Oft skil ég ekki fólk

Væri ég skólastjóri eða hefði einhver völd í skóla, leyfði ég krökkum frá öllum trúarhópum að setja upp tákn sinnar trúar.

"Fjölmenningarskólar"  hér á landi eru líklegast í svolitlu basli sem á e.t.v. eftir að versna.

Austurbæjarskólinn er hvað þekktastur fyrir að hafa nemendur frá mörgum þjóðlöndum.
Frægt var af endemum þegar ákveðið var að taka svínakjöt og e.t.v. fleira, af matseðli barnanna.  Nú væri svo komið að trúarbrögð ýmissa nemenda leyfðu ekki svínakjötsát.

Í staðinn fyrir t.d. að útbúa annað fyrir þá, nú eða "redda" með einhverju, þá var þessi matur tekinn af ÖLLUM (mér væri sama, et ei svín - af bragðástæðum, ekki trúarbragða)

Aftur að mér sem skólastjóra: Cool

Flokkuðust öll börnin undir kristni - mætti hafa krossa út um allt og snúrur úti í garði, fyrir mér (munið þessar gömlu)

Svo í hvert sinn sem barn frá öðrum trúarbrögðum innritaðist í skólann mætti það koma með "sitt tákn" og hengja upp, t.d. við hliðina á krossinum  Halo

Krossar, hálfmánar, Shivur, Divur, Óðinn/eða Þór.  Allt eftir því sem þeirra trú eða trúleysi notaði fyrir tákn.

Væri ekki bara sniðugt að þau fengju að læra og kynnast því að við förum ekki öll eftir sömu leiðum í lífi og trú eða trúleysi og erum samt bara harla góð - öll?


mbl.is Ítalir æfir yfir krossabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er fylgjandi því að blanda trúarbrögðum ekki við skólann.  Ef foreldrar vilja að börnin fái trúaruppeldi verða foreldrarnir sjálfir að mennta börnin eða söfnuðurinn sem þau tilheyra.  Burt með trúarbrögð úr skólunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2009 kl. 02:22

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Já, ég held að burt séð frá viðhorfi manna til trúar séu tákn trúarbragðanna og hegðunarmynstur ekki æskileg í skólakerfinu. Það að aðskilja þá hegðun frá skólakerfinu og hinu opinbera held ég einmitt að sé lykillinn að því að trúarhópar búi saman án vandræða, því þá læra börnin snemma að skilja slikar sérþarfir eftir við dyrnar heima hjá sér og eru þeim mun reiðubúnari að lifa í fjölmenninarþjóðfélagi á eftir.

Er það ekki nokkuð rökrétt hjá mér?

Annars endar þetta bara með rifrildum á vinnustöðum, í íþróttahöllum, í almenningsgörðum og svo framvegis. Við megum ekki láta eftir öfgafólki í þessum efnum. Það vill ekkert venjulegt trúfólk standa í svona stappi, þetta eru öfgar.

Kristinn Theódórsson, 5.11.2009 kl. 08:30

3 Smámynd: Eygló

Gott og vel, ég held ég hafi þegar skipt um skoðun Kristinn.
Þú rökstuddir og ert u.þ.b. að ná að sannfæra mig.
Kann að meta þá sem æsa sig ekki þótt þeir séu ósammála.

Líklega best (skást) þannig. 

Velti núna fyrir mér "Litlu jólunum".  Yrði þá að sleppa þeim?  Eða verða foreldrar sem ekki vilja láta börnin "skaðast"  þá bara að halda sínum börnum heima.

Þú verður? að viðurkenna að þetta er assgoti flókið.

Vonast til að fá meira spjall frá þér.

Eygló, 6.11.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Nja, litlu jól eru hefð og að hverfandi litlu leyti trúardæmi í framkvæmd eða anda - eftir minni reynslu - en kannski ekki ef um Betlehemsleikrit eru að ræða...

Svona púrískt séð ætti að henda þeim út líka, en ef við köllum jólin sólstöðuhátíð má líta svo á að þetta geti ekki skipt máli og meira atriði sé að færa allavega ekki fleiri trúarsiði inn í skólahaldið.

Í mínum skóla voru bara kerti og litlar gjafir. Ekkert að því.

Kristinn Theódórsson, 6.11.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Eygló

Jólasveinninn gaf mér þó epli!  :)

Ef við færum að tengja t.d. Litlu jólin við sólhvörf, - færu þá ekki kristnir að fjasa yfir því að þetta væri heiðið og t.d. Ásatrúarfólk, að verið væri að blanda kristni við heiðinn sið?

Þótt jólin okkar hafi verið til sem hátíð til að halda uppá að nú færi sólin að færast nær og daginn að lengja, þá tengja flestir nú á dögum jólin við rjúpurnar, - nei, ég meina Ésú.

Heldurðu að við leysum þetta nokkuð núna? 

Eygló, 6.11.2009 kl. 01:08

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Styð frekar hugmynd Eyglóar um að lofa fleiri trúartáknum að hanga á opinberum stöðum eins og skólum. Ég held að með því að kenna börnum frá upphafi að þau geti unað saman, unnið saman og leikið sér saman hvort sem tákn fyrir þeirra trú er íbjúgt eða kantað sé von til að þau geti einnig átt samlyndi sem fullorðið fólk. Það á einmitt að kenna trúarbrögð og trúarbragðasögu í skólunum til að reyna að opna augu kynslóðanna fyrir því að trúarbrögðin eru öll af sömu rót, hvernig sem mennirnir hafa afvegaleitt þann grundvöll gegnum tíðina.

Túarþörf mannsins sjáum við m.a. núna gegnum þá sem kenna sig við vantrú og berja þá lífsskoðun (trú) fram af einstöku ofstæki.

Sigurður Hreiðar, 6.11.2009 kl. 12:14

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sigurður Hreiðar

Það er kannski rétt hjá þér. Kannski munu menn síður fara að heimta aðskilin bænaherbergi fyrir hver trúarbrögð í Háskólanum og víðar ef börnin eru alin upp við að öll þessi tákn megi og eigi að vera saman í einni sæng.

Annars ertu á hálum ís með þetta með sömu rótina. Það fer afskaplega mikið eftir trúarsannfæringu, menningu og fleira hvort trúfólk sættir sig við að látið sé að því liggja að þetta sé í raun allt sama dæmið. En það er kannski engu að síður besta leiðin að moka þessu öllu í einn pott fyrir börnunum og þannig milda þá aðskilnaðarþörf.

Helst vildi ég þó sjá einhverja húmaníska persónustyrkingu í skólakerfinu, án nokkurrar trúarinnrætingar, annarrar en þeirrar að við eigum að vera góð við hvort annað.

En af hverju ferðu úr í þessa vanhugsuðu sálma með vantrúaða og ofstæki? Ég skrifa mikið um trú og trúleysi og hef gaman af þeirri umræðu. Það þarf enginn að lesa eða taka þátt frekar en e hann vill, en ég hef að sjálfsögðu mínar skoðanir og er ekkert feiminn við að fjalla um þær. Það er ekkert ofstæki fólgið í því. Hinsvegar get ég vel tekið undir að t.d. DoctorE sé allt of víða að fjasa, er það hann sem er að skaprauna þér?

Flestar umræður sem verða áberandi fjalla um að trúin og kirkjan sé á einhvern hátt eina leiðin til siðgæðis og árangurs. Slíku bulli mótmælum við hástöfum, enda ákveðinn dómur felldur yfir okkur með slíku tali.

Lífsskoðun er ágætt orð, en trú á ekki við um vantrúaða (trúlausa), vertu nú ekki með það leiðindanöldur.

Kristinn Theódórsson, 6.11.2009 kl. 13:26

8 Smámynd: Eygló

Já, Sigurður, þú kemur skoðun minni eiginlega betur í orð, - en ég!   :)

Velti líka fyrir mér ástæðunni fyrir að t.d. trúlausir óttist svona "skemmdir" af völdum tákna annarrar trúar. Ég lít svo á að trúleysi sé ein útgáfa af trú?!
Treysta foreldrar sér ekki til að "tala um fyrir" börnum sínum þangað til þeim finnst tími til kominn að þau taki ákvörðun sjálf?

Umburðarlyndi barna og fullorðinna gagnvart "öðruvísi" fólki held ég einmitt að yrði ríkara með fjölbreytninni.

Mér er ógleymanlegt þegar lítil hnáta var að segja mér frá vini sínum í leikskólanum. Ég kom honum ekki fyrir mig, enda ekki með deildina á hreinu :)

Svo minnti mig að hörundsdökkur strákur gæti verið sá sem hún meinti. Ekki man ég hvort ég spyrði hvort hann væri (man ekki hvort ég notaði "svertingi" eða "svartur" eða "dökkur". Mín kynslóð í vanda með þessi orð)

Upp horfðu allt að því "aulaleg", nei, spyrjandi augu: "Hvernig svertingi?".  "Dökkur hvernig?"

Þetta reyndist rétt hjá mér en hún hafði ekki hugmynd um að hann væri eitthvað frábrugðinn!!!!!    Yndislegt.

Sæjum við í anda að öll trúartákn t.d. islam yrðu tekin niður ef Guðrún í Kópavoginum innritaðist í skóla Arabalands?  Varla.

Eygló, 6.11.2009 kl. 13:33

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Eygló

Það óttast enginn trúartákn í sjálfu sér. En þeir sem hafa gert það upp við sig að trúarbrögð valdi meira vanda en þau leysa vilja eðlilega helst að sem minnst sé verið að innræta börnum slík fræði.

Ég lít svo á að trúleysi sé ein útgáfa af trú?!

Hvernig færðu það út að trúleysi sé trú? Hvað megum við trúleysingjarnir þá kalla það að trúa á "æðri mátt"? Má ekki nota orðið trú um það og láta það ekki þýða hvað sem er annað?

Lífsskoðun eins og húmanismi á það sameiginlegt með trúarbrögðum að vera samansafn hugmynda um hegðun og siðgæði.

Ég fæ ekki séð að það hjálpi á neinn hátt að líta á trúleysi sem trú. Geturðu útskýrt þá afstöðu fyrir mér?

n.b. við trúum því ekki að guð sé ekki til. Við tökum bara passífa afstöðu til óskiljanlegra og ósannalegra hluta.

Kristinn Theódórsson, 6.11.2009 kl. 14:39

10 Smámynd: Eygló

Sátt við að nota frekar "lífsskoðun" um trúlausa. Svei mér þá, er ég alltaf sammála síðasta ræðumanni.

Mér skildist að Sigurður væri bara að tala um að sumir trúleysingjar sem og sumir sem tilheyra trúflokkum getir verið ári ofstækisfullir.

Eygló, 6.11.2009 kl. 16:54

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sátt við að nota frekar "lífsskoðun" um trúlausa. Svei mér þá, er ég alltaf sammála síðasta ræðumanni.

Mér skildist að Sigurður væri bara að tala um að sumir trúleysingjar sem og sumir sem tilheyra trúflokkum getir verið ári ofstækisfullir.

Það má skilja hann þannig, enda spurði ég hann hvort hann ætti þá helst við einhvern eins og DoctorE. En það má líka hæglega skilja hann þannig að flestir sem tjái sig séu ofstækismenn...

Kristinn Theódórsson, 6.11.2009 kl. 20:15

12 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég held því fram að ég sé nokkuð umburðarlyndur en veit vel að ýmsir sem mig þekkja eru ekki sammála þessu eigin áliti. Ég er það sem kallað er trúlaus, ekki heppilegt orð, en minn skilningur á því að þeir sem trúlausir eru trúa ekki á neina guði. En auðvitað er enginn trúlaus, ég vil trúa á mína samvisku og það góða sem við getum sýnt öðrum og ekki síst sjálfum sér, það eykur vissulega eigin vellíðan. Því miður er þjóðkirkjan sífellt að smeygja sér inn í skólana, hún ætti að sjá sóma sinn í að koma þar hvergi nærri. Ef hún fær leyfi til þess á Ásatrú, Islam, Búddatrú og auðviað öll trúarbrögð að sitja þar við sama borð. En hver yrði afleiðingin?

Skelfilega fyir ung börn, áhrifagjörn eins og öll ung börn eru.

En um trúartáknin?

Mér er nákvæmlega sam þó sá sem ég ræði við er með kross í festi um hálsinn, eða hvort ung stúlka er með fallega slæðu um höfuðið. Þannig voru allar íslenskar kaupakonur til sveita langt fram eftir síðustu öld, þá var ekki í tísku a sólbrenna sér til skaða. 

Ég við þess vegna ekki amast við trúartáknum, það á að vera ákvörðun hvers og eins hvort hann/hún ber þau eða ekki.

Ég var að halda því fram að ég væri umburðarlyndur. Ég hætti alfarið að reykja 1969, það var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég tók meira að segja uppáhaldspípuna mína og splundraði henni í skrúfstykki. Tóbaksreykur fer líka mjög mikið í taugarnar á mér, ég vil vera alfarið laus við hann. Samt sem áður tel ég að með lögum og reglugerðum sé gengið allt og langt á réttindi reykingamanna. Þeir eru að nota vöru sem er leyfð, já meira að segja seld í einkaleyfi útgefnu af ríkinu. 

Ég flaug heim frá Danmörku sl. sumar, flaug frá Billund en þangað hafði ég aldrei komið áður. Þar sá ég einstaklega vel út fært afdrep fyrir reykingamenn þar sem þeir gátu setið milli tveggja glerveggja, verið í sambandi við lífið í flugstöðinni og reykt sitt tóbak án þess að nokkur yrði var við það, sterkt útsog bar burt bæði reyk og lykt.

Verum umburðarlind gagnvart trúuðum, leyfum þeim að bera sín trúartákn, gerum reykingamönnum kleyft að soga sitt eitur, það er ekki brot á lögum, aðeins að þeir láti aðra ekki gjalda sinna afglapa.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.11.2009 kl. 17:31

13 Smámynd: Eygló

Sigurður GG af hverju yrði það svona skelfilegt fyrir ung börn?

Er hættulegt fyrir krakka að eiga Jehovavott að vini? 

Ætti ekki að hleypa litlum íslenskum krakka (sem skráður hefur verið í þjóðkirkjuna af foreldrum sínum) í heimsókn og "leika" hjá islam-fjölskyldu?

Ég er alveg viss um að við höfum öll eitthvað til okkar máls en enn hefur ekki tekist að sannfæra mig um hættuna.

Eygló, 9.11.2009 kl. 23:43

14 identicon

Hér er skemmtileg  íslensk þýðing.

Móðirin hefur nú verið útskrifuð en litlu guttarnir hennar verða líklega geymdir í hitakössum á sjúkrahúsinu til áramóta.

Díta (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:17

15 Smámynd: Eygló

Hvað er þetta kona? Geymdir þú ekki börnin þín vel? Mín eru öll inni í kústaskáp :)

Mér fannst eiginlega fyrirsögnin ekki síður kostuleg:  "Fjögurra daga fæðing tvíbura".
Þegar las þetta hélt ég að verið væri að tala um allengstu fæðingu sem maður hefur heyrt um; "FJÖGURRA DAGA"

Eygló, 17.11.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband