Hagfræðiskýring á hruni bankanna - á mannamáli

Höfundur ókunnur. Heill honum að setja gang mála í samhengi sem maður skilur:

EITTHVAÐ KUNNUGLEGT?

Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinum - sem flestir eru atvinnulausir alkar - að drekka út á krít.

Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni

Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild  Esterar  í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.

Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf - sem virt áhættumatsfyrirtækihafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli - ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.

Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar  Esterar  borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki.  Ester  getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi  Ester  vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.

Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.

Nýr skattur er lagður á:  ->

Bindindismenn eru látnir borga brúsann

 

n25717756_32726338_4371


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góð lýsing á aðdraganda þjóðargjaldþrotsins.

Arinbjörn Kúld, 6.5.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

besta lýsing sem ég hef séð á okkar kreppu.. og kreppu alheimsins..

Óskar Þorkelsson, 6.5.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Frábær dæmisaga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Björn Birgisson

Nú er gott að vera ekki bindindismaður! Frábær færsla! Er þetta bara ekki frjálshyggjan í hnotskurn? Að lána og taka lán þar til allt hrynur, beggja vegna borðsins.

Besta færsla sem ég hef lesið í langan tíma. Skál!

Björn Birgisson, 7.5.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

og það er búið að flækja þetta fyrir okkur allan þennan tíma. Ein dæmisaga skýrir þetta að jafnvel ég skil þetta loksins.

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Minnir á eitthvað annað....hvað var það nú aftur!

Rut Sumarliðadóttir, 7.5.2009 kl. 13:46

7 Smámynd: Björn Birgisson

Einu sinni var drykkfelld kona spurð af hverju hún drykki svona mikið.

"Ég drekk bara til að gleyma"

"Gleyma hverju?"

"Ég man það ekki!"

Björn Birgisson, 7.5.2009 kl. 17:17

8 Smámynd: Eygló

hahahahaha, þennan ætla ég að nota Björn.  Drekk reyndar ekki en er andskotanum gleymnari og óstundvísari.  Mun nota þetta í einu formi eða öðru. Man ekki hvað ég var að pæla.

Eini sem ég á, í svipuðum dúr var þessi um manninn sem sat í strætó í London (sennilega 2 hæða vagni). Hann var með pappírsmiða og alls kyns blöð alltaf með sér. Tætti pappírinn í mjög smátt (drífusmátt) og henti handfylli af honum út um gluggann, svona með reglulegu bili.  Strætóþjóninum var farið að leiðast þetta; þetta væri sóðaskapur og að auki var hann orðinn forvitinn.  Dag nokkurn gekk hann að manninum sem í þann mund var að henda lúkufylli, og spurði hann hvers vegna í ósköpunum væri að þessu.  "Þetta heldur fílunum í burtu".   "Já, en það eru engir fílar hér".  "Þarna sérðu, þetta virkar"

Eygló, 7.5.2009 kl. 18:24

9 identicon

Mjög góð samlíking...eiginlega svo góð að mig er farið að langa í bjór en skammast mín fyrir að drekka hann eftir lesturinn! 

eikifr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:43

10 Smámynd: Eygló

Nei, Eiki, nú er kominn tími á að bindindisfólkið fái kvótann sinn.  Góði, ef þú hefur ekki illt af því, fáðu þér þá bjór og þá frekar tvo en einn

Eygló, 7.5.2009 kl. 20:38

11 identicon

Þetta er mjög góð lýsing ("Lýsing"). Það versta er að þessir fjárglæframenn gátu keypt margfalt meira en aðrir, fyrir þessa þykjustupeninga, af verðmætum sem vinnandi fólk framleiddi. Vinnandi fólk situr hins vegar eftir allslaust eftir að aðrir stálu afrakstrinum af þeirra framleiðslu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:27

12 Smámynd: Eygló

Húnbogi, já, skv. þessu fóru þeir, og voru, á sinni eigin tegund af fylleríi á þar til gerðum ölhúsum og skuldirnar sem þannig urðu til.... borga þeir sem ekki voru "memm" á djamminu!  Ef ég færi í hjartastopp, yrði sennilega nóg að hvísla að mér: "útrásardrísill" og hjartað tæki kipp(i) og reiði og skömm einni

Eygló, 8.5.2009 kl. 00:09

13 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frábær færsla! Útskýrir allt. Gubbubréf, hahaha!

Úrsúla Jünemann, 8.5.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband