BANKALEYNDIN AFNUMIN

Þá kom að því.

Lengi hefur þessa verið krafist, til þess að komast megi að hugsanlegum undanskotum fólks og fyrirtækja. Það er engin hemja að lög verndi lögbrjóta.

Það eru víst flestir sammála um nauðsyn þess að komast yfir upplýsingar um aðgerðir stjórnenda fjármálastofnana, sem vægast sagt virðast hafa verið "áhættusæknar". Eitt þessara orða sem notuð hafa verið um aðferðir framangreindra til að koma öllum almenningi á kaldan klaka.

Loksins er ALLT BIRT; allir bankareikningar, með tölu, útskrifaðir til hægðarauka fyrir skattayfirvöld við álögur og endurskoðun.  Hafirðu tekið að þér að safna púkkinu fyrir saumaklúbbsferðalagið eða golfferðina, kemur sá reikningur fram á pappír og/eða skjá og þar koma fram fjármagnstekjur og skattur.

Tekjurnar hækka (slíkar fjármagnstekjur)  Þeir sem þiggja lífeyri sæta svo lækkun hans af því að nú hafa tekjurnar hækkað of mikið. Þar gildir: fáirðu peninga einhversstaðar frá, munum við sjá til að það nýtist engan veginn, - við lækkum það sem þú færð annarsstaðar!!

Núna þarf ég líklega að skrifa RSK bréf og skýra út þessa gífurlegu fjármagnstekjur mínar; að við "stelpurnar" séum að safna fyrir utanlandsferð, en eins og flestir viti sé ekki hægt að standa í því núna.

ÆI, ÉG GLEYMDI, ÞETTA Á VIÐ UM ALMENNA BORGARA, ÓBREYTTA VERKAMENN EÐA LÍFEYRISÞEGA. ÞETTA NÆR VÍST EKKI TIL ÞEIRRA SEM ÞARF AÐ KANNA. ÞEIR ERU "STIK FRI" OG STANDA KEIKIR OG ÖRUGGIR MEÐ SIG - BAKVIÐ BANKALEYNDARVERNDARMÚRINN - OG GLOTTA.Devil

Við ættum eiginlega að sleppa pottunum núna og fara út með bala og hamra!Bandit

secrecy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Og Sigurður Einarsson er hneykslaður yfir að einhver hafi lekið upplýsingar um stórlán úr bankanum "hans" og krefst að bankaleynd sé virt.

Úrsúla Jünemann, 20.3.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Eygló

Já, Úrsúla maður er svo varnarlaus og "getulaus" að ógleðin ein verður eftir.

Eygló, 20.3.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er löngu tímabært að aflétta bankaleynd með öllu.    Ekki er bankaleyndin mikil hjá okkur almúganum, allir bankareikningar okkar verða að koma fram á skattaframtalinu okkar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Eygló

Það gerði mig brjálaða. Er með 2 "menntunarreikninga" fyrir afkomendur mína. Hef ekki gefið það upp á mig. Nú fæ ég fjármagnstekjur sem aftur lækka lífeyrinn minn.  SEM sagt ekki leggja fyrir eina krónu neins staðar, fá frekar lánað meira en maður getur borgað!

Eygló, 23.3.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það var og...nei venjulegu fólki hefur alltaf verið refsað fyrir að spara...þetta er furðulegt land

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki von að þessi verklausa bráðabirgðastjórn taki á málum, en hún mun næstum örugglega sitja áfram eftir kosningar og þá hlýtur hún að gera eitthvað.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir sem gætu létt af bankaleyndinni? Það eru þau Steingrímur og Jóhanna. Eitt pennastrik og bankaleyndin er farin veg allrar veraldar. Ég efast um að þau hafi margt að fela í þessu sambandi.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:50

8 Smámynd: Björn Birgisson

Eygló, mín kæra, ertu að fara til útlanda? Má ég koma með? Áreitislaus með öllu, en góður í að bera töskur og poka?

Björn Birgisson, 31.3.2009 kl. 22:43

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Áreitislaus, hehehe - er það nú pikköplína!

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 23:45

10 Smámynd: Björn Birgisson

Bara andlegt!

Björn Birgisson, 1.4.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Eygló

Fari ég til útlanda, pant fá Björn og Baldur.  Annan sem fánabera, hinn sem töskubera. Ég yrði þeim fullkomlega áreitislaus. Hvert ætti ég að fara? ("berar" ráða varla nokkru um það, nema þá andlega)

Eygló, 1.4.2009 kl. 02:10

12 Smámynd: Björn Birgisson

Tórshavn eða Tenerife!

Björn Birgisson, 1.4.2009 kl. 05:34

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló þó, hver heldurðu að nenni að ferðast bæjarleið með áreitislausum kvenmanni??????

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 07:48

14 Smámynd: Eygló

Björn, ég var að pæla. Í þessari dýrtíð fer maður skammt, nema þá að ná sér í skammt, svo ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að þvælast eitthvað, en senda þig til Tenerife (eða Túrtúla) og Baldur til Tórshavn (hann ætti að tóra eitthvað það, um tíma, - áreitislítill.

Eygló, 1.4.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Eygló

Baldur, já, hver skyldi það nú vera

Eygló, 1.4.2009 kl. 15:10

16 Smámynd: Björn Birgisson

Var á Gran Canaria í viku um daginn. Asskoti notalegt!

Björn Birgisson, 1.4.2009 kl. 15:42

17 Smámynd: Eygló

OK, þá ferð þú til Tórshavn!  Voðaleg smámunasemi er þetta!

Eygló, 1.4.2009 kl. 17:15

18 Smámynd: Björn Birgisson

Björn Birgisson, 1.4.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband