Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.8.2009 | 01:14
Svolítið mikið 2007. Fólk sem virðist hafa haft betri lán en vit.
Ekki þarf að horfa á allt myndskeiðið til að ...
Hvernig ætli fólkinu sem seldi íbúðina, hafi liðið undir þessum lýsingum á fyrrverandi heimili sínu. Lýsingarnar voru eitthvað á þessa leið: "Ógeð" "ónýtt" "ömurlegt"
12.8.2009 | 01:47
Þjófar með áhættuþóknun ...
... stressandi að standa í stórræðum. Best að kalla það ábyrgð.
Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2009 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2.8.2009 | 01:16
Íslendingar trúa á jólasveininn
Þessu slær Lars Peder Brekk, norski landbúnaðarráðherra fram í viðtali við norska Aftenposten. Þarna líkir hann trú okkar á "sérafgreiðslu" inn í ESB við jólasveinatrúna:
Hann álítur litlar líkur á að ESB samþykki ýmsar sérkröfur um fisk.
"Landbruksminister Lars Peder Brekk sier Island tror på julenissen
dersom de tror på varige særordninger i EU for fisk"2.8.2009 | 01:02
Eva Joly. Ísland svikið. Aftenposten.
Set þetta hérna þótt það sé alltof langt til að lesa í heild. Millifyrirsagnir hjálpa. Flestir eru slarkfærir í dönsku og geta þeir léttilega komist í gegnum þessa norsku.
Þar sem ég les engin blöð veit ég ekki hver er hvurs eða hvurs vegna. Búin að sjá mörg blogg um grein Evu Jolie. Aftonbladet hlýtur að vera með sama efni og talað er um. Jæja, ég læt þetta bara standa. Norskulesandi geta kíkt á þetta og aðrir hjá einhverjum sem hefur greinina á nærtækara tungumáli.
*******************************************************
Ég gladdist mjög svo við að eiga vini í raun úti í heiminum stóra, hmm Norðurlöndunum allavega.
Sviket mot Island EVA JOLY Medlem av EU-parlamentet, leder for utviklingskomiteenSelv de skandinaviske landene som gjerne er fanebærere for internasjonal solidaritet, glimrer med sitt fravær når det gjelder reaksjoner på den utpressingen som Island utsettes for.Les også- Eva Joly: - Silvio Berlusconi er farlig
- Avdekker økt korrupsjon
- Eva Joly + Daniel Cohn-Bendit = EU
- Joly ut mot Sarkozy
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 00:24
MÁLIÐ! Öðruvísi framsetning; skiljanleg. Fyrsti stafurinn " I "
Skuldbindingar og stöður í rauntíma
Tek enga ábyrgð á tölunum. Ég GÆTI ekki einu sinni reiknað þetta á 100 árum, ja, get eiginlega tæplega LESIÐ úr þessu. :(
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.7.2009 | 01:39
Að ærast með stæl. Norðmaður gekk berserksgang.
mbl.is | 05.10.2006 |
Rústaði hyttunni í reiði sinni (innskot: hyttuna)
Rúmlega fimmtugur maður í Bærum í Noregi varð svo reiður þegar bankinn hans leysti til sín sumarbústaðinn hans að hann gekk berserksgang í bústaðnum og lagði innanstokksmuni alla í rúst. Bankinn, DnB NOR, hafði krafist þess að bústaðurinn, eða hyttan, yrði seld og höfðu tveir dómar gengið bankanum í hag í deilu um eignarhald á bústaðnum. Eftir að Bærum-manninum hafði verið tilkynnt um úrskurðinn hóf hann að vinna skemmdarverk sín. Hann sagaði gat á þakið og hellti steinsteypu yfir rafmagnstöfluna og í öll niðurföll.Þá reif hann baðherbergið og eldhúsið í tætlur, fjarlægði arininn og dreifði steypu og olíu um allt. Einnig lét hann vatn renna innandyra og bar á veggina efni sem geta gert að verkum að framvegis verði bústaðurinn óíbúðarhæfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.7.2009 | 13:18
Reykjavík 1926 ("Reykjavik, Capitol Of Iceland, 1926")
Leiðrétting: Óskar Þorkelsson bloggvinur reddaði þessu, hér er myndskeiðið. Fyrri texti: Reyndi fimm sinnum að koma þessu inní "YouTube" kerfið en fékk alltaf villuboð. Myndbandið er hinsvegar svo skemmtilegt, áhugavert og fræðandi, að ég set þá bara hérna inn slóðina. Þá opnar bara hver sem hefur áhuga.
1926: Flottur karl í flókaskóm; Einar Finnsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.7.2009 | 00:19
Blogg er hljóðlaust ... oftast!
30.6.2009 | 16:19
Til vara ...
... eins og fram hefur komið, en ekki staðfest, að fólkið sem fékk skuldirnar niðurfelldar borgi AÐ MINNSTA KOSTI tekjuskatt af peningunum sem það FÉKK og þurfti svo ekki að borga.
Annars ættum við að fá endurgreitt úr Lottó og t.d. Happdrætti Háskólans, ef ekki koma upp vinningar.
Vanhæfi Helga breytir ekki lögmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2009 | 01:55
Hvort viljum við fara 50 ár eða hálfa öld tilbaka í lífskjörum, þægindum og munaði?
Án þess að hafa hundsvit á þessum málum, blogga ég samt um þau! Það gera margir fleiri þótt þeir viti lítið meira.
Mér sýnist stundum að valdhafar, ráðgjafar og samningafólk, viti jafnvel lítið meira en ég... stundum. Munurinn er sá að ég viðurkenni fávísi mína, fáfræði og skilningsleysi. Þar tel ég mig fremri en allavega "sumir".
Íssparnaðurinn ógurlegi ICESAVE (sem nú orðið vekur flestum óhug, hræðslu, reiði, örvæntingu og jafnvel ógleði) er það sem allt virðist velta á nú og um ÓKOMINN TÍMA.
Ég skil ekki af hverju við þurfum að borga skuld sem við stofnuðum ekki til. Skil þó að þessi böggull verður gapastokkur þjóðarinnar. Og það lengur en við viljum vita.
Sagt er að við færum 50 ár aftur í tímann í lífskjörum ef við neituðum að borga. Það væri vegna þess að við yrðum einangruð að einhverju/miklu/öllu leyti og þyrftum að láta duga fábreyttara mataræði og aðstæður sem við höfum ekki vanist á undanförnum velmegunartímum.
Ef við samþykkjum skilmála greiðslna ICESAVE, virðist einsýnt að þjóðin ræður ekki við greiðslur vaxta og afborgana. Við gætum staðið frammi fyrir því að eiga rétt til hnífs og skeiðar (jæja, þetta var "dramatískt") vegna skuldbindinga sem jafnvel NÚNA sést ekki fram úr.
Þá lentum við líklega á mjög svipuðum stað, u.þ.b. 50 ár aftur í tímann.
Ég var LIFANDI fyrir 50 árum og ég er LIFANDI núna.
Hver segir að við höfum ekki úr neinu að velja.
Ungfrú Barbie "varð til" fyrir 50 árum og tórir enn.
Þetta er minning frá því fyrir fimmtíu árum. Húsbyggingarnar virðast ekki vera frá sama tíma og þessi flotta kona í Hafnarfirði!?!
Draga saman seglin - með reisn og sjálfsöryggi <<<O>>> eða láta dragast inní ófyrirséða hringiðu.