Sjúklingurinn > íslenska þjóðin

 img_5984

 

Ekki litist mér reglulega vel á að þurfa að fara í aðgerð eða til annarra lækninga hjá teymi sem ynni "saman" svipað og sumir pólitíkusarnir"okkar".

Við mikilvægar aðgerðir verða allir að vinna vel SAMAN og gera það.

Hvernig væri að hafa hálfa stjórnarandstöðuna til að reyna að "lækna, annast og sinna" sjúklingnum inni á skurðstofunni?

Þorgerður neitaði e.t.v. að sjá um svæfinguna, hún hefði löngu verið búin að sjá hvað þyrfti að gera við sjúklinginn.  Jóhanna mundaði hnífinn, tilbúin, skrúbbuð og sótthreinsuð. Valgerður héldi því fram að ekki ætti að fara að skera rétta sjúklinginn.  Ragnheiður neitaði að vera til fóta, það væri bara niðurlægjandi. Ágúst yrði flökurt og hlypi út. Álfheiður segði sjúklinginn vera svona illa farinn vegna aðgerða fyrra hjúkrunarteymis. Árni færi með tengur heim til að nota á grillið. Hinn Árninn segðist aldrei hafa séð "svona innyfli". Ásta bentir á heimskulega hjúkrun, hún kynni það nú best. Birkir vildi vera fremstur; hann hefði fundið upp sjúklinginn og allir væru þar með í vinnu hjá honum. Bjarni segðist eiga að sjá um þetta af því allir yrðu sætari í hvítum slopp (og ennþá sætari með grímu og hlífðargleraugu fyrir andliti). Björn vildi sitja í badmintondómarastól og horfa yfir völlinn. Þannig sæi hann hvort kalla þyrfti á sýklahernaðarvarnaröryggisstjórnarliðið. Einar þyldi kannski ekki blóð svo hann væri með svört gleraugu og gæti því ekkert gert. Eygló reyndi að stjórna með svo miklum gassagangi að ekki heyrðist í lífsmarkamælunum. Guðjón segði þetta tóma vitleysu, það væri ekki bröndu að fá í þessum kvið; hlyti að hafa brottkastast. Guðlaugur skæri sig óvart í puttann og yrði óvígur. Katrín færi út, segði hin fullfær, hún hefði nóg að gera annað, enda væri þröng á stofunni. Kristján segði að ekki væri skorið svona upp fyrir norðan. Pétur gæti ekki komið útúr sér góðum leiðbeiningum og ráðleggingum, þannig að ekkert gagn yrði að honum. Sigurður legðist í sótthreinsunarspírann og segði ekki meira af honum. Valgerður sæti við "sjúrnalinn" og bruggaði ráð til þess að koma yfirlækninum frá, t.d. með því að sprauta loftbólu í æð sjúklingsins. Steingrímur ætti erfitt með sig og fullt í fangi, þar sem hann væri í stöðu aðstoðarlæknis, aðstoðarsvæfingarlæknis og yfirhjúkrunarfræðings. Össur kveddi og gengi á fjöll til að hitta fjarskyldari frændgarð sinn.

Það er sama hvort einn sjúklingur eigi í hlut eða heil þjóð, MENN GETA EKKI LEYFT SÉR AÐ BREGÐA FÆTI FYRIR ÞÁ SEM EFTIR ATVIKUM ERU AÐ REYNA AÐ LÆKNA, HJÚKRA EÐA LÍKNA SJÚKLINGI, FJANDANS SAMA HVERJIR KUNNI AÐ VERA Í STJÓRN EÐA STJÓRNARANDSTÖÐU.

EKKI VEIT ÉG HVORT ÞAÐ FLOKKAST UNDIR ILLMENNSKU EÐA AFSPYRNU ÞRÚGANDI HEIMSKU.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtileg lesning

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Eygló

Já, Jóna... og þó?

Eygló, 10.2.2009 kl. 01:07

3 identicon

ég bokstaflega ELSKA þig!

þetta er svona með betri lýsnugum af ástandinu á þessu sjúkrahúsi niður við Austurvöll! og kominn tími til að fara ráða þar starfsfólk eftir hugarfarinu því ekki er nú sérfræðiþekkingunni fyrir að fara hvort eð er þar. vonandi man starfsmannastjórinn (þjóðin) þetta næst þegar kemur að því að endurnýja samninga.

Johanna Hardard (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahahhaha já þetta er sko með betri lýsingum á ástandinu. Sorglega fyndið og þó.

Vonandi að fólk fari nú að átta sig á að við verðum að gera þetta SAMAN!

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 11:47

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er mjög skemmtilegur pistill og lýsir ástandið nokkuð vel. Hver var það aftur sem sagði að þjóðin þyrfti að snúa bökunum saman núna? Mér finnst að það sem er að gerast á Alþingi minnir meira á reipatog.

Úrsúla Jünemann, 10.2.2009 kl. 11:52

6 identicon

Ég ELSKA þig líka!

Þessi myndræna lýsing hjá þér af skurðstofuliðinu er hreint ótrúleg! Svona er "bakteríið" í hnotskurn!

Burt með fjandans flokkana og förum að vinna saman sem ein þjóð!

Áfram Eygló!!

Sveinbjörg Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kannski ekki við hæfi að bera í bakkafullan lækin auk þess sem ég er karlpungur, þannig að ég segist ekki elska þig!En hvað get ég þá sagt nema kannski endutekið fyndnina sem er ekkert svo fyndin þó, bara..

..Ja hérna!

En jú, gráglettin hugleiðing með tveimur Valgerðum?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Eygló

Þetta grunaði mig Magnús!

Þegar ég las yfir bullið mitt, tók ég eftir að Valgerður var tvítekin (tvílogið uppá hana)

Ætlaði þá að "henda henni út" á öðrum staðnum en fannst þetta svo mikið hnoð og runa að enginn tæki eftir því!

Svo markvisst; skyldi einhver taka eftir þessu, og þá hver?

Magnús Geir***  varðst fyrstur. Myndi ráða þig í vinnu!   Geturðu ekki sagst elska mig smá?  Þetta voru allt kellingar  Bara svona elska=kærleikur!?  Við erum nú bloggvinir

Eygló, 12.2.2009 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband