Tapið skattlagt, og lækkar svo lífeyrinn - - - - - - - - -(hm? jú, þetta er svona!)

Sumt af þessu á við ALLA sparifjáreigendur. 

Ekki er íslensku málfari misþyrmt í fyrirsögninni. Það er sérkennileg skattlagning og afleiddur skattur (já, og afleitur) sem veldur.

Það hafa örugglega margir aðrir undrast þessa sérkennilegu útreikninga og látið í sér heyra og/eða skrifað um þetta mál.

Til þess að skrifa ekki tyrfinn texta, set ég fram dæmi. Einhverjar prósentutölur eru ekki í gildi nákvæmlega þessa stundina. Það breytir þó ekki því að SVONA ER ÞETTA:

Lífeyrisþegi á nurlbankabók (notum 1 m í dæmið) sem ber t.d. 14% vexti = Eftir árið hefði innstæðan hækkað (í krónum) um 140þús.

Gamla gigtartetrið hamingjusamt yfir "gróðanum" og þarf ekki að kvíða næstu tannlæknisheimsókn (sko að fara til hans, ekki læknirinn til nurlarans).

Sættir sig vel við að borga svo 10% fjármagnstekjuskatt => 14.000kr af "gróðanum" Maður á þó alltaf mismuninn (140þús mínus 14þús) 126 þúsund kallinn.  Uppí utanhússviðgerðina á blokkinni.

Æ, Æ, Æ, gleymdi:  Í landi verðtryggingar verður tillit til verðbólgu (þ.e. á annan veginn). Sjáum til: Á sama tíma og ég "þigg" 14% ársvexti á spariféð >>>> er 17% verðbólga.

Það sem nú stendur í kr: 1.140þús. ER MINNA VIRÐI nú en innleggið fyrir ári.

Það þarf ekki að tyggja það í nokkurn mann að 14% vextirnir duga ekki til að tryggja virði innstæðunnar í 17% verðbólgu.

Hvað gera yfirvöld < bankarnir?  Þeir reikna fjármagnstekjuskatt á ALLAN MISMUNINN þótt höfuðstóll og heila klabbið hann hafi fallið í verði á tímanum.

Þessar fjármagnstekjur hækka síðan tekjustofn lífeyrisþega (og annarra) að mig minnir 50% (á bilinu 45%-55%) OG HÉRNA KEMUR SÍÐASTI BRANDARINN. Þessar tekjur LÆKKA lífeyrinn!!!

=>> það sem ég tapaði á að hafa í bankanum, er metið til tekna. Reiknaður af því skattur. Tekjuaukningin lækkar lífeyrinn.

HALLELÚJA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Halelúja, svona er þetta því miður

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Bankarnir bjóða líka upp betri ávöxtun en 14%. Ég á nokkrar krónur á verðtryggðum reikningi með 7% vöxtum.

Færslan þín er góð. Gamla góða máltækið í fullu gildi. Glötuð er geymd króna.

Björn Birgisson, 7.4.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Eygló

Já, rétt er það. En það er ekki aðalatriðið hjá mér, heldur að reiknaður skuli skattur af "tekjum" sem engar voru.  Dæmið liti jafnvel ennþá verr út ef vextirnir hefðu verið hærri ?  Hærri "ávöxtunartala" > meiri fjármagnstekjur > hærri skattur > lækkun lífeyris. (hm, en að sjálfsögðu þá vextir umfram verðbólgu.

Eygló, 7.4.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband