Að ærast með stæl. Norðmaður gekk berserksgang.

mbl.is | 05.10.2006 |

Rústaði „hyttunni“ í reiði sinni (innskot: hyttuna)

Rúmlega fimmtugur maður í Bærum í Noregi varð svo reiður þegar bankinn hans leysti til sín sumarbústaðinn hans að hann gekk berserksgang í bústaðnum og lagði innanstokksmuni alla í rúst. Bankinn, DnB NOR, hafði krafist þess að bústaðurinn, eða „hyttan“, yrði seld og höfðu tveir dómar gengið bankanum í hag í deilu um eignarhald á bústaðnum. Eftir að Bærum-manninum hafði verið tilkynnt um úrskurðinn hóf hann að vinna skemmdarverk sín. Hann sagaði gat á þakið og hellti steinsteypu yfir rafmagnstöfluna og í öll niðurföll.

Þá reif hann baðherbergið og eldhúsið í tætlur, fjarlægði arininn og dreifði steypu og olíu um allt. Einnig lét hann vatn renna innandyra og bar á veggina efni sem geta gert að verkum að framvegis verði bústaðurinn óíbúðarhæfur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það vantar þetta "gen í okkur"   Við kunnum ekki að ærast, allar lyddurnar flúðu Noreg í gamla daga.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Eygló

Eitthvað norskt hefur þá sennilega leynst í húsbrotsmanninum "okkar"  hmm?

Eygló, 12.7.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var ekki maður að rífa húsið sitt á Álftanesi um daginn ?  mér sýnist að einstaka menn hafi þetta gen ;)

Óskar Þorkelsson, 12.7.2009 kl. 07:10

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Guð hvað ég skil manninn vel...veit ekki hvað ég geri þegar (ekkert ef, bara spurning um tíma) ég hætti að geta borgað af kjallaraholunni minni...

Rut Sumarliðadóttir, 12.7.2009 kl. 10:26

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það ættu miklu fleiri að leggjast  út í tjaldi. Helst í görðum þeirra sem ollu því hvernig komið er.

Úrsúla Jünemann, 12.7.2009 kl. 11:40

6 Smámynd: Eygló

Úrsúla, þetta er besta tillaga sem ég hef séð, um mótmæli.  Enginn hávaði, engin málning, engar skemmdir.  Bara óþolandi pirringur fyrir "vini" okkar.  Ekki það, löggumann tæki sennilega fljótt á okkur, - annað en á "umræddum" Mammonsgoðum.

Eygló, 12.7.2009 kl. 11:59

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Voru ekki einhverjir franskir að hóta að sprengja verksmiðjuna sem þeir unnu í í loft upp. Það er eitthvað guts í þessu liði.

Finnur Bárðarson, 13.7.2009 kl. 17:49

8 Smámynd: Eygló

Héðan í frá munu þeir sem hafa "guts" - heita "guttar" í mínum orðaforða.

Er þetta nýlegt með fransmennina og verksmiðjuna?

Eygló, 13.7.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband