25.4.2009 | 14:17
Auður og Ógildur
... þau mektarhjón.
Sértu að hugsa um að skila auðu, mæta ekki á kjörstað eða ónýta kjörseðilinn þinn, þá hefurðu auðvitað leyfi til þess, en verður þá líka að vera sáttur við að sú "aðferð"styður þá sem mest fylgið fá.
En frelsið til að FÁ að kjósa er nú flestum dýrmætara.
Ef þú ert eins og margur; ekki viss um hvað kjósa skuli, nennir ekki á kjörstað eða skutlar snifsinu auðu í kassann, pældu þá í hvað það þýðir (nei, nei, engin hótun)
Dæmi, ef:
xD fengi 20%
xV fengi 30%
xS fengi 32%
xB fengi 7%
xO fengi 8%
Aðrir 3%
Þá hefur þitt auða eða ónýta atkvæði, eða heimaseta, sama gildi hlutfallslega og þessar % sem koma fram, t.d. færu 20% til Sjálfstæðisflokks og 30% til Vinstri grænna. Ef þér líst ekki nógu vel á neinn, gáðu hvort þér líst þá ekki allavega ILLA á eitthvert framboðið
Í öllum bænum notum a.m.k. ÚTILOKUNARAÐFERÐINA frekar en að ónýta þennan lýðræðislega rétt okkar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf fordæmt það að kjósa ekki eða skila auðu. Því að þeir sem það gera, eru að samþykkja ALLT með þögninni og hafa þá ekki efni á að kvarta.
En meðan fimmti hver kjósandi kýs X-D og fólk hagar sér ennþá eins og það sé þenslutími, þá er þetta vonlaust. Ég held að ég nenni ekki að fara á kjörstað. Nota tímann frekar í að leita að vinnu erlendis.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:43
Það hefur hver sinn rétt til að fara hvernig sem hann vill með sinn kjörseðil og kosningarétt. Það sem þú reynir að telja "mér" trú um er ekkert merkilegra en flestir aðrir hafa að segja um þessi mál. Hvernig er hægt að segja að "þessi lýðræðislegi réttu" okkar sé frekar eyðilagður með einni aðferð frekar en annarri. Það fólk sem svona lætur er fyrst og fremst að vinna útfrá sinni "pólitísku" skoðun og er oftast að telja fólki trú um, á beinan eða óbeinan hátt að hún sé það "eina rétta".
Það besta sem fólk getur gert fyrir aðra er að láta það í friði með sinn kosningarétt, annað finnst mér lýsa "stjórnsemi" á sérkennilegu stigi.
Ekki taka þetta "persónulega"
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:44
Páll Takk fyrir að setja þennan fyrirvara í lokin (ég það viðkvæm að ég tek flest nærri mér : (
Kannski hef ég orðað þetta asnalega en ég velti bara fyrir mér afleiðingunum af því að nýta ekki atkvæðið mitt. Ég t.d. mun kjósa einn af þeim þremur flokkum sem eru í "efstu sætunum" m.v. skoðanakannanir.
Í textanum mínum er: "þá hefurðu auðvitað leyfi til þess". Það setti ég til að reyna að fyrirbyggja að þetta liti út sem "áróður á kjördegi".
Í stuttu máli, langaði mig að geta þess að einmitt vegna þess að ég hef full yfirráð yfir atkvæði mínu, þyrfti ég að gera mér grein fyrir því hvað hinar ýmsu aðferðir þýddu. Auðvitað eru flestir meðvitaðir um það, en ég VAR það ekki.
Ef vinur minn setur ekki olíu á bílinn, langar mig að benda honum á afleiðingarnar, en hugsa ekki með mér: "Þetta er bíllinn hans" Hafi hann vitað þetta, þá er það auðvitað flott og ég segi: "Ég vildi bara benda þér á þetta" Málinu lokið.
Eygló, 25.4.2009 kl. 15:40
Allir aular kjósa. Annað er svo aulalegt!
Björn Birgisson, 26.4.2009 kl. 02:10
Ég kaus X-V..... það er eins og að reyna að toga í skip sem er að farast.... Hinum megin vokir X-D eins og djöfullinn sem vill okkur öllum illt.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 02:54
Ég kaus VG. Mjög sátt við það.
Rut Sumarliðadóttir, 26.4.2009 kl. 17:38
Vei, vei, vei, nú veit ég allavega um TVO sem kusu Vg eins og ég.
Eygló, 26.4.2009 kl. 17:47
Hvað eiga afkvæmi Auðar og Ógilds svo að heita ?
Dettur ýmislegt í hug, fæst prenthæft.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 22:00
Deila með vinum sínum Hildur! Óprenthæft er svo spennandi!
Björn Birgisson, 30.4.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.