10.10.2009 | 04:40
"Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana"
(Vísir, 09. okt. 2009 11:18)
Þessi fréttamaður getur kannski bakkað afturábak, aftur fyrir sig, áfram.
???
Vinur minn, sem veit að ég er málfarsfasisti, sendi mér þessa fyrirsögn; hann þekkir mig.
Stundum blöskrar manni meðferð íslenskunnar. Við hljótum að gera kröfur um að fjölmiðlafólk sé sæmilega skrifandi.
Þetta er í raun endurtekin færsla, sú fyrri var klúðurslega upp sett.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt 11.10.2009 kl. 02:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 3.7.2010 Beita stjórnvöld mig ofbeldi? - svo heyri ég sagt
- 11.4.2010 Víst eru til góðir kattasmalar (catboys)
- 22.11.2009 Toppstöðin - virðingarvert framtak
- 18.11.2009 Umsamið er umsamið
- 5.11.2009 Oft skil ég ekki fólk
- 4.11.2009 Hefði næstum frekar viljað OUTLET !
- 31.10.2009 Skuldadagar í viðskiptum mínum við BÓNUS - eindagi í nánd
- 25.10.2009 Gegn kreppuþyngslum
- 10.10.2009 "Hraðinn í fólksfækkun á landinu færist í aukana"
- 3.10.2009 Engin alvara í þessu bloggi
- 16.9.2009 Fleiri forvitnileg nöfn núlifandi Íslendinga ( II )
- 15.9.2009 Kexruglaðir Bretar
- 13.9.2009 Mjálmþing um stéttarskiptingu
- 11.9.2009 MANNANÖFN sem hljóma ókunnuglega í eyrum (hvar annars staðar?...
- 9.9.2009 Fjármagnseigandi og fjármagnseigandi
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- Sæmundur Bjarnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Arinbjörn Kúld
- hilmar jónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sverrir Stormsker
- Einar Örn Einarsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Brjánn Guðjónsson
- Helga Magnúsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Einar B Bragason
- Arnþór Helgason
- Árni Gunnarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Garún
- Kristinn Pétursson
- Kama Sutra
- Hjörtur Guðbjartsson
- Jón Pétur Líndal
- Brattur
- Hrannar Baldursson
- Halldór Egill Guðnason
- Kristinn Theódórsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Athugasemdir
Hef tekið eftir að málfarið hjá þeim sem tala í útvarp, á öllum stöðvum nema rás 1, er miklu verra en í meðallagi hjá þjóðinni. Það hefur oft vakið spurningar um það eftir hverju sé farið þegar fólk er ráðið.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:09
Ja-há, Húnbogi og ég er nú tröllslega pipruð að ég læt þetta fara rosalega í taugarnar á mér.
Stundum er eins og maður þurfi að kunna setningafræði ýmissa tungumála til þess eins að geta skilið meininguna í setningunni, sbr. fyrirsögnin sem ég gargaði hérna inn : )
Eygló, 11.10.2009 kl. 00:48
1) Þetta mál er svo mikilvægt að við verðum að taka það algerum vettlingatökum. (Höskuldur Þórhallsson í pontu.
2) Róm var ekki brennd á hverjum degi. (bjartsýnismaður á landsbyggðinni í útvarpsviðtali)
3) Ef aflinn heldur áfram að glæðast eru blikur á lofti um að útgerðin nái að greiða niður skuldir sínar. (úr ónefndu dagblaði)
4) Steingrímur J. Sigfússon er alltaf flottur, hann þorir að segja það sem hann meinar og axlar sín skinn. (af ónefndu moggabloggi)
Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:48
Það þykir dyggð og merki um þroska að vanda sig á ýmsum sviðum. Við vinnu, að skila góðu handverki eða góðri þjónustu. Eiga vönduð húsgögn. Ganga í vönduðum fötum. Hitt og þetta vandað. Á vini sem hafa nánast þráhyggju fyrir vönduðu hinu og þessu EN tala síðan óvandaða illskiljanlega málblöndu. Af hverju ekki vanda sig við að tala og skrifa, eins og það er nú auðvelt. Mér finnst fólk eins og til dæmis Páll Óskar og Megas vera dæmi um fólk sem ætti að vera víti til að varast í málfari. Enda er málfarið hjá þeim til þess að ég lít niður á þá kumpána og finnst ég hafa efni á því.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:45
4) "Í vondri stöðu axlar hann öll sín skinn og heldur ótrauður til vandasamra verka. Fyrirmyndarmaður." Fara rétt með!
Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 17:30
"Ég reikna alveg með því að sagnfræðingar framtíðarinnar muni líta Jóhönnu Sigurðardóttur sömu augum og Norðmenn líta á Vidkun Quisling." (af ónefndu Moggabloggi) - Mikil spádómsgáfa. Hvað með nútíma sagnfræðinga? Hvað með hugarheim þess er svo ritar?
Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 17:39
BV, það er ekki annað hægt en að senda þér svona skemmtilegan texta: Fjórburar, fjórburar og svo tvíburar
Og þá er það reikningurinn: Þau eignast tvisvar sinnum fjórbura og einu sinni tvíbura, samtals 11 börn eins og segir í fréttinni.
Einn fjórburinn lést.
Þau hafa nýlega eignast tvíbura.
Þau eiga 6 ára gamla dóttur.
Þau eiga 2ja ára gamla dóttur.
Samtals eru þetta 11 börn: einir fjórburar, einir þríburar, einir tvíburar, tvennir einburar.
Stutt frétt sem vakti ekki áhuga minn efnislega, en greip huga minn vegna málfjóla og sérkennilegrar framsetningar blaðamanns á því að útskýra af hverju 2+2 eru fjórir.
Díta (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 02:57
Þetta er frábært (kannski ekki á jákvæðu hliðina).
Þótt manni blöskri að lesa svona texta getur maður notið þess að hneykslast.
Takk kærlega, meira svona : )
Yfirbeturvitringur
Eygló, 13.10.2009 kl. 17:04
Engu við þetta að bæta, YBV, http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/964855/
Díta (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:51
Það er ekkert lát á málfjólum. Bretadrottning laumast í leikhús:
Díta (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:38
Meðal þess sem mér leiðist í málfari fólks er notkunin á orðinu að leigja. Eigandi íbúðar hann leigir hana og sá sem býr í henni hann leigir hana líka!!!. Þarna er hægt að lagfæra málið og nota orðið að leigja á sama hátt og að lána.
Vöndum okkur við að tala og skrifa, það kostar ekkert.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:16
Guð minn góður hvað mig langar að hitta þig Díta! Þú ert svona snillingur. En alveg svakalegt stundum að lesa fréttirnar! Úff
Garún, 18.10.2009 kl. 21:44
Hey vinkona mín er eins og þú með gífurlegan áhuga á íslensku....þú ættir að verða bloggvinkona hennar...hún er með marjasig.blog.is
Garún, 18.10.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.