Ótrúlegar ferðir - ótrúleg kona - síðasta tækifærið

Jóhanna Kristjónsdóttir, hin merka og klára kona, hefur um nokkurra ára skeið fylgt fjölda Íslendinga á ferðalögum í Austurlöndum nær (Miðausturlöndum).

Hún hefur leitt okkur að Rauðahafinu. Fleytt okkur í Dauðhafinu. Dulbúið okkur inní moskur. Fylgt okkur í gegnum hina undursamlegu Petru (Indiana Jones). Verið með okkur í tjaldútilegu í Sahara.

Nú hefur hún ákveðið að láta staðar numið og hættir sem "fylgdarkona" ferðamanna á þessu ári.

Síðasta ferðin verður til Egyptalands 1. nóvember til 12. nóvember. Ég veit ekkert hvert ferðinni er heitið innan Egyptalands, fann bara þessa fínu mynd á netinu :)

Heimasíða Jóhönnu er

http://www.johannaferdir.blogspot.com/

Egypt_01

Flest okkar erum í fyrirfram sorg og eftirsjá eftir Jóhönnu því í hennar fylgd hefur maður komist næst því að finnast maður sjálfur staddur í miðri bíómynd - og það jafnvel á liðnum öldum.

Þessi færsla er bara ætluð til að æsa upp ferðaþorsta hjá þeim sem eiga eitthvað aflögu. Sjálf mæli ég með því að eyða því sparifé sem maður hefur nurlað. Ekki fór vel fyrir mínu. Vildi hafa farið víðar meðan skrokkur og skildingur leyfði.

Jóhanna fer í haust með hópum til Marokkó og Íran en þar eru víst ekki fleiri pláss laus.

Mér til skemmtunar og grobbs á elló ætla ég að segja frá því þegar ég fór til Líbanon, Sýrlands, Jemen, Jórdaníu og Lybíu. 

 3331688-Houses_in_Sanaa-Sanaa

Sana'a - höfuðborg Jemen

 

petra

Í undraveröld Petra - Jórdaníu

 

empty-downtown-beirut

Beirut - Líbanon

 

2194622-Dusk-at-the-Umayyad-Mosque--Damascus-Syria-1

Omayad moskan í Damaskus - Sýrlandi

 

89045915.wpGmORrz

Höfuðborgin Trípolí - Líbíu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá flottar myndir, ekki hef ég áhuga á því að fara til mið-austurlanda.  Ég þoli ekki hita. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Eygló

Nei, þá bara fer maður kappklæddur í bíltúr þegar sólin skín, setur miðstöðina á fullt og lætur sig dreyma... t.d. um ís í brauði :)

Eygló, 16.6.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Björn Birgisson

Maíja, hvernig er ís í brauði?

Björn Birgisson, 16.6.2009 kl. 00:45

4 Smámynd: Eygló

Nú veit ég ekki hvort þú sért að stríða mér, hafir pervertískan húmor eða þú hafir aldrei keypt, eða heyrt um, ís sem kemur úr vél og dettur ofaní brauðform, stundum kallað kramarhús eða vaffla. Svar óskast.

Hvernig er hjá ykkur, það er hættur að koma púki, andlit og stafabreytingar. Er þetta bara hjá mér, eða?

Eygló, 16.6.2009 kl. 01:26

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ég var nú að gófla í mig gamaldags ís í brauði um helgina. þ.e.a.s. ís í brauðformi.

 Jóhanna er merkismanneskja. Þetta eru heillandi staðir þarna fyrir austan.

Einar Örn Einarsson, 16.6.2009 kl. 10:28

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maíja ef é þekki Björn rétt þá er hann stríðnispúki með gott hjarta :) Ég veit alveg hvað ís í brauði er.

Finnur Bárðarson, 16.6.2009 kl. 18:27

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef étið ís í pulsubrauði.. í thailandi :D

Óskar Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 19:44

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef nú vart utan dyra öðruvísi etið ís nema í brauði, enda fjörgamall og fjörtíuogþriggja!

Mér hefur svo alltaf fundist hún Jóhanna Kristjónsdóttir yndisleg, stafar frá henni einvher hlýja sem ég kann ekki að skýra, en sem nær yfir landshluta og gegnum víddir ljósvakans!

En hvað segirðu, er kroppur þinn krypplaður frú E, í öllum sínum glæsileika þó!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Eygló

Jóhanna er blíður töffari.

Minn kroppur hefur verið haft það betra, en svo er Allah fyrir þakkandi að hann hefur haft það verra líka... en ekki í augnablikinu.

Magnús Geir, ég fer að birta mynd af mér í fullri stærð, ÞÁ fyrst sæirðu glæsileika minn og fegurð.  Finnst þér annars ekki nóg að sjá augun; spegil sálarinnar (stimpillinn minn á bloggi)

Hvernig getur maður sett myndina þannig að hún komi fram á síðu bloggara, mér finnst svo snubbótt að hafa bara nafnið, og það alltíplati?

Eygló, 17.6.2009 kl. 00:54

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðilega ´þjóðhátíð!

Jújú, augun segja sitt og kannski flest líka sem segja þarf.

ég þarf raunar ekki að sjá neitt, er viss í minni sök, orð eru ekki bara dýr heldur áhrifameiri en nokkurn grunar. Gáfur óséðra kvenna sem þannig birtast geta til dæmis auðveldlega gert mig stórhrifin, kímni sömuleiðis og þá er nú hið sjónræna aukaatriði.Auk þess er ég nú ekkert glápandi úr mér glyrnurnar núorðið að ýmsum ástæðum.

Blessuð vertu, er ekkert inn í þessum myndskreytingum eða birtingum annars, en held samt að þetta sé nú sæmilega útskýrt í "Myndir" í Stjórnborðinu og þá undir hjálpinni.

En gæti alveg trúað, að bloggheimur myndi fagna með risamynd af þérfyrir augum!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.6.2009 kl. 13:27

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er áreiðanlega meiriháttar ævintýri að fara í svona ferðir.

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 20:37

12 Smámynd: Eygló

Ragnhildur, maður lendir ekki það sem eftir er!

Eygló, 17.6.2009 kl. 23:57

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DÁSAMLEGAR MYNDIR...........

Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2009 kl. 03:39

14 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bíddu, er Jóhanna dáin ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 00:10

15 Smámynd: Eygló

Nei, Michael Jackson er dáinn!!!

Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir sé nokkuð spræk og svo alltaf smart.

Jóhanna Kristjónsdóttir, sem ég tala um í færslunni, er seig og ekki hefur verið gengið frá henni ennþá.

Kom eitthvað skringilega út hjá mér?  Leyfðu mér að fræða þig :)

Eygló, 28.6.2009 kl. 01:48

16 Smámynd: Eygló

... eða var fagurgalinn þannig að eins og um minningargrein væri að ræða?

Eygló, 28.6.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband