2.8.2009 | 01:16
Íslendingar trúa á jólasveininn
Þessu slær Lars Peder Brekk, norski landbúnaðarráðherra fram í viðtali við norska Aftenposten. Þarna líkir hann trú okkar á "sérafgreiðslu" inn í ESB við jólasveinatrúna:
Hann álítur litlar líkur á að ESB samþykki ýmsar sérkröfur um fisk.
"Landbruksminister Lars Peder Brekk sier Island tror på julenissen
dersom de tror på varige særordninger i EU for fisk"Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ísland er jú þekkt sem hjátrúarfyllsta land heims.... auðvitað nefnir hann jólasvein þegar hann talar um okkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:44
... og nú eru yfirjólasveinarnir (eða kannski frekar Leppalúðarnir) búnir að drita yfir okkur, krúttlegu jólasveinana, sem föttum aldrei neitt fyrr en eftirá - þ.e. löngu eftir jól.
Eygló, 2.8.2009 kl. 02:03
Ég er jólasveinn, ég trúi á sjálfa mig
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 02:27
Eftir því sem ég heyri meira viðhorfi Evrópu og Norðurlandanna til okkar Íslendinga verð ég minna og minna hrifin af vist okkar innan ESB!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2009 kl. 11:24
Tek undir þetta sem Jóna Kolbrún segir. Doctor E, gott að sjá að það er ekki alveg búið að drepa í þér eftir lokunina.
Rut Sumarliðadóttir, 3.8.2009 kl. 12:11
Það kemst ekki úr hausnum á mér, það sem (man ekki nafnið, en mig minnir Spánverji) hann sagði í fréttunum, - að það væri nú aldeilis fínt að fá Íslendinga í bandalagið, þeir byggju yfir miklum fiskimiðum og færu þeir "inn" kæmist ESB og ríki þess, að Norðurskautinu (en þar er gert ráð fyrir olíu, gasi og fleira góðgæti)
"Bjóðum honum í partý, hann á alltaf nóg brennivín" eða þannig.
Eygló, 3.8.2009 kl. 12:50
Jólasveinar hafa stjórnað þessu landi um nokurra áratuga skeið. Nú hafa Leppalúði og Grýla tekið öll völd. Þeir sem ekki borga verða settir í poka, sem sökkt verður í ...................
Björn Birgisson, 3.8.2009 kl. 23:19
... og það sem verra er við fáum ekki einu sinni kartöflu í skóinn þótt við séum þæg. Og verðum étin hvort sem við erum þæg eða óþæg.
Eygló, 4.8.2009 kl. 01:27
Svonasvona, sá norski er bara að segja það sem við vitum öll og ég skammast mín bara ekkert fyrir að trúa á jólasveininn. Hann er svo sannarlega til og gaf mér til dæmis eldspýtnastauk og urmul af músík síðast!Lopez hét sá spænski minnir mig og sagði ekkert ljótt við hann Króa í viðtalinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 22:38
Magnús Geir, ertu farinn að blogga/skrifa EFTIR að þú ferð að sofa? Allt í lagi sko :9 Gleðileg jól!
Low pez
Eygló, 5.8.2009 kl. 00:55
Trú okkar á jólasveina nær yfir gröf og dauða: Við kjósum þá aftur og aftur!!!
Himmalingur, 7.8.2009 kl. 01:02
satt segirðu Hilmar. Nú fer bara að vandast málið vegna Grýlu og Leppalúða. Ætli þessi hópur sé kassavanur?
Eygló, 7.8.2009 kl. 01:48
heh....já mikil er trú okkar
Hólmdís Hjartardóttir, 10.8.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.