Lyklabörn lánastofnana

Keys

Bloggin mín eru rýr. Kem ekki með gáfulegar hugmyndir. Get ekki gargað á skjáinn; forsmáð forkólfa; kallað þá fávita, landráðamenn eða myrkrahöfðingja. Veit ekki hverjir eiga það skilið.

Fer hamförum í að skrifa í athugasemdir hjá öðrum.  Þykist þá hafa vit að umræðuefninu. Færslan og gestir hafa undirbúið mig.  Þetta var persónuleg játning getuleysi.

Þá kemur vangaveltan:

Langt er síðan; hátt í ár. Hvaða ríkisstjórn þá?  Man það ekki. Geir og Ingibjörg?  Jóhanna og Steingrímur?

Allt var á hverfanda hveli og séð frammá að ekkert lagaðist í bráð.  Sýnt var að fólk, upp til hópa, gæti ekki staðið í skilum með afborganir af skuldum sínum. Íbúðaverð lækkaði og það sem jafn slæmt var, íbúðir seldust ekki. Verðbólgan hjó í rauneign íbúðaeigenda. En þetta vita nú allir.

Þess vegna gladdist ég sannarlega þegar staðhæft var að enginn þyrfti að yfirgefa heimili sín. Þeir áttu í versta falli að fá að leigja íbúðirnar "sínar".

Hvílíkur léttir. Að auk þess að missa eign sína, myndi fólk ekki missa heimili sín, börnin þyrftu ekki að yfirgefa heimili sitt, skóla, vini og umhverfi.

Getur einhver frætt mig á því, ef þetta er munað rétt, hvers vegna fólk er þá allt að því dregið af heimilum sínum, og nauðungaruppboðaauglýsingar fylla heilu og hálfu dagblaðasíðurnar?

Ég þekki til svo margra sem gætu lent í þessu. Auk allra þeirra sem þegar hafa lent í þessum hörmungum eða gætu átt þetta yfir höfði sér. Þetta fólk þekki ekki en vil engum svona illt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það sem ég man, er að stjórnvöld ætluðu að slá skjaldborg um borgara þessa lands.  En stjórnvöld gleymdu því, vegna IceSlave og ESB það eru forgangsmál sitjandi ríkisstjórnar.  Skítt með skattgreiðendurna, þeir borga hvort sem er. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ég slæ skjaldborg um þig, bloggarinn minn!

Björn Birgisson, 8.9.2009 kl. 00:56

3 identicon

BV, vá hvað þú átt marga lykla?  3 bíllyklar, 1 ofnlykill, 2 lyklar af bankahólfum,  5 lyklar af ferðatöskum, 4 geymslulyklar og restin húslyklar. Díta er alveg heilluð .

Var það ekki þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem sagði að "skjaldborg" yrði slegið um heimilin þegar hún varð ægilega surprise yfir því að bankarnir hrundu. Svaf hún á ríkisstjórnarfundum?  "Skjalborg" hljómaði ágætlega og sló á gagnrýni í bili, eins og því var sennilega ætlað að gera.

Díta (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 01:02

4 Smámynd: Eygló

Nú segja gárungarnir þegar þeir verða seinir í vinnu, fund eða slíkt. "Afsakið, ég tafðist á leiðinni, vegna skjaldborgarinnar"!!!

Eygló, 8.9.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Eygló

Díta, mér finnst þú óþægilega vel inní lyklaheiminum. Við hvað starfar þú, - eftir lokun? tí hí hí

Eygló, 8.9.2009 kl. 01:27

6 identicon

LOL - LOL - LOL   ! Meinlaus eins og kettlingur .

Díta (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 02:16

7 identicon

Það eru uppi hugmyndir um einhverskonar fasteignafélag ríkisins sem mun halda utan um allar fasteignir sem fólkið missir til bankanna, sem ríkið á núna. Eftir nokkur ár verður svo þetta fasteignafélag einkavætt, eins og bankarnir og síminn sælla minninga. Borgað fyrir með láni sem ekki hver sem er fær að taka og hver ætli verði þá eigandi flestra íbúðarhúsa á landinu?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 16:03

8 Smámynd: Eygló

Húnbogi, ég átti mig bara ekki á hvort þetta sé slæmt eða gott - en allavega EITTHVAÐ gert. Hvert sem það nú leiðir.

Mér er bara svo minnistætt hvað ég gladdist yfir því að fólk fengi allavega "að eiga heima".

Eygló, 8.9.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband