3.10.2009 | 02:35
Engin alvara í þessu bloggi
Vinnandi fólk spyr oft lífeyrisþega hvernig þeir fái eiginlega tíman til að líða?
Gott og vel, um daginn fórum við hjónin í bæinn og komum við í verslun.
Við vorum þar í fimm mínútur og þegar við komum út var lögregluþjónn að skrifastöðumælasekt.
Við fórum til hans og sögðum: Heyrðu, hvernig væri að sýna svolitla tillitssemi og gefa ellilífeyrisþegum eitt tækifæri?
Hann lét sem hann sæi okkur ekki og hélt áfram að skrifa sektina.
Þá kallaði ég hann nazista-svín. Hann starði á mig og fór að skrifa annan sektarmiða, nú vegna slitinna hjólbarða.
Þá kallaði konan mín hann drullupung. - Hann kláraði að skrifa miða númer tvö og setti undir rúðuþurrkuna hjá þeim fyrri.
Þá fór hann að skrifa þriðja sektarmiðann. Þetta hélt áfram í um 20 mínútur og því meira sem við móðguðum hann þeim mun fleiri sektarmiða skrifaði hann.
Prívat og persónulega var okkur nákvæmlega sama. Við áttum ekki þennan bíl. Við komum nefnilega með strætó.
Á hverjum degi reynum við bara að skemmta okkur svolítið; við erum þó ellilífeyrisþegar.
Og það er nauðsynlegt að halda húmornum á þessum aldri.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 03:20 | Facebook
Athugasemdir
hahaha......frábært.
Arnar Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 02:44
Frábært
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.10.2009 kl. 02:51
væri til í þetta
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2009 kl. 03:13
Vel af sér vikið.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 03:15
Ég myndi ganga amok
Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 20:48
þurfti að leita að "amok", skildi það ekki. : )
...þá sem löggan? hahaha
Ég vona að ég geti gert eitthvert sprell fram að grafarbakka.
Eygló, 3.10.2009 kl. 23:26
Núna er ég loksins farin að skilja ástæðuna fyrir öllum sektarmiðunum sem ég fann á bílnum mínum um daginn!
Kama Sutra, 4.10.2009 kl. 02:04
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2009 kl. 02:10
Kama Sutra, ertu að segja að þú sért kjaftfor eins og iðjulaus lífeyrisþegi?
Eygló, 4.10.2009 kl. 02:17
Eygló,
Þín skýring er ágæt - en ég meinti nú eiginlega að það var bíllinn minn sem varð fyrir barðinu á iðjulausu hjónunum...
Kama Sutra, 4.10.2009 kl. 03:44
hahaha...
Rut Sumarliðadóttir, 4.10.2009 kl. 11:29
Kama, hahaha datt út úr eigin brandara: Mig vantar víst zink. Það á að hjálpa gegn minnisleysi en ég er það illa haldin að ég gleymi að taka zinkið
Eygló, 5.10.2009 kl. 02:33
Hehe Ef þú átt erfitt með að muna að taka inn zinkið, þá er gott að taka inn minnispillur. Verst að það eru ekki til pillur sem minna mann á, að taka inn minnispillurnar!
Himmalingur, 5.10.2009 kl. 13:52
Hilmar, minnir þig líka að minnið sé að verða minna og minna?
Eygló, 5.10.2009 kl. 21:38
Minna má minnið varla verða!
Himmalingur, 6.10.2009 kl. 06:38
Þetta er vitanlega ágætis dægrastytting.
Helga Magnúsdóttir, 6.10.2009 kl. 18:31
,
Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2009 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.