Aðalshestur

Ég veit ekki með ykkur en svona nokkuð gleður mitt hrellda hjarta Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann notaði ekki bílbelti. Hvað segir löggan við því?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Eygló

Heyrðu, jaú, ég áttaði mig ekki á þessu. Það er líka það eina undarlega við ökuferðina  : )

Annars væri hann örugglega til í belti eða barnastól, bara ef einhverjum dytti í hug að binda hann inn í einhvern skuttogarabúnað.

Eygló, 3.9.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

HAHA ég sá þetta myndband fyrir nokkrum árum síðan, ég vil fá svona hest.  Hesturinn var með múl og taum!!  Hvað þurfa hestar meira????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Eygló

Ég held nefnilega að ég hafi séð þetta myndband eða allavega hluta af því fyrir alllöngu. Fannst það bara alveg jafn skelfilega fyndið, eða kostulegt, aftur. Já ég vil svona hest. Verð þá að kaupa mér stærra rúm. En skítt með það.

Skyldi hann skíta í klósettið? Nei, kannski í baðkerið, hentar betur rassstærðinni.

Nei, hann er yndislegur. Tókstu eftir þegar hann hvíldi kjálkana á framrúðunni? Óborganlegt.

Eygló, 4.9.2009 kl. 01:33

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Alveg dásamlegur þessi hestur og kallarnir alveg óborganlegir líka haha

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Eygló

Og huggulegheitin þegar annar þeirra breiddi yfir merarkrúttið.

Eygló, 4.9.2009 kl. 22:00

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta!

Björn Birgisson, 4.9.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Eygló

Hef velt því fyrir mér hvort hún viti HVAÐ hún er.  E.t.v. hafa gömlu gaukarnir byrjað að fara með hana sem folald í bíltúr og smám saman hefur hún gerst bílagella.

Eygló, 4.9.2009 kl. 22:49

9 identicon

Hrossið fær vonandi stundum hvíld frá þessum rullukollum og kemst í hey og haga.

Díta (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:48

10 identicon

rullukollum = ruglukollum

Díta (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:50

11 identicon

BV annars var þetta ástæðan fyrir því að ég leit inn til þín. "Meira en þriðjungur hélt að mestar líkur á því að verða ólétt væri um mitt spjaldið þegar hið rétta er að það er í byrjun og enda pakkans."

Díta (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:54

12 Smámynd: Eygló

Hahaha takk fyrir þetta.  Gott að vera kominn úr barneign; þarf ekki að hafa áhyggjur í enda pakkans!!!   Það færi alveg með miðspjaldið á mér!!! hahahah þetta er óborganlegt (-lega fáránlegt)

Eygló, 6.9.2009 kl. 00:16

13 Smámynd: Garún

Þetta var ógeðslega fyndið.  Hestar eru snillingar og færir um svo margt.  Las einu sinni grein frá dýrasálfræðingi sem sagði að ef dýrum væri leyft að leika sér soldið yrðu þau glaðari.  Jamm

Garún, 6.9.2009 kl. 20:48

14 Smámynd: Eygló

Ég held bara að við verðum öll glaðari ef við fáum að leika okkur, hvort sem við erum tví- eða fjórfætt, búksköllótt eða loðin. 

Eygló, 7.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband