Færsluflokkur: Lífstíll
3.10.2009 | 02:35
Engin alvara í þessu bloggi
Vinnandi fólk spyr oft lífeyrisþega hvernig þeir fái eiginlega tíman til að líða?
Gott og vel, um daginn fórum við hjónin í bæinn og komum við í verslun.
Við vorum þar í fimm mínútur og þegar við komum út var lögregluþjónn að skrifastöðumælasekt.
Við fórum til hans og sögðum: Heyrðu, hvernig væri að sýna svolitla tillitssemi og gefa ellilífeyrisþegum eitt tækifæri?
Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektina.
Þá kallaði ég hann nazista-svín. Hann starði á mig og fór að skrifa annan sektarmiða, nú vegna slitinna hjólbarða.
Þá kallaði konan mín hann drullupung. - Hann kláraði að skrifa miða númer tvö og setti undir rúðuþurrkuna hjá þeim fyrri.
Þá fór hann að skrifa þriðja sektarmiðann. Þetta hélt áfram í um 20 mínútur og því meira sem við móðguðum hann þeim mun fleiri sektarmiða skrifaði hann.
Prívat og persónulega var okkur nákvæmlega sama. Við áttum ekki þennan bíl. Við komum nefnilega með strætó.
Á hverjum degi reynum við bara að skemmta okkur svolítið; við erum þó ellilífeyrisþegar.
Og það er nauðsynlegt að halda húmornum á þessum aldri.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.9.2009 | 00:34
Fjármagnseigandi og fjármagnseigandi
Mér finnst oftast talað um alla fjármagnseigendur í einu kasti.
Þó hlýtur að vera himinn og haf á milli þess að 15 ára unglingur sem sparaði og lagði í banka "aurana" sína og lagði svo jafnt og þétt eitthvert smáræði inn. Segjum að 4. október hafi hann aurað saman 200.000 krónum.
Eða hvort alvöru auðmaður sem á(tti) 500 milljónir (ótrúlega mörg yfirlit svoleiðis "útlítandi") á reikningi fjármálastofnunarinnar. Hafi hann ekki haft aðrar tekjur en fjármagnstekjur hefur hann heldur ekkert borgað til sveitarfélagsins (útsvar) eða lagt á annan hátt í sameiginlega sjóði.
Sama og með unglinginn er hægt að segja um MARGA (ekki alla) lífeyrisþega. Með aðhaldi, sparsemi, nísku og nurli hafa þeir geta komið sér upp sjóði; kannski 5 milljónir (bjartsýn núna)
Fólk í þessum hópum á það flest sameiginlegt að hafa verið narrað til að leggja t.d. í peningamarkaðssjóði. Og ég VEIT að svo var.
Sjóðir t.d. hjá Landsbankanum rýrnuðu um ca 1/3 (37%? man ekki hlutfallið)
Hverjum ætli reiði nú best af eftir tapið?
Unglingnum sem á kannski eftir 132.000 krónur (m.v. 200þús) (mínus fjármagnstekjuskatt)?
"Peningamanninum" sem á eftir um 330.000.000 krónur (m.v. 500 milljónir) (mínus fjármtsk) ?
Lífeyrisþeginn sem á eftir um 3.300.000 (m.v. 5 milljónir) (mínus fjármagnstekjuskatt)
Mér finnst ekki einu sinni að tala um þetta fólk - sama daginn
Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
Ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður.
Ég eyddi honum öllum í sparnað.
(Höf. ókunnur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2009 | 10:26
Aðalshestur
Ég veit ekki með ykkur en svona nokkuð gleður mitt hrellda hjarta
Lífstíll | Breytt 4.9.2009 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.8.2009 | 01:14
Svolítið mikið 2007. Fólk sem virðist hafa haft betri lán en vit.
Ekki þarf að horfa á allt myndskeiðið til að ...
Hvernig ætli fólkinu sem seldi íbúðina, hafi liðið undir þessum lýsingum á fyrrverandi heimili sínu. Lýsingarnar voru eitthvað á þessa leið: "Ógeð" "ónýtt" "ömurlegt"
8.7.2009 | 00:41
Að vísu ekki dýrt kveðið en örlítið heilandi? "Nágranninn"
6/7/2009
2007 Ég á minnsta húsið í götunni,
húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn rennir í pottinn hjá sér-
kólna allir ofnarnir hjá mér.
Eftir að granninn gerði upp garðinn hjá sér
skín ekki sólin lengur í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherrana í grillið til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.
Granninn á jeppa af flottustu sort,
en ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinnuna með rútunni,
en hann með einkaþyrlunni.
2008
Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.
Þegar granninn er með veislu hjá sér,
býður hann öllum, öllum - nema mér.
Elton John skemmti lýðnum í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.
Óþolandi er oft, vel stæði granninn minn,
Það trúa því fáir, að hann sé sonur minn.
2009
Nú er hann kominn á heimilið mitt
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.
Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.
Höf. óþekktur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.6.2009 | 03:05
Ærar ær og vankaðar vallabíur
Úr Pressunni:
Tasmanía:
Þetta er ekki myndin sem fylgdi fréttinni en þessi vallabía (wallaby) gæti alveg verið að vakna eftir "kvöld á akrinum".
Þetta er auðvitað ekki fyndið, en samt...
Uppdópaðar smákengúrur skaða uppskeruna
Litlar kengúrur, vallabíur, sem gæða sér á löglega ræktuðu ópíumi í Tasmaníu, komast í vímu, hoppa í hringi og traðka niður uppskeruna.
Við höfum verið í vandræðum með vallabíur á valmúaökrum. Þær verða útúrdópaðar og hoppa í hringi áður en þær detta niður. Við höfum séð hringi eftir skakkar smákengúrur í ökrunum, sagði Lara Giddings, lögmaður ástralska fylkisins frammi fyrir fjárlaganefnd.
Framkvæmdastjóri annars þeirra tveggja fyrirtækja sem rækta valmúa á eyjunni segir þekkt að dýr sem bíti valmúann hegði sér undarlega.
Við höfum oft heyrt um rollur sem ganga í hringi eftir að hafa étið valmúann eftir að við höfum slegið akrana, segir Rick Rockliff hjá Alkaloids.
Tasmanía er stærsti framleiðandi heims löglega ræktaðs ópíums fyrir lyfjaiðnaðinn og útvegar um helming hráefnisins í morfín og skyld lyf. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til þess. Þau eru með samninga við um 500 bændur sem rækta valmúa á um 20 þúsund hekturum lands.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2009 | 01:55
Hvort viljum við fara 50 ár eða hálfa öld tilbaka í lífskjörum, þægindum og munaði?
Án þess að hafa hundsvit á þessum málum, blogga ég samt um þau! Það gera margir fleiri þótt þeir viti lítið meira.
Mér sýnist stundum að valdhafar, ráðgjafar og samningafólk, viti jafnvel lítið meira en ég... stundum. Munurinn er sá að ég viðurkenni fávísi mína, fáfræði og skilningsleysi. Þar tel ég mig fremri en allavega "sumir".
Íssparnaðurinn ógurlegi ICESAVE (sem nú orðið vekur flestum óhug, hræðslu, reiði, örvæntingu og jafnvel ógleði) er það sem allt virðist velta á nú og um ÓKOMINN TÍMA.
Ég skil ekki af hverju við þurfum að borga skuld sem við stofnuðum ekki til. Skil þó að þessi böggull verður gapastokkur þjóðarinnar. Og það lengur en við viljum vita.
Sagt er að við færum 50 ár aftur í tímann í lífskjörum ef við neituðum að borga. Það væri vegna þess að við yrðum einangruð að einhverju/miklu/öllu leyti og þyrftum að láta duga fábreyttara mataræði og aðstæður sem við höfum ekki vanist á undanförnum velmegunartímum.
Ef við samþykkjum skilmála greiðslna ICESAVE, virðist einsýnt að þjóðin ræður ekki við greiðslur vaxta og afborgana. Við gætum staðið frammi fyrir því að eiga rétt til hnífs og skeiðar (jæja, þetta var "dramatískt") vegna skuldbindinga sem jafnvel NÚNA sést ekki fram úr.
Þá lentum við líklega á mjög svipuðum stað, u.þ.b. 50 ár aftur í tímann.
Ég var LIFANDI fyrir 50 árum og ég er LIFANDI núna.
Hver segir að við höfum ekki úr neinu að velja.
Ungfrú Barbie "varð til" fyrir 50 árum og tórir enn.
Þetta er minning frá því fyrir fimmtíu árum. Húsbyggingarnar virðast ekki vera frá sama tíma og þessi flotta kona í Hafnarfirði!?!
Draga saman seglin - með reisn og sjálfsöryggi <<<O>>> eða láta dragast inní ófyrirséða hringiðu.
24.6.2009 | 01:40
Kom aldrei fram hjá forstjóra FL Ragn heiði/hildi? HVERS VEGNA hún hætti eftir svo skamman tíma? Eitthvað hlýtur hún að hafa séð
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2009 | 00:21
Ótrúlegar ferðir - ótrúleg kona - síðasta tækifærið
Jóhanna Kristjónsdóttir, hin merka og klára kona, hefur um nokkurra ára skeið fylgt fjölda Íslendinga á ferðalögum í Austurlöndum nær (Miðausturlöndum).
Hún hefur leitt okkur að Rauðahafinu. Fleytt okkur í Dauðhafinu. Dulbúið okkur inní moskur. Fylgt okkur í gegnum hina undursamlegu Petru (Indiana Jones). Verið með okkur í tjaldútilegu í Sahara.
Nú hefur hún ákveðið að láta staðar numið og hættir sem "fylgdarkona" ferðamanna á þessu ári.
Síðasta ferðin verður til Egyptalands 1. nóvember til 12. nóvember. Ég veit ekkert hvert ferðinni er heitið innan Egyptalands, fann bara þessa fínu mynd á netinu :)
Heimasíða Jóhönnu er
http://www.johannaferdir.blogspot.com/
Flest okkar erum í fyrirfram sorg og eftirsjá eftir Jóhönnu því í hennar fylgd hefur maður komist næst því að finnast maður sjálfur staddur í miðri bíómynd - og það jafnvel á liðnum öldum.
Þessi færsla er bara ætluð til að æsa upp ferðaþorsta hjá þeim sem eiga eitthvað aflögu. Sjálf mæli ég með því að eyða því sparifé sem maður hefur nurlað. Ekki fór vel fyrir mínu. Vildi hafa farið víðar meðan skrokkur og skildingur leyfði.
Jóhanna fer í haust með hópum til Marokkó og Íran en þar eru víst ekki fleiri pláss laus.
Mér til skemmtunar og grobbs á elló ætla ég að segja frá því þegar ég fór til Líbanon, Sýrlands, Jemen, Jórdaníu og Lybíu.
Sana'a - höfuðborg Jemen
Í undraveröld Petra - Jórdaníu
Beirut - Líbanon
Omayad moskan í Damaskus - Sýrlandi
Höfuðborgin Trípolí - Líbíu
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)