endurgreiðum við líklega verð(mis)muninn

Ég hef verslað í Bónus frá því að hann var opnaður. Þess vegna hef ég "sparað" ógrynni fjár. Þess vegna ætti mér ekki að verða skotaskuld að taka þátt í að borga niðurfellingar skulda þeirra. Alsæl.

 ******************************************************************

*******Birt á AMX þann 30.10.2009 http://www.amx.is/vidskipti/11034/ 

Tugmilljarða skuld Haga mögulega afskrifuð

Tugmilljarða króna skuld eignarhaldfélagsins 1998 verður mögulega afskrifuð á næstu vikum.

Félaginu hefur verið gefinn nokkurra daga frestur til að leggja til aukið hlutafé, að því er Ríkisútvarpið greinir frá.
1998 á Haga sem reka Bónus, Hagkaup og fleiri stórar verslanakeðjur á Íslandi."

Þann 15. september síðastliðinn fór Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, fram á að sölu Baugs á Högum yrði rift. Eigendurnir hafa svarað og mótmælt riftuninni. Skiptastjóri hefur nú frest til 19. febrúar 2010 til þess að höfða mál gegn eigendunum.
Skiptastjórinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann myndi þó taka ákvörðun mun fyrr, að öllum líkindum vel fyrir áramót.

Viðskiptablaðið sagði frá því á vefsíðu sinni í dag að eigendur Haga, eignarhaldsfélagið 1998, hefði gert samning um að reiða fram fimm milljarða króna í aukið hlutafé á næstu dögum gegn því að fá að halda félaginu áfram.

En eins og staðan er nú skuldar 1998, félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu 45-50 milljarða króna vegna láns sem var slegið í Kaupþingi sumarið 2008 þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi.


En eitt er víst að ef eigendunum tekst ekki að reiða fram þetta aukna fé mun bankinn eignast félagið og einu eign þess sem er Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, 10-11 og Útilíf.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að verðmæti Haga geti ekki staðið undir láninu. Allt bendir því til þess að bankinn muni þurfa að afskrifa tugi milljarða króna af skuld félagsins við bankann hvort sem hann mun leyfa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölskyldu að eiga félagið áfram eða leysir það til sín.
Endanleg afskrift ræðst af verðmæti hlutabréfanna í Högum.

Hvorki náðist í Sigurjón Pálsson né Regin Frey Mogensen sem sjá um málið af hálfu Kaupþings -og hafa tekið sæti í stjórn 1998 ásamt Jóhannesi Jónssyni sem kenndur er við Bónus.
Þá vildi Finnur
Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings ekki tjá sig um málið í dag. Upplýsingafulltrúi bankans sagði ekki unnt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu," segir enn fremur í fréttinni.

(leturbreytingar eru mínar)

Síða


Þjófar með áhættuþóknun ...

... stressandi að standa í stórræðum. Best að kalla það ábyrgð.


mbl.is Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANKAREKSTUR - með augum South Parkera. Íslenskir, amerískir. Breytir það nokkru?

Eftir síðustu færslu sendi vinur mér þetta brot. Það á svo fjandsamlega vel við að ég flyt það hingað, með leyfi YouTube Devil


Tapið skattlagt, og lækkar svo lífeyrinn - - - - - - - - -(hm? jú, þetta er svona!)

Sumt af þessu á við ALLA sparifjáreigendur. 

Ekki er íslensku málfari misþyrmt í fyrirsögninni. Það er sérkennileg skattlagning og afleiddur skattur (já, og afleitur) sem veldur.

Það hafa örugglega margir aðrir undrast þessa sérkennilegu útreikninga og látið í sér heyra og/eða skrifað um þetta mál.

Til þess að skrifa ekki tyrfinn texta, set ég fram dæmi. Einhverjar prósentutölur eru ekki í gildi nákvæmlega þessa stundina. Það breytir þó ekki því að SVONA ER ÞETTA:

Lífeyrisþegi á nurlbankabók (notum 1 m í dæmið) sem ber t.d. 14% vexti = Eftir árið hefði innstæðan hækkað (í krónum) um 140þús.

Gamla gigtartetrið hamingjusamt yfir "gróðanum" og þarf ekki að kvíða næstu tannlæknisheimsókn (sko að fara til hans, ekki læknirinn til nurlarans).

Sættir sig vel við að borga svo 10% fjármagnstekjuskatt => 14.000kr af "gróðanum" Maður á þó alltaf mismuninn (140þús mínus 14þús) 126 þúsund kallinn.  Uppí utanhússviðgerðina á blokkinni.

Æ, Æ, Æ, gleymdi:  Í landi verðtryggingar verður tillit til verðbólgu (þ.e. á annan veginn). Sjáum til: Á sama tíma og ég "þigg" 14% ársvexti á spariféð >>>> er 17% verðbólga.

Það sem nú stendur í kr: 1.140þús. ER MINNA VIRÐI nú en innleggið fyrir ári.

Það þarf ekki að tyggja það í nokkurn mann að 14% vextirnir duga ekki til að tryggja virði innstæðunnar í 17% verðbólgu.

Hvað gera yfirvöld < bankarnir?  Þeir reikna fjármagnstekjuskatt á ALLAN MISMUNINN þótt höfuðstóll og heila klabbið hann hafi fallið í verði á tímanum.

Þessar fjármagnstekjur hækka síðan tekjustofn lífeyrisþega (og annarra) að mig minnir 50% (á bilinu 45%-55%) OG HÉRNA KEMUR SÍÐASTI BRANDARINN. Þessar tekjur LÆKKA lífeyrinn!!!

=>> það sem ég tapaði á að hafa í bankanum, er metið til tekna. Reiknaður af því skattur. Tekjuaukningin lækkar lífeyrinn.

HALLELÚJA


BANKALEYNDIN AFNUMIN

Þá kom að því.

Lengi hefur þessa verið krafist, til þess að komast megi að hugsanlegum undanskotum fólks og fyrirtækja. Það er engin hemja að lög verndi lögbrjóta.

Það eru víst flestir sammála um nauðsyn þess að komast yfir upplýsingar um aðgerðir stjórnenda fjármálastofnana, sem vægast sagt virðast hafa verið "áhættusæknar". Eitt þessara orða sem notuð hafa verið um aðferðir framangreindra til að koma öllum almenningi á kaldan klaka.

Loksins er ALLT BIRT; allir bankareikningar, með tölu, útskrifaðir til hægðarauka fyrir skattayfirvöld við álögur og endurskoðun.  Hafirðu tekið að þér að safna púkkinu fyrir saumaklúbbsferðalagið eða golfferðina, kemur sá reikningur fram á pappír og/eða skjá og þar koma fram fjármagnstekjur og skattur.

Tekjurnar hækka (slíkar fjármagnstekjur)  Þeir sem þiggja lífeyri sæta svo lækkun hans af því að nú hafa tekjurnar hækkað of mikið. Þar gildir: fáirðu peninga einhversstaðar frá, munum við sjá til að það nýtist engan veginn, - við lækkum það sem þú færð annarsstaðar!!

Núna þarf ég líklega að skrifa RSK bréf og skýra út þessa gífurlegu fjármagnstekjur mínar; að við "stelpurnar" séum að safna fyrir utanlandsferð, en eins og flestir viti sé ekki hægt að standa í því núna.

ÆI, ÉG GLEYMDI, ÞETTA Á VIÐ UM ALMENNA BORGARA, ÓBREYTTA VERKAMENN EÐA LÍFEYRISÞEGA. ÞETTA NÆR VÍST EKKI TIL ÞEIRRA SEM ÞARF AÐ KANNA. ÞEIR ERU "STIK FRI" OG STANDA KEIKIR OG ÖRUGGIR MEÐ SIG - BAKVIÐ BANKALEYNDARVERNDARMÚRINN - OG GLOTTA.Devil

Við ættum eiginlega að sleppa pottunum núna og fara út með bala og hamra!Bandit

secrecy

Aldrei gerir enginn ekkert

Þetta er tilfinning mín fyrir því hver sé tilfinning annarra nú á tímum!?! 

Við erum ansi gjörn á að alhæfa um allt mögulegt og ómögulegt (ath. þarna datt ég strax með "allt")

Stjórnin er með ÖLLU óhæf (vanhæf í besta lagi : )

Þingmenn eru ALLIR fávitar

Stjórnin hefur EKKERT gert

Við fáum EKKERT að vita

Mótmælendur ofbeldisfullir! (hljómar eins og hverjum og einum einstaklingi sé laus höndin (eða gangstéttarhellan)

Er nokkur "sjens" að fá aðeins raunhæfari og þar með réttmætari upplýsingar?

"Prik" fyrir þann sem sér út, með báðum augum og skráir það hér að neðan:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband