12.2.2009 | 02:31
Nýtum tímann, koðnum ekki niður, finnum samherja
Námskeiðin eru opin öllum og það er ekkert þátttökugjald.
Nýttu tímann:
Námskeið – Fyrirlestrar – Samvera
er ætlað að ná til atvinnulausra og þeirra sem hafa þurft að minnka við sig vinnu. Verkefnið er að sjálfssögðu opið öllum en áhersla er lögð á að ná til fyrrgreindra hópa. Áhersla er lögð á að leiðbeinendur komi úr röðum sjálfboðaliða og atvinnulausra. Leiðbeinendurnir þurfa ekki að vera fagmenn heldur bara sjálfboðaliðar með kunnáttu á viðfangsefninu hverju sinni.
Námskeiðin verða
mars, apríl og maí
á
mánudögum og miðvikudögum
kl. 10-13
í sjálfboðamiðstöð Rauðakrossdeildar Kópavogs
Hamraborg 11, 2.hæð
Kanntu fatasaum, Tai Chi, jóga, skák, bridds eða á GPS-tæki? Gætirðu hugsað þér að stjórna söngstund eða búa til súpu fyrir þátttakendur? Endilega komdu, og við hjálpumst að.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég kann ýmislegt, en ég er ennþá í fullri vinnu. Ég veit ekki hversu lengi það verður, þar sem rekstur veitingahúsa er í járnum í dag.
Gott að vita af svona þjónustu, ef á þarf að halda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2009 kl. 02:35
Ég segi nú bara; Guði sé lof fyrir þá sem ekki þurfa á að halda. En er ekki líka svolítið gott að "vita af" eins og þú skrifar? Það verður þá e.t.v. ekki algert þverhnípi ef allt breytist.
Eygló, 12.2.2009 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.