Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
3.7.2010 | 15:46
Beita stjórnvöld mig ofbeldi? - svo heyri ég sagt
(...gengistryggðu lánin)
Ég geri mér enga grein fyrir því að verið sé að fara illa með mig. Kannski kemur að því, án þess að ég geri mér grein fyrir því núna.
Jafn vitlaus og ég var, að vera með gengistryggt lán, er ég vitlaus að skilja ekki að nú sé verið að grafa undan lífsviðurværi mínu með því að Hæstiréttur dæmi slíka viðmiðun ólögmæta.
Það sem olli andlegum þyngslum og hjartaöng; gífurlegt fall íslensku krónunnar, sem líkamnaðist í óyfirstíganlegum hækkunum á lánum tengdum öðrum gjaldmiðlum.
Ólík vaxtakjör í ýmsum löndum; (oftast) miklu lægri lánavextir en hér, voru forsendur þess að lánin, sem við héldum erlend, voru mun lægri vextir. Heyri oftast töluna 3%.
Auðvitað voru lánin ekki BÆÐI gengistryggð OG verðtryggð. Verðtryggt lán sem ég fékk, ber rúmlega 5% vexti (AUK verðtryggingar; FFVT). Óverðtryggð lán bundust vöxtum eins og þeir voru á hverjum tíma (8-23%)
Nú þegar forsendum fyrir þessum óvenjulega lágu vöxtum (hér á landi!) er kippt út; tengingu við "myntkörfu" , hvernig get ég ætlast til þess að halda þessum 3% vöxtum á láninu?
Yrði verðtrygging lána felld með Hæstaréttardómi, á ég þá að fá að halda áfram að borga þessi 5,1% eins og áður? Hvað ætla þá þeir sem voru hvorki með gengis- né verðtryggð lán að heimta? Verða þeir eftir sem áður að borga viðmiðunarvexti Seðlabankans? Eða bara, aþþí bara?
Geti einhver skýrt út fyrir mér að afleiðing dómsins sé þvílíkt ofbeldi gegn mér, þætti mér vænt um að fá rökstuddar skýringar. Þá get ég loksins farið að hata einhvern
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 23:32
Umsamið er umsamið
Það hlýtur að vera fullkomlega eðlilegt að bankastarfsmennirnir geri launa- og bónuskröfur í þrotabú bankans... það var UMSAMIÐ!
Það var hins vegar EKKI UMSAMIÐ að þeir gættu hags fyrirtækisins eða viðskiptavinanna.
Annars horfði ég á vel gerða mynd um hrunið, 3. og síðasta hluta, sýnda á RÚV.
Maður skilur það núna að
útrásarfíklarnir hafa verið vel samanburðarhæfir og búið yfir starfshæfni á heimsmælikvarða!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2009 | 02:37
Skuldadagar í viðskiptum mínum við BÓNUS - eindagi í nánd
Jæja þá, og það er nú svo og svo er nú það.
Þá fer líklega að koma að eindaga á skuld okkar við BÓNUS & Kompaní.
Nú virðist komið að því að súkkulaðikúlulánin sem við höfum smjattað á í 20 ár eða svo, verði gjaldfelld.
Héðan í frá tökum við að okkur að borga mismuninn á lægra vöruverði í Bónus+Co.
Allt sem við höfum talið okkur trú um, - að hafa borgað minna fyrir vörur úr Bónus er komið á hvolf. Nú endurgreiðum við líklega verð(mis)muninn
Ég hef verslað í Bónus frá því að hann var opnaður. Þess vegna hef ég "sparað" ógrynni fjár. Þess vegna ætti mér ekki að verða skotaskuld að taka þátt í að borga niðurfellingar skulda þeirra. Alsæl.
******************************************************************
*******Birt á AMX þann 30.10.2009 http://www.amx.is/vidskipti/11034/
Tugmilljarða skuld Haga mögulega afskrifuð
Tugmilljarða króna skuld eignarhaldfélagsins 1998 verður mögulega afskrifuð á næstu vikum.
Félaginu hefur verið gefinn nokkurra daga frestur til að leggja til aukið hlutafé, að því er Ríkisútvarpið greinir frá.
1998 á Haga sem reka Bónus, Hagkaup og fleiri stórar verslanakeðjur á Íslandi."
Þann 15. september síðastliðinn fór Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, fram á að sölu Baugs á Högum yrði rift. Eigendurnir hafa svarað og mótmælt riftuninni. Skiptastjóri hefur nú frest til 19. febrúar 2010 til þess að höfða mál gegn eigendunum.
Skiptastjórinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann myndi þó taka ákvörðun mun fyrr, að öllum líkindum vel fyrir áramót.
Viðskiptablaðið sagði frá því á vefsíðu sinni í dag að eigendur Haga, eignarhaldsfélagið 1998, hefði gert samning um að reiða fram fimm milljarða króna í aukið hlutafé á næstu dögum gegn því að fá að halda félaginu áfram.
En eins og staðan er nú skuldar 1998, félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu 45-50 milljarða króna vegna láns sem var slegið í Kaupþingi sumarið 2008 þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi.
En eitt er víst að ef eigendunum tekst ekki að reiða fram þetta aukna fé mun bankinn eignast félagið og einu eign þess sem er Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, 10-11 og Útilíf.
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að verðmæti Haga geti ekki staðið undir láninu. Allt bendir því til þess að bankinn muni þurfa að afskrifa tugi milljarða króna af skuld félagsins við bankann hvort sem hann mun leyfa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölskyldu að eiga félagið áfram eða leysir það til sín.
Endanleg afskrift ræðst af verðmæti hlutabréfanna í Högum.
Hvorki náðist í Sigurjón Pálsson né Regin Frey Mogensen sem sjá um málið af hálfu Kaupþings -og hafa tekið sæti í stjórn 1998 ásamt Jóhannesi Jónssyni sem kenndur er við Bónus.
Þá vildi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings ekki tjá sig um málið í dag. Upplýsingafulltrúi bankans sagði ekki unnt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu," segir enn fremur í fréttinni.
(leturbreytingar eru mínar)
Síða
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2009 | 00:34
Fjármagnseigandi og fjármagnseigandi
Mér finnst oftast talað um alla fjármagnseigendur í einu kasti.
Þó hlýtur að vera himinn og haf á milli þess að 15 ára unglingur sem sparaði og lagði í banka "aurana" sína og lagði svo jafnt og þétt eitthvert smáræði inn. Segjum að 4. október hafi hann aurað saman 200.000 krónum.
Eða hvort alvöru auðmaður sem á(tti) 500 milljónir (ótrúlega mörg yfirlit svoleiðis "útlítandi") á reikningi fjármálastofnunarinnar. Hafi hann ekki haft aðrar tekjur en fjármagnstekjur hefur hann heldur ekkert borgað til sveitarfélagsins (útsvar) eða lagt á annan hátt í sameiginlega sjóði.
Sama og með unglinginn er hægt að segja um MARGA (ekki alla) lífeyrisþega. Með aðhaldi, sparsemi, nísku og nurli hafa þeir geta komið sér upp sjóði; kannski 5 milljónir (bjartsýn núna)
Fólk í þessum hópum á það flest sameiginlegt að hafa verið narrað til að leggja t.d. í peningamarkaðssjóði. Og ég VEIT að svo var.
Sjóðir t.d. hjá Landsbankanum rýrnuðu um ca 1/3 (37%? man ekki hlutfallið)
Hverjum ætli reiði nú best af eftir tapið?
Unglingnum sem á kannski eftir 132.000 krónur (m.v. 200þús) (mínus fjármagnstekjuskatt)?
"Peningamanninum" sem á eftir um 330.000.000 krónur (m.v. 500 milljónir) (mínus fjármtsk) ?
Lífeyrisþeginn sem á eftir um 3.300.000 (m.v. 5 milljónir) (mínus fjármagnstekjuskatt)
Mér finnst ekki einu sinni að tala um þetta fólk - sama daginn
Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
Ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður.
Ég eyddi honum öllum í sparnað.
(Höf. ókunnur
8.9.2009 | 00:33
Lyklabörn lánastofnana
Bloggin mín eru rýr. Kem ekki með gáfulegar hugmyndir. Get ekki gargað á skjáinn; forsmáð forkólfa; kallað þá fávita, landráðamenn eða myrkrahöfðingja. Veit ekki hverjir eiga það skilið.
Fer hamförum í að skrifa í athugasemdir hjá öðrum. Þykist þá hafa vit að umræðuefninu. Færslan og gestir hafa undirbúið mig. Þetta var persónuleg játning getuleysi.
Þá kemur vangaveltan:
Langt er síðan; hátt í ár. Hvaða ríkisstjórn þá? Man það ekki. Geir og Ingibjörg? Jóhanna og Steingrímur?
Allt var á hverfanda hveli og séð frammá að ekkert lagaðist í bráð. Sýnt var að fólk, upp til hópa, gæti ekki staðið í skilum með afborganir af skuldum sínum. Íbúðaverð lækkaði og það sem jafn slæmt var, íbúðir seldust ekki. Verðbólgan hjó í rauneign íbúðaeigenda. En þetta vita nú allir.
Þess vegna gladdist ég sannarlega þegar staðhæft var að enginn þyrfti að yfirgefa heimili sín. Þeir áttu í versta falli að fá að leigja íbúðirnar "sínar".
Hvílíkur léttir. Að auk þess að missa eign sína, myndi fólk ekki missa heimili sín, börnin þyrftu ekki að yfirgefa heimili sitt, skóla, vini og umhverfi.
Getur einhver frætt mig á því, ef þetta er munað rétt, hvers vegna fólk er þá allt að því dregið af heimilum sínum, og nauðungaruppboðaauglýsingar fylla heilu og hálfu dagblaðasíðurnar?
Ég þekki til svo margra sem gætu lent í þessu. Auk allra þeirra sem þegar hafa lent í þessum hörmungum eða gætu átt þetta yfir höfði sér. Þetta fólk þekki ekki en vil engum svona illt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.8.2009 | 02:49
ZEITGEIST - Zeitgeist - (þýtt "Tíðarandinn")
Ekki náðu allir að sjá hina "upphaflegu" OG umdeildu mynd Zeitgeist.
Viðauki myndarinnar var sýndur fyrir nokkrum kvöldum og verður endursýndur sunnudaginn 23 .ágúst / í kvöld. Margir þeirra sem ekki sáu sjálfa myndina eru svekktir að hafa misst af henni.
Þess vegna bendi ég á að þessi mynd er til í heild sinni, án endurgjalds, á netinu. Maður þarf svosem að vera nokkuð sleipur í enskunni því auðvitað er ekki neinn texti undir.
12.8.2009 | 01:47
Þjófar með áhættuþóknun ...
... stressandi að standa í stórræðum. Best að kalla það ábyrgð.
Stjórnendur Kaupþings tekjuhærri en forstjóri Nokia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 13.12.2009 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
2.8.2009 | 01:16
Íslendingar trúa á jólasveininn
Þessu slær Lars Peder Brekk, norski landbúnaðarráðherra fram í viðtali við norska Aftenposten. Þarna líkir hann trú okkar á "sérafgreiðslu" inn í ESB við jólasveinatrúna:
Hann álítur litlar líkur á að ESB samþykki ýmsar sérkröfur um fisk.
"Landbruksminister Lars Peder Brekk sier Island tror på julenissen
dersom de tror på varige særordninger i EU for fisk"14.7.2009 | 00:24
MÁLIÐ! Öðruvísi framsetning; skiljanleg. Fyrsti stafurinn " I "
Skuldbindingar og stöður í rauntíma
Tek enga ábyrgð á tölunum. Ég GÆTI ekki einu sinni reiknað þetta á 100 árum, ja, get eiginlega tæplega LESIÐ úr þessu. :(
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.7.2009 | 01:39
Að ærast með stæl. Norðmaður gekk berserksgang.
mbl.is | 05.10.2006 |
Rústaði hyttunni í reiði sinni (innskot: hyttuna)
Rúmlega fimmtugur maður í Bærum í Noregi varð svo reiður þegar bankinn hans leysti til sín sumarbústaðinn hans að hann gekk berserksgang í bústaðnum og lagði innanstokksmuni alla í rúst. Bankinn, DnB NOR, hafði krafist þess að bústaðurinn, eða hyttan, yrði seld og höfðu tveir dómar gengið bankanum í hag í deilu um eignarhald á bústaðnum. Eftir að Bærum-manninum hafði verið tilkynnt um úrskurðinn hóf hann að vinna skemmdarverk sín. Hann sagaði gat á þakið og hellti steinsteypu yfir rafmagnstöfluna og í öll niðurföll.Þá reif hann baðherbergið og eldhúsið í tætlur, fjarlægði arininn og dreifði steypu og olíu um allt. Einnig lét hann vatn renna innandyra og bar á veggina efni sem geta gert að verkum að framvegis verði bústaðurinn óíbúðarhæfur.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)