Hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í fiskitorfu?

Ég legg það alls ekki í vana minn að gera grín að minnimáttar. Er eiginlega heldur ekki að því núna.  Kveikjan að fyrirsögninni er orðanotkun forystumanns flokksins (Guðjóns?)

Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hann nota þessi orð og nú aftur í forystumannaviðtali í sjónvarpinu:  "Við verðum bara að ganga í þetta með köldu höfði"

Í fyrra skiptið hélt ég að þetta hefði kokast útúr honum, óviljandi, en úr því að hann kemur með þetta aftur núna (kannski var sama kassettan í honum) hlýtur þetta að vera meðvituð framsögn.

Fiskar eru með kalt blóð >>> því hljóta þeir að hafa kalt höfuð. Ef Guðjón vill gera hlutina með köldu höfði, gæti hann verið fiskur.

Samsærið sé ég svo í því að F-listinn hefur haft fiskveiðar efst á sínum listum og kunna nú allir að hafa orðið sér út um tálkn, kvarnir og kalda hausa.

Hvernig framkvæmir maður annars með köldu höfði?

 

Emil_stor-fiskur

Mynd frá flokksfundi?  Hvað veit ég?  Einhverjir þarna eru með kalt höfuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 03:55

2 Smámynd: Björn Birgisson

Addi Kitta Gau er gamall skipstjóri, fengsæll og flottur strákur. Landaði einni pólskri. Utan kvóta. Alvöru Vestfirðingur. Kann að vera með kalt höfuð, en hjartað er hlýtt! Þykkur eins og selur. Hlýr eins og Hitaveita Suðurnesja.

Björn Birgisson, 25.4.2009 kl. 04:04

3 Smámynd: Eygló

Björn, ég veit ekkert um höfuðið á AKG eða önnur hans innyfli.  Mig langar bara að vita hvernig maður framkvæmir með köldu höfði og hvernig það verkar : )

Hef ekkert á móti HONUM - langar bara að skilja tungumálið :) 

Eygló, 25.4.2009 kl. 04:22

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Alvaran drýpur af hverju strái hjá þér ljúfan!

Rut Sumarliðadóttir, 25.4.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband