31.10.2009 | 02:37
Skuldadagar í viðskiptum mínum við BÓNUS - eindagi í nánd
Jæja þá, og það er nú svo og svo er nú það.
Þá fer líklega að koma að eindaga á skuld okkar við BÓNUS & Kompaní.
Nú virðist komið að því að súkkulaðikúlulánin sem við höfum smjattað á í 20 ár eða svo, verði gjaldfelld.
Héðan í frá tökum við að okkur að borga mismuninn á lægra vöruverði í Bónus+Co.
Allt sem við höfum talið okkur trú um, - að hafa borgað minna fyrir vörur úr Bónus er komið á hvolf. Nú endurgreiðum við líklega verð(mis)muninn
Ég hef verslað í Bónus frá því að hann var opnaður. Þess vegna hef ég "sparað" ógrynni fjár. Þess vegna ætti mér ekki að verða skotaskuld að taka þátt í að borga niðurfellingar skulda þeirra. Alsæl.
******************************************************************
*******Birt á AMX þann 30.10.2009 http://www.amx.is/vidskipti/11034/
Tugmilljarða skuld Haga mögulega afskrifuð
Tugmilljarða króna skuld eignarhaldfélagsins 1998 verður mögulega afskrifuð á næstu vikum.
Félaginu hefur verið gefinn nokkurra daga frestur til að leggja til aukið hlutafé, að því er Ríkisútvarpið greinir frá.
1998 á Haga sem reka Bónus, Hagkaup og fleiri stórar verslanakeðjur á Íslandi."
Þann 15. september síðastliðinn fór Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, fram á að sölu Baugs á Högum yrði rift. Eigendurnir hafa svarað og mótmælt riftuninni. Skiptastjóri hefur nú frest til 19. febrúar 2010 til þess að höfða mál gegn eigendunum.
Skiptastjórinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann myndi þó taka ákvörðun mun fyrr, að öllum líkindum vel fyrir áramót.
Viðskiptablaðið sagði frá því á vefsíðu sinni í dag að eigendur Haga, eignarhaldsfélagið 1998, hefði gert samning um að reiða fram fimm milljarða króna í aukið hlutafé á næstu dögum gegn því að fá að halda félaginu áfram.
En eins og staðan er nú skuldar 1998, félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu 45-50 milljarða króna vegna láns sem var slegið í Kaupþingi sumarið 2008 þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi.
En eitt er víst að ef eigendunum tekst ekki að reiða fram þetta aukna fé mun bankinn eignast félagið og einu eign þess sem er Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup, 10-11 og Útilíf.
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að verðmæti Haga geti ekki staðið undir láninu. Allt bendir því til þess að bankinn muni þurfa að afskrifa tugi milljarða króna af skuld félagsins við bankann hvort sem hann mun leyfa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölskyldu að eiga félagið áfram eða leysir það til sín.
Endanleg afskrift ræðst af verðmæti hlutabréfanna í Högum.
Hvorki náðist í Sigurjón Pálsson né Regin Frey Mogensen sem sjá um málið af hálfu Kaupþings -og hafa tekið sæti í stjórn 1998 ásamt Jóhannesi Jónssyni sem kenndur er við Bónus.
Þá vildi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings ekki tjá sig um málið í dag. Upplýsingafulltrúi bankans sagði ekki unnt að veita neinar upplýsingar að svo stöddu," segir enn fremur í fréttinni.
(leturbreytingar eru mínar)
Síða
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Athugasemdir
Já blekkingarleiknum er lokið... snilldarleikur að taka 45-50 milljarða kúlulán hjá Kaupþingi rétt fyrir hrun... þjóðin fær bakreikning frá Bónus sem tekur áratugi að greiða. Bónus ódýrastir ? Svar : NEI !
Brattur, 31.10.2009 kl. 09:15
Úff ég skil þetta bara ekki. Vinsamlegast afskrifið allar skuldir mínar hjá Reykjanesbæ fyrir gatnagjöldum! Sem fyrst takk.
Garún, 31.10.2009 kl. 13:21
Og ég, sem hef alltaf reynt að forðast skuldir. Alltaf staðið í skilum. Verið í lægri kantinum í tekjum.... Tapa mest ;(
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:15
Helvítis fokking fokk, það er það eina mér dettur í hug að segja.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2009 kl. 23:44
Það hafa lengst ískyggilega á manni eyrun. Ég er sem sé greinilega með asnaeyru og hef leyft að láta draga mig á þeim.
Eygló, 31.10.2009 kl. 23:53
Ég vona að þið hafið tekið eftir textanum á spjaldinu fyrir aftan þá Bónusfeðga:
"ENGIN LÁNSVIÐSKIPTI".
Þá hefur bara verið átt við viðskiptavinina.
Eygló, 31.10.2009 kl. 23:56
Fjármálafylleríið heldur áfram á kostnað okkar almúgans.
Þráinn Jökull Elísson, 1.11.2009 kl. 05:37
Bankabjáninn hann Finnur verður að fara að passa sig.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.