Umsamið er umsamið

Það hlýtur að vera fullkomlega eðlilegt að bankastarfsmennirnir geri launa- og bónuskröfur í þrotabú bankans... það var UMSAMIÐ!

Það var hins vegar EKKI UMSAMIÐ að þeir gættu hags fyrirtækisins eða viðskiptavinanna.

Annars horfði ég á vel gerða mynd um hrunið, 3. og síðasta hluta, sýnda á RÚV.
Maður skilur það núna að

útrásarfíklarnir hafa verið vel samanburðarhæfir og búið yfir starfshæfni á heimsmælikvarða!

Hrun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Starfs- og samanburðarhæfni "okkar" blikna þó í samanburði við það hvað "við" vorum/erum öðrum þjóðum almennt miklu fremri...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 02:19

2 Smámynd: Eygló

Núna vorum "við" fremst í drullusokkshætti, ekki einu sinni miðað við fólksfjölda.

Ég vil byggja rammgerða meðferðarstofnun fyrir þessa "drengi". Þetta getur ekki hafa verið annað en fíkn, bæði hjá "okkar" og þeirra.

Eygló, 21.11.2009 kl. 04:36

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Eygló -- þó það komi ekki þessai færslu þinni við -- þakka fyrir tilboð þitt sem ég var að fá í tölvunni. Ég lít oft á bloggið þitt en ég hef tekið þá stefnu að hafa ekki fleiri bloggvini en svo að ég komist yfir að fylgjast með þeim. Mun því ekki samþykkja fleiri að sinni. Ekki taka það illa upp, það er engan veginn persónulegt.

mbkv.

Sigurður Hreiðar, 21.11.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sigurður Hreiðar er nú alveg.. veit greinilega ekki hverslags kjarnakvinnu hann er að hafna!

það er svo UMSAMIÐ milli mín og almættisins, að hætta aldrei við þig né HHS (fyrst hún er hérna líka)

Magnús Geir Guðmundsson, 22.11.2009 kl. 03:08

5 Smámynd: Eygló

Magnús, þú getur ekki ímyndað þér hvað það gleður mitt hrellda hjarta að vita af sönnum stuðningsmanni.

Án alls gríns, styrkir alltaf lítið hjarta, þótt í stórum búk sé, að fá e-s konar viðurkenningu. Þakka þér fyrir það.

Magnús, fyrirgef honum því hann veit ekki hvað hann gjörir! 

Eygló, 22.11.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Eygló

Sigurður Hreiðar, skil og met þína afstöðu. Búin að skrifa í gestabókina þína! .... Nei, nei, bara ljúft

Eygló, 22.11.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband