Við erum orðin einum um of gegnsósa, a.m.k. ég

Hjartað tók kipp... Hvað er NÚ!!? ... VARAÐ VIÐ hverju?  Vöxtum. Gat verið. Nýbúið að hækka fjármagnstekjur uppí 15%.  Hvað með unga fólkið með börnin sín og heimilin?

Mér létti stórum þegar IceKreppu slikjan var farin af lesfærum mínum og ég sá loksins að verið var að vara við miklum vatnavöxtum.  Það er svo sem ekkert grín en ekki eins margir í hættu.


mbl.is Varað við vatnavöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.8.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er auðvelt að lesa þetta sem vaxtavextir :)

Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 08:40

3 Smámynd: Eygló

já, það var örugglega það sem heilinn í mér las, fyrst.

Við annað tækifæri hefði ég líka getað lesið þetta sem 'vaxtarverkir' - en það hefði svo sem passað líka. Hver er svosem ekki að drepast úr vaxtaverkjum. Það vita allir sem skulda !

Eygló, 7.8.2009 kl. 12:16

4 identicon

Er orðið vatnavöxtur til í fleirtölu? Held ekki!

Vatnavöxtur, vatnavöxt, vatnavexti, vatnavaxtar. Svo er hægt að setja ákveðinn greini á orðið.

Ertu ekki sammála um að rétt hefði verið að segja: Varað við vatnavexti. Það vex svo mikið, mjög mikið eða ofboðslega mikið í ám.

Díta (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 03:02

5 Smámynd: Eygló

Hæ Díta (Afró-?)

Þetta gæti einmitt verið skýringin á að ég og fleiri lásum (sáum þetta, fljótt á litið) sem "vexti", og gerði fréttina svona kostulega.

Mér finnst ég samt hafa stundum heyrt/séð þetta í fleirtölu. Það væri þá svo sem ekki í fyrsta skiptið sem fréttamenn væru með meinloku, eins og við öll, a.m.k. öðru hverju :)

Sjúkrabeður og dánarbeður, eru orð sem ég heyri/les oftar rangt en rétt.

Eygló, 9.8.2009 kl. 04:07

6 identicon

Afró-? Já. BV?

Sjúkrabeður, sjúkrabeð, sjúkrabeð, sjúkrabeðs/sjúkrabeðjar (et.) Karlkynsorð en ekki hvorugkyns eins og margir halda.

Sjúkrabeðir, sjúkrabeði, sjúkrabeðjum, sjúkrabeðja (ft.)

Hann liggur á sjúkrabeðinu!  Hann liggur á sjúkrabeðnum!

Dánarbeður beygist eins.

Síðast þegar ég sá hann lá hann á sjúkrabeðnum. Núna er hann á dánarbeðnum.

Dita (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Eygló

Djésskolli erum við góðar í þessu hahaha.  Gætum sómt okkur í njósnadeildum.

Já, ég skrifaði í eitt ár sem beturvitringur en hef smám saman fært mig nær MÉR.  Hægt og síðandi komi að bloggnefninu Gló (heiti Eygló) Komin með mynd af mér sjálfri. Svo það er eiginlega fokið í fest skjól.

Eygló, 9.8.2009 kl. 19:56

8 identicon

Þú verður áfram BV í mínum huga.  Miklu skemmtilegra.

Díta (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:12

9 Smámynd: Eygló

Ég er sannlega stolt af því. Kallaðu mig hvað sem er, bara að þú komir stöku sinnum í heimsókn. Verst hvað ég blogga sjaldan orðið.

Það eru allir svo uppfullir af ástandinu að mér fyndist það vera að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa um Icesave eða ESB.  Þar að auki er ég letidýr.

Eygló, 10.8.2009 kl. 03:04

10 identicon

Ég fæ meira að segja hroll þegar talað er um ávexti......Af hverju eru ekki vatnavextir mældir í prósentum?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:45

11 Smámynd: Eygló

Húnbogi, þegar þú segir þetta skil ég hinar nýju innkaupavenjur í nýju ljósi. Hef minnkað ávaxtakaup til muna. Gerði mér ekki grein fyrir ástæðunni, en sé nú að það er undirmeðvitundin sem tekið hefur í taumana.

Eygló, 10.8.2009 kl. 13:38

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju heita ávextir ávextir ?

Óskar Þorkelsson, 10.8.2009 kl. 14:53

13 Smámynd: Eygló

Óskar, ef vex á þér viðbjóðsleg varta... þá er það ávöxtur; vex/hefur vaxið á þér.

Líffæri ekki með talin, þau teljast til forvaxta; hafa vaxið áður en maður fæddist.

Kertavax get ég ekki skýrt út; þarf að grúska svolítið í því. Þigg ábendingar.

Eygló, 10.8.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband