Færsluflokkur: Bloggar

MANNANÖFN sem hljóma ókunnuglega í eyrum (hvar annars staðar?) ( I )

Fyrir alllöngu birti ég góða runu mannanafna. Mér þóttu þau sérkennileg og sum allt að því ljót.

Sá listi náði aftur á 19.öld og mörg nafnanna ekki notuð lengur.

Nú sendi vinur mér nýjan lista; lista yfir núlifandi fólk.  Þess vegna eru þarna mörg nöfn sem sumum þykir bara "venjuleg"

Birting þessara nafna eru ekki á neinn ætluð til að gera lítið úr eigendum þeirra, heldur vegna þess að þau eru forvitnileg og mörg sem koma manni algerlega á óvart; vissi ekki að þau væru til.

Abelína Bótólfur
Aðalfríður Brimdís
Addbjörg Brimhildur
Ædís Bryngeir 
Æsa Burkni Reyr
Æsgerður Dagmey
Æska Dagnýr
Agga Daldís Ýr
Alex ÁlfþórDanival
Alfífa Dína
Alida Dolinda 
Alla BertaDómald
Alvilda Draupnir
Ámundínus Dúi
AnaníasDvalinn
AnnasDýrley 
Annika Dýrmundur 
Ármey Dýrólína
Ármey Eðalrein 
Arna ViðeyEdilon Hellertsson
Árninna Eðna 
ÁrnmarEggþóra 
Arnviður ÆvarrEgilína 
ÁrþóraEilífur Örn
Ásólfur Einfríður
ÁsólfurEinfríður 
Ásta SólliljaEinína 
Aþena Mjöll Eirný Þöll 
Auðlín Elbergur 
Auðna Hödd Eldur 
AuðrúnElentínus 
Auðunn Skúta Elíeser
Baldína HildaElínbjört
Baldrún KolfinnaElinór 
Baltasar BrekiEllisif 
BaugurElspa
BeitirEngiljón
BenneyEngilráð 
BergkvistErlar 
BerglínErlendsína 
Betúel BetúelssonErlín 
Bjarmi Erlín 
BjarnínaErmenga 
Bjartur LogiEsjar
Blædís DöggEster Úranía 
Blængur BlængssonEstiva 
BöðvínaEuphemía (Efemía hjá X)
Borga

Evlalia 

 

Áfram með stafrófið næst : )


Reykjavík 1926 ("Reykjavik, Capitol Of Iceland, 1926")

Leiðrétting:   Óskar Þorkelsson bloggvinur reddaði þessu, hér er myndskeiðið.  Fyrri texti:  Reyndi fimm sinnum að koma þessu inní "YouTube" kerfið en fékk alltaf villuboð.  Myndbandið er hinsvegar svo skemmtilegt, áhugavert og fræðandi, að ég set þá bara hérna inn slóðina. Þá opnar bara hver sem hefur áhuga. 

  

1926_Einar_Finnsson_jj

1926:  Flottur karl í flókaskóm;  Einar Finnsson.


Kom aldrei fram hjá forstjóra FL Ragn heiði/hildi? HVERS VEGNA hún hætti eftir svo skamman tíma? Eitthvað hlýtur hún að hafa séð

Ekki
mbl.is Tugmilljóna einkaútgjöld á viðskiptamannareikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auður og Ógildur

... þau mektarhjón.

Sértu að hugsa um að skila auðu, mæta ekki á kjörstað eða ónýta kjörseðilinn þinn, þá hefurðu auðvitað leyfi til þess, en verður þá líka að vera sáttur við að sú "aðferð"styður þá sem mest fylgið fá.

En frelsið til að FÁ að kjósa er nú flestum dýrmætara.

Ef þú ert eins og margur; ekki viss um hvað kjósa skuli, nennir ekki á kjörstað eða skutlar snifsinu auðu í kassann, pældu þá í hvað það þýðir (nei, nei, engin hótun)

Dæmi, ef:

xD   fengi 20%

xV   fengi 30%

xS   fengi 32%

xB   fengi   7%

xO   fengi   8%

Aðrir           3%

Þá hefur þitt auða eða ónýta atkvæði, eða heimaseta, sama gildi hlutfallslega og þessar % sem koma fram, t.d. færu 20% til Sjálfstæðisflokks og 30% til Vinstri grænna.  Ef þér líst ekki nógu vel á neinn, gáðu hvort þér líst þá ekki allavega ILLA á eitthvert framboðiðTounge

Í öllum bænum notum a.m.k. ÚTILOKUNARAÐFERÐINA frekar en að ónýta þennan lýðræðislega rétt okkar. 

 

puppets1

Hefur Frjálslyndi flokkurinn breyst í fiskitorfu?

Ég legg það alls ekki í vana minn að gera grín að minnimáttar. Er eiginlega heldur ekki að því núna.  Kveikjan að fyrirsögninni er orðanotkun forystumanns flokksins (Guðjóns?)

Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hann nota þessi orð og nú aftur í forystumannaviðtali í sjónvarpinu:  "Við verðum bara að ganga í þetta með köldu höfði"

Í fyrra skiptið hélt ég að þetta hefði kokast útúr honum, óviljandi, en úr því að hann kemur með þetta aftur núna (kannski var sama kassettan í honum) hlýtur þetta að vera meðvituð framsögn.

Fiskar eru með kalt blóð >>> því hljóta þeir að hafa kalt höfuð. Ef Guðjón vill gera hlutina með köldu höfði, gæti hann verið fiskur.

Samsærið sé ég svo í því að F-listinn hefur haft fiskveiðar efst á sínum listum og kunna nú allir að hafa orðið sér út um tálkn, kvarnir og kalda hausa.

Hvernig framkvæmir maður annars með köldu höfði?

 

Emil_stor-fiskur

Mynd frá flokksfundi?  Hvað veit ég?  Einhverjir þarna eru með kalt höfuð.


15. apríl ... "píkurnar" úr!

... dekkjunum "altso".

Síst af öllu vil ég gera grín að bestu vinum okkar, Færeyingunum, en tungumálið þeirra kemur bara svo oft skemmtilega út.  Ég veit fyrir víst að þeira hlæja líka að sumum orðum sem við notum. Hva, þetta eru auðvitað náskyld mál, jah, eiginlega tvíburar.  Hví skyldum við ekki hlæja hvert að öðru í græskuleysi?

Margir kannast við tilkynningu frá umferðanefnd? þar í landi. Það fer kannski um suma við tilhugsunina:

"Frá sunnudegnum 15. oktober er aftur loyvt at brúka píkur.
Tað kann hugsast, at sumir verða freistaðir at seta píkurnar upp
undir komandi vikuskiftið, en ikki ráðiligt at seta píkarnar undir
til dømis fríggjadagin ella leygardagin, bara frá sunnudegnum"

kisa_ice2

 

 


Útrýmingarsala stjórnmálaflokka

Ósýnilegt blek,

sjálfseyðandi blek, 

skammtímablek,

leiðréttingarborðar,

yfirstrikunarpennar,

múlar,

lygamælar,

skóflur,

peningaskápar,

haugsugur,

sparibaukar,

hrossabrestir,

handsöl,

hnappheldur,

sótthreinsunarefni,

skítalyktareyðir,

óværufælur,

gúmmístígvél,

ullarsokkar,

brosklemmur,

stólalím,

geislabaugar,

skiptilyklar og

axarsköft í miklu úrvali, fullur lager.

..%5Cimages%20shop%5C441axe

Ýmislegt fleira í svipuðum dúr fæst, aðeins þarf að panta. Þetta er allt þarna. 

Fæst gegn óhóflegum býttum eða annars konar viðurgjörningi.

Sel þetta ekki dýrara en ég keypti; undirr.


Hrína af því þau grættu hinn

Flestir hljóta að þekkja það þegar krakkar (á öllum aldri) hafa gert eitthvað af sér, eru tugtuð og skömmuð.  Þá fara þau oft að væla, yfir því að hafa verið skömmuð.

Allt endar afturábak eins og skrattinn á hækjum > > > 

Þau brutu af sér (lömdu bróður sinn eða gerðu einhvern óskunda)

Þau síðan skömmuð.

Þau svo barma sér og hrína.

(Fórnarlambið eða atvikið löngu orðið aukaatriði í leikritinu)

Mbl-ÞKG: "Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná okkar gamla fylgi aftur. Í ljósi atburða vetrarins hefur spjótunum verið beint að okkur. Aðrir flokkar eins og Framsókn, og sérstaklega Samfylkingin, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu. Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks,“ segir Þorgerður. Hún segir það með miklum ólíkindum að Samfylkingin hafi komist hjá því að gera upp hlutina.


Greindar vísitölur

Það getur ært óstöðugan að fylgjast með, skilja og vita hvernig nýta eigi vísitölur. Enda notaðar við mismunandi aðstæður.

Ekki skil ég notagildi þeirra allra og síst af öllu hvernig þessar vísitölur „verða til"; hvað býr að baki útreikninganna og hver sér um þá útreikninga. Flestir kannast við:

Neysluverðs-vísitölu       (a) til verðtryggingar b) með húsnæði c) án húsnæðis

Lánskjara-vísitölu

Byggingar-vísitölu

Launa-vísitölu

Greiðslujöfnunar-vísitala          (hugtak sem almenningar notar sjaldnast)

 

Margir bölsótast yfir verðtryggingu; tengingu við einhverja þessara vísitalna. Því er þó ekki þannig farið með mig. Vík að því síðar.

Það sem mér er þó óskiljanlegt, ef ég fer þá rétt með staðreyndir, er að ýmsar vörutegundir (stundum lítt þekktar/notaðar) skuli geta stýrt stöðu einhverrar vísitölu þannig að afborganir, og þar með lánin, verðtryggðra (vísitölutryggðra) -lána breytist (hækki)

Hvernig má það vera að uppskerubrestur í Brasilíu, hækki íbúðalánin okkar. Jæja, þetta var e.t.v. ekki rétt vísitala, en allavega komi við verðbólguþróun.

Ekki man ég eftir lækkun vísitalna. Og svo virðist sem eina vísitalan sem ekki bólgnar hjá okkur, sé greindarvísitalan.

Allar leiðréttingar, leiðbeiningar eru sannarlega vel þegnar.  Eins og ég sagði í upphafi, getur þetta ært óstöðugan og í þeim hópi er ég.


ALLT sem mig hefur ALLTAF langað að vita en ALLS ekki fattað. En þessi veit það.

(Ja, hvar væri maður staddur ef ekki kæmu til svona góðar skýringar og leiðbeiningar? Ég hefði annars bara haldið áfram að vera hérna úti í sólinni.)

Lásuð þið með athygli, Mbl.fréttina?  - - - Beint vitnað - útdráttur.

Það sem ISG telur þurfa (Ja, aldrei hefði manni dottið það í hug):

mbl.is | 26.1.2009 | 12:27

"Ingibjörg Sólrún: Þurfum öfluga starfsstjórn"

"...að það þurfi að vera öflug starfsstjórn .... sem nýtur trausts til að takast á við þau verkefni.... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling.... að verkefnin væru mörg og brýn. ....Ef hún á að njóta trausts þá þarf að vera góð forysta...„Samfylkingin gerir kröfur til þess að það verði .... Trúverðug og öflug forystaÁstandið geti ekki verið áfram eins og það er nú. Það sem skipti máli er að ríkisstjórnin njóti trausts meðal fólks.... mjög mikilvægt að okkar mati að hér sé kröftug ríkisstjórn með öfluga forystu .... þurfi að finna traustan og trúverðugan einstakling til þess að leiða stjórnina.  Sagðist Ingibjörg Sólrún telja að Samfylkingin sé vel í stakk búin til þess að leiða ríkisstjórnina án þess þó að hún sjálf verði forsætisráðherra.

Og maður hélt að allt væri í fínasta lagi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband