SAMFÉLAGIÐ...Á...SJÚKRABEÐINUM

Allir/flestir/margir eru löngu orðnir langeygir eftir upplýsingum frá yfirvöldum.

Við eigum auðvitað heimtingu á upplýsingum um stöðu mála. Okkar mála!

Skuldir hrannast upp og munu gera það í enn ríkari mæli; skuldir einstaklinga og skuldir ríkisins. Það er útilokað fyrir nokkurn mann að geta sér til um upphæðir og mögulega stöðu nú og þaðan af síður komandi tíma. Við höfum ekki einu sinni forsendur til að sjá fyrir hvort framtíðin sé yfirleitt til.

Við gætum ímyndað okkur tilkynningu um gífurlega skuld okkar við bankann. Svo þegar við spyrðumst fyrir, væri okkur sagt að það kæmi okkur ekki við. Það væri óskiljanlegt.

En svona líður fólki núna, flestu.

Reiðin, óttinn og vonleysið byrgir okkur kannski að einhverju leyti sýn. Þá fer maður að sjá allt í svart-hvítu.  Það er ekki hægt segja allt sem við gjarnan vildum vita en það VERÐUR að leyfa okkur að fylgjast með. Minna má það ekki vera.

Þegar ég segi að ekki sé bara HÆGT að segja frá öllu á ég við SJÚKLINGINN ÍSLENSKT SAMFÉLAG.

Sjúklingurinn er á spítala og ekki vitað hvort honum sé hugað líf. Við höfum samband við yfirlækninn sem þó veit ekki hvers vegna þessi illvíga sýking hertók Í.S.

Við getum ætlast til að fá svör um líðan, blóðþrýsting, hjartslátt og öll helstu lífsmörk. Það er mælanlegt og niðurstaðan segir til um ástand þessara þátta þegar mæling fór fram.

Við gætum líka spurt um lyfjagjöf. Já, eitthvað hefur verið prófað. Sum meðulin virka fljótt og vel en svo þurfa önnur alllangan tíma til að árangur færi að sjást, - eða ekki.

Ýmsar rannsóknir hafa líka verið gerðar, en niðurstöður hafa ekki enn borist. Á meðan þær niðurstöður berast ekki er ekki hægt að beita "viðeigandi" lyfjum.

Við gætum varla ætlast til svara við spurningum um alla þessa óvissuþætti. 

EN

VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA HVORT SJÚKLINGNUM SÉ HUGAÐ LÍF

VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA MEÐFERÐARÚRRÆÐI

VIÐ VERÐUM AÐ FÁ AÐ VITA HVAÐ GERT VERÐI TIL AÐ LINA ÞJÁNINGAR

HANS Á SJÚKRABEÐINUM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú satt segir.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm upplýsinga er þörf

Óskar Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 18:27

3 identicon

Getur maður pantað einkatíma hjá þér??

Myllfríður Högnadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Eygló

Þótt þetta sé grínaktugt og hálfkæra, segirðu, kannski óvart, frá einu grunnvandamálanna:

"best price for you my friend"

vinavæðing og baktjaldamakk um það sem hefur áhrif á líf/sjúkleika samfélagsins.

Eygló, 23.1.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband