Færsluflokkur: Spaugilegt
1.7.2009 | 13:18
Reykjavík 1926 ("Reykjavik, Capitol Of Iceland, 1926")
Leiðrétting: Óskar Þorkelsson bloggvinur reddaði þessu, hér er myndskeiðið. Fyrri texti: Reyndi fimm sinnum að koma þessu inní "YouTube" kerfið en fékk alltaf villuboð. Myndbandið er hinsvegar svo skemmtilegt, áhugavert og fræðandi, að ég set þá bara hérna inn slóðina. Þá opnar bara hver sem hefur áhuga.
1926: Flottur karl í flókaskóm; Einar Finnsson.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.6.2009 | 03:05
Ærar ær og vankaðar vallabíur
Úr Pressunni:
Tasmanía:
Þetta er ekki myndin sem fylgdi fréttinni en þessi vallabía (wallaby) gæti alveg verið að vakna eftir "kvöld á akrinum".
Þetta er auðvitað ekki fyndið, en samt...
Uppdópaðar smákengúrur skaða uppskeruna
Litlar kengúrur, vallabíur, sem gæða sér á löglega ræktuðu ópíumi í Tasmaníu, komast í vímu, hoppa í hringi og traðka niður uppskeruna.
Við höfum verið í vandræðum með vallabíur á valmúaökrum. Þær verða útúrdópaðar og hoppa í hringi áður en þær detta niður. Við höfum séð hringi eftir skakkar smákengúrur í ökrunum, sagði Lara Giddings, lögmaður ástralska fylkisins frammi fyrir fjárlaganefnd.
Framkvæmdastjóri annars þeirra tveggja fyrirtækja sem rækta valmúa á eyjunni segir þekkt að dýr sem bíti valmúann hegði sér undarlega.
Við höfum oft heyrt um rollur sem ganga í hringi eftir að hafa étið valmúann eftir að við höfum slegið akrana, segir Rick Rockliff hjá Alkaloids.
Tasmanía er stærsti framleiðandi heims löglega ræktaðs ópíums fyrir lyfjaiðnaðinn og útvegar um helming hráefnisins í morfín og skyld lyf. Tvö fyrirtæki hafa leyfi til þess. Þau eru með samninga við um 500 bændur sem rækta valmúa á um 20 þúsund hekturum lands.
6.5.2009 | 22:48
Hagfræðiskýring á hruni bankanna - á mannamáli
Höfundur ókunnur. Heill honum að setja gang mála í samhengi sem maður skilur:
EITTHVAÐ KUNNUGLEGT?
Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinum - sem flestir eru atvinnulausir alkar - að drekka út á krít.
Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni
Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Esterar í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.
Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf - sem virt áhættumatsfyrirtækihafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli - ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.
Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Esterar borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Ester getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Ester vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.
Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.
Nýr skattur er lagður á: ->
Bindindismenn eru látnir borga brúsann.
Spaugilegt | Breytt 7.5.2009 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mjög stutt myndskeið.
25.4.2009 | 03:37
Hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í fiskitorfu?
Ég legg það alls ekki í vana minn að gera grín að minnimáttar. Er eiginlega heldur ekki að því núna. Kveikjan að fyrirsögninni er orðanotkun forystumanns flokksins (Guðjóns?)
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hann nota þessi orð og nú aftur í forystumannaviðtali í sjónvarpinu: "Við verðum bara að ganga í þetta með köldu höfði"
Í fyrra skiptið hélt ég að þetta hefði kokast útúr honum, óviljandi, en úr því að hann kemur með þetta aftur núna (kannski var sama kassettan í honum) hlýtur þetta að vera meðvituð framsögn.
Fiskar eru með kalt blóð >>> því hljóta þeir að hafa kalt höfuð. Ef Guðjón vill gera hlutina með köldu höfði, gæti hann verið fiskur.
Samsærið sé ég svo í því að F-listinn hefur haft fiskveiðar efst á sínum listum og kunna nú allir að hafa orðið sér út um tálkn, kvarnir og kalda hausa.
Hvernig framkvæmir maður annars með köldu höfði?
Mynd frá flokksfundi? Hvað veit ég? Einhverjir þarna eru með kalt höfuð.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2009 | 23:18
FLJÓTLEGASTA leiðin til að FALLA á áfengisprófi
Þótt þetta sé kannski ekki til að hafa í flimtingum, þá er ég nokkuð viss um að þið fyrirgefið mér að hafa sett þetta hérna inn.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.4.2009 | 00:26
Eyddi of miklu í karlmenn og brennivín
Nú verður maður að spara á flestum ef ekki öllum sviðum eins og allir vita.
Eftir fallið hef ég aðeins drukkið kogara, portúgal, spíra og kardó.
>
>
> Það vandaðist þegar kom að því að minnka við mig í karlmönnunum, - og góð ráð dýr. En alltaf finnur maður leið >>>
Fyrir viðkvæma: Myndin er tekin með vitund og leyfi myndefnis, sem klæddi sig uppá sjálft, til gamans.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)