MANNANÖFN sem hljóma ókunnuglega í eyrum (hvar annars staðar?) ( I )

Fyrir alllöngu birti ég góða runu mannanafna. Mér þóttu þau sérkennileg og sum allt að því ljót.

Sá listi náði aftur á 19.öld og mörg nafnanna ekki notuð lengur.

Nú sendi vinur mér nýjan lista; lista yfir núlifandi fólk.  Þess vegna eru þarna mörg nöfn sem sumum þykir bara "venjuleg"

Birting þessara nafna eru ekki á neinn ætluð til að gera lítið úr eigendum þeirra, heldur vegna þess að þau eru forvitnileg og mörg sem koma manni algerlega á óvart; vissi ekki að þau væru til.

Abelína Bótólfur
Aðalfríður Brimdís
Addbjörg Brimhildur
Ædís Bryngeir 
Æsa Burkni Reyr
Æsgerður Dagmey
Æska Dagnýr
Agga Daldís Ýr
Alex ÁlfþórDanival
Alfífa Dína
Alida Dolinda 
Alla BertaDómald
Alvilda Draupnir
Ámundínus Dúi
AnaníasDvalinn
AnnasDýrley 
Annika Dýrmundur 
Ármey Dýrólína
Ármey Eðalrein 
Arna ViðeyEdilon Hellertsson
Árninna Eðna 
ÁrnmarEggþóra 
Arnviður ÆvarrEgilína 
ÁrþóraEilífur Örn
Ásólfur Einfríður
ÁsólfurEinfríður 
Ásta SólliljaEinína 
Aþena Mjöll Eirný Þöll 
Auðlín Elbergur 
Auðna Hödd Eldur 
AuðrúnElentínus 
Auðunn Skúta Elíeser
Baldína HildaElínbjört
Baldrún KolfinnaElinór 
Baltasar BrekiEllisif 
BaugurElspa
BeitirEngiljón
BenneyEngilráð 
BergkvistErlar 
BerglínErlendsína 
Betúel BetúelssonErlín 
Bjarmi Erlín 
BjarnínaErmenga 
Bjartur LogiEsjar
Blædís DöggEster Úranía 
Blængur BlængssonEstiva 
BöðvínaEuphemía (Efemía hjá X)
Borga

Evlalia 

 

Áfram með stafrófið næst : )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sa að þarna var Baugur. vantar ekki Group fyrir aftan?

Brjánn Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Eygló

Haha ha ha.  Það var víst bróðir hans; Kallaður Grúppi

Eygló, 11.9.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég átti frænda sem hét Bótólfur og bjó hann í Vatnsmýrinni.  Ég bara man ekki bæjarnafnið í augnablikinu.  Gæti hafa verið Breiðholt??  Ég er ekki viss. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.9.2009 kl. 01:04

4 identicon

Forvitnilegur listi. Tvær nýjar dísir: Blædís og Brimdís.

Fyrst Bryngeir er viðurkennt nafn þarf þá ekki að viðurkenna Atgeir líka?

Eðalrein! Come on, hvað var mannanafnanefnd að hugsa?  Er líka til karlmannsmynd af nafninu? Eðalreinn?

Ekki held ég að það sé gaman að heita Borga?

Það vantar kvenmannsnafnið Arka. Í alvöru, það er til.

Bjarnína! Minnir á krúttlegan kvenkynsbjörn.

Ekki veit ég hvað dóttir konunnar heitir, en um hana sagði móðir hennar nýlega: Hún vill ekki fisk og við reynum að taka tillit til hennar þegar hún er ekki heima.

Díta (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 01:55

5 identicon

Karlmannsmynd á að sjálfsögðu að vera karlkynsmynd.

Díta (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 01:56

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Skemmtilegur listi og nokkur vel frambærileg nöfn sem sóma sér vel.

Gísli Ingvarsson, 11.9.2009 kl. 06:01

7 Smámynd: Bumba

Komdu sæl.

Gaman að sjá þenna lista þinn. Ég las hann og mér til mikillar gleði þekkti ég nokkra sem heita þessum nöfnum. Þá skal byrja talninguna.

Alída heitir kona, síðast þegar ég vissi var hún enn á lífi, Alvilda, töluvert algengt á norðurlandi og í Dölunum, þekki eina fimm ára sem heitir Alvilda Eyvör,nafnið er upprunalega norskt en kom til Íslands með Möller fjölskyldunni frá Siglufirði. Auðrún, dóttir Þurðíðar vinkonu minnar í Eyjafirði, Bjarmi, sonur Önnu vinkonu minnar á Dalvík, Bjartur Logi, nemandi minn fyrrverandi og organisti, Böðvínu þekkti ég fyrir mörgum árum, bjó við vestanverðan Eyjafjörð, Brimdís, ættuð úr Vestmannaeyjum, vann með henni um tíma þegar ég bjó á Íslandi, Byngeir, frændi minn frá Ólafsfirði, Draupni kannast ég við, og Dúa þekki ég á Akureyri, Eininu þekkti ég líka, ættaða að austan, var gift frænda mínum, Erlendsína, gift frænda mínum í Keflavík, Ermenga, skólasystir mín frá Ólafsfirði, heitir í höfuðið á móðurömmu sinni sem var úr Grímsey og dó ung úr berklum, Efemía nokkuð algengt í minni fjöskyldu í gamla daga.

Mér finnst gaman að sjá þennan lista og átta mig á því að þekkja töluvert margt fólk sem heitir þessum óvenjulegu nöfnum. Svo er það skrýtið, þegar maður kynnsist fólkinu með þessi nöfn þá eru þau ekki lengur óvenjulega eða skrýtin. Með beztu kveðju.

Bumba, 11.9.2009 kl. 06:17

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég slapp. Ermenga var nafnið sem foreldrar mínir voru að hugsa um. Hjúkkit.

Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2009 kl. 11:03

9 Smámynd: Eygló

Bumba - ég á ekki orð, að þú skulir þekkja til svona margra nafna á listanum.

Það eru þó allmörg nöfn þarna sem manni finnst maður hafa heyrt en hélt að væru eldgömul

Svo eru mörg óvenjuleg nöfn sem ekki eru þarna - en þetta er úr viðskipamannalista ónefnds fyrirtækis.

Díta, mér finnst Atgeir alveg koma til greina : )

Rut, já þarna slappstu vel : )

Eygló, 11.9.2009 kl. 13:30

10 identicon

Er þetta ónefnda fyrirtæki banki?Ef svo er þá grunar mig hvaða banki.

Ég verð nú bara að segja að ég kannast við þónokkuð mörg nöfn á þessum lista, miklu fleirri nöfn en Bumba. Ég á vini (börnin þeirra meðtalin) ættingja og nágranna sem heita mörgum af þessum nöfnum. Fann t.d. fimm nöfn sem búa í götunni minni. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:40

11 Smámynd: Eygló

Ekki banki - ég ekki unnið. Gæti verið ballettskóli : )

Eygló, 11.9.2009 kl. 17:34

12 identicon

Þetta er úr viðskiptamannalista ríkisskattstjóra?

Allir fá ástarbréf frá RSK á hverju ári með þökk fyrir viðskiptin og áskriftina.

BV, hvaða nafn myndir þú velja þér úr listanum?

Díta (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:16

13 Smámynd: Eygló

Íbúaskrá Hólmavíkur - þegar allt hefur verið birt.

Dína, nema ég myndi nota ypsilon; Dýna

Eygló, 11.9.2009 kl. 21:01

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sonur minn heitir Gróar

Óskar Þorkelsson, 11.9.2009 kl. 22:23

15 Smámynd: Eygló

Óskar - Vitið þið hvað það þýðir? (ekki ég)

Eygló, 11.9.2009 kl. 23:11

16 identicon

Dýna?! Nehee, ekki fallegt.

Veistu að það sem er dýna á íslensku er sæng á færeysku og sæng á íslensku er dýna á færeysku. Færeyingar sofa á sænginni of breiða dýnuna ofan á sig.

 Passar Baldína eða Bjarnína ekki vel við þig?

Díta (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:56

17 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér sýnist þetta vera svona 96 nöfn. Eflaust öll fremur sjaldgæf. Kannast samt sæmilega við svona 30 til 35 þeirra.

En gaman að þessu.

Já og það vantar nokkur nöfn. Dæmi eru um að fólk hafi fengið ljót nöfn við skírn en látið breyta þeim síðan.

Sæmundur Bjarnason, 12.9.2009 kl. 00:13

18 Smámynd: Dúa

Kannast bara við 7-8 nöfn þarna.

Sá þarna Eggþóru en langamma Völu hét Eggrún og það þykir skottinu skrýtið.

Skemmtilegir svona listar

Dúa, 12.9.2009 kl. 00:37

19 Smámynd: Dúa

Gleymdi mínu blíðasta  til þín

Dúa, 12.9.2009 kl. 00:38

20 Smámynd: Eygló

Þetta eru bara fyrstu stafirnir í rófinu.  Dengi yfir ykkur meira síðar.

Eygló, 12.9.2009 kl. 00:41

21 Smámynd: Björn Birgisson

Var ekki ein LOFTHÆNA á Ströndum hér áður fyrr?

Björn Birgisson, 12.9.2009 kl. 13:31

22 Smámynd: Eygló

Það var a.m.k. ein Lofthæna Guðmundsdóttir, fædd 1842.

Hvað ætli nafnið hafi þýtt þá?  Getur ekki verið það sem okkur finnst núna. Eða voru foreldrar hennar ekki með réttu ráði?

Eygló, 12.9.2009 kl. 14:19

23 identicon

Langamma mín hét Vilhelmína Konstantína. Allir sem þekktu hana töluðu um hana með virðingu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:04

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar þýðir að´því ég best veit, dýravinur eða hjartar vinur. nafnið er keltískt og ættað frá írlandi.. samsett úr os og car.. annað þýðir hjörtur og hitt vinur...

Óskar Þorkelsson, 12.9.2009 kl. 23:20

25 Smámynd: Eygló

Húnbogi - Langamma þín hefur verið á næsta bæ við að vera drottning.

Ég hef nokkrum sinnum heyrt Vilhelmína, en man ekki eftir að hafa séð Konstantína.

Drottningarnafn - sérstaklega svona saman.

Eygló, 13.9.2009 kl. 02:22

26 Smámynd: Eygló

Já, ekki leiðinlegt nafn Óskar.

Ég var nú samt í upphafi að spyrjast fyrir um merkingu nafns sonar þíns.

"Gróar" man alls ekki eftir að hafa heyrt/séð það. Hljómar allavega litríkt og hlýlegt. Merkinguna langar mig að vita : )

Eygló, 13.9.2009 kl. 02:25

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gróar nafnið kom frá mér, og hann er sá eini á landinu sem ber þetta nafn. upprunin en frá ömmu sem heitir Gróa. síðan frétti ég af slysavarnarfélagi fyrir norðann sem heitir einnig Gróar...

Óskar Þorkelsson, 13.9.2009 kl. 05:45

28 Smámynd: Eygló

Ég finn grósku og bjartsýni í nafninu.

Eygló, 13.9.2009 kl. 15:06

29 Smámynd: Eygló

Þetta hljómaði nú eins og út úr miðli eða spákonu : (

Held samt þú hafir skilið mig. Var bara svo ótrúlega væmið : )

Eygló, 13.9.2009 kl. 15:17

30 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Bjartur Logi var með mér í skólanum:)

Ég þurfti svo fyrir 3 árum að fá samþykki fyrir seinna nafn dóttur minnar sem heitir Lilja Aleta. En það hljómar nú ekkert svo furðulega - er allavega ekki á listanum:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.9.2009 kl. 00:45

31 Smámynd: Eygló

Það er nú mikil birta og hiti í "Bjartur Logi" - mjög fallegt þykir mér.

Aleta "lítur vel út" en ég veit ekki hvað það þýðir, en þú?

Þessi nöfn eru viðskiptamannaskrá fyrirtækis  - á ákveðnum tíma. Þess vegna eru ekki gömul nöfn, ekki krakkar og ekki sjaldgæf / óvenjuleg nöfn þeirra sem EKKI voru þar í viðskiptum. 

Eygló, 20.9.2009 kl. 03:13

32 identicon

Ástæðan fyrir sérstökum nöfnum á Vestfjörðum er sú að þeir áttu mikil samskipti við erlenda sjómenn og heiðruðu stundum einhverja þeirra með því að láta heita í höfuðið á þeim. Þannig komu nöfn, eins og: Karvel, Híram og Diego. Aldraður vestfirðingur sagði mér eitt sinn sögur af þessu. Það sem styður þá kenningu er að þetta eru allt karlmannsnöfn. Erlend kvenmannsnöfn komu aðeins úr dönskum sið og Biblíunni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 06:39

33 Smámynd: Eygló

Þetta er skemmtilegt Húnbogi. Vissi ekki þetta og var ekki einu sinni með eigin tilgátu : )   Takk

Eygló, 20.9.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband