Svolítið mikið 2007. Fólk sem virðist hafa haft betri lán en vit.

 Ekki þarf að horfa á allt myndskeiðið til að ...

Hvernig ætli fólkinu sem seldi íbúðina, hafi liðið undir þessum lýsingum á fyrrverandi heimili sínu. Lýsingarnar voru eitthvað á þessa leið: "Ógeð" "ónýtt" "ömurlegt"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Var baðherbergið ekki algjör viðbjóður????  Ég sá þetta myndband hjá Láru Hönnu um daginn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.8.2009 kl. 01:17

2 identicon

Einmitt. Það voru ýmsir sem hugsuðu þetta sama þegar horft var á myndskeiðið fyrr í sumar. Hvernig fyrri eigendum, sem innréttuðu þessa ágætu íbúð hafi liðið, ef þeir hafa séð þetta. Ætli þeir hafi ekki bara skellihlegið að þessum fíflum.

Þessi þáttarstjórnandi hefði mátt greiða sér.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 07:43

3 Smámynd: Eygló

Var ég nú að bera í bakkafullan lækinn?  Tók ekki eftir að þetta hefði verið birt.

Húnbogi, vonandi:  "Ætli þeir hafi ekki bara skellihlegið að þessum fíflum. "

Eygló, 21.8.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Eins gott að þeir komist ekki inn til mín!! Eldhúsinnrétting frá því um 50 á síðustu  öld með gardínum fyrir!! Að ég tali nú ekki um panelinn á baðinu.....

Rut Sumarliðadóttir, 22.8.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er eins og maðurinn kunni ekki annað orð en ógeðslegt. Hvaða gaur er þetta ? Eða hugsaði og talaði þorri þjóðarinnar svona í góðærinu ?

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 17:30

6 Smámynd: Eygló

Innlykt Útslit? Man ekki hvað stjórnandinn heitir; þessi með kambinn (frekar slæmt útlit :)   Hinn er frægur fyrir eitthvað (kannski af endemum) og ég sé að hann heitir Ásgeir Kolbeins... svona einhver "séðogheyrttýpa" - held ég.

Rut, það er nú ekki hægt að bjóða manni uppá að kúka á baði með svona panel!!!?

Eygló, 23.8.2009 kl. 00:40

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sá þennan þátt á sínum tíma í sjónvarpinu og þátturinn vakti andóf á þeim tíma þannig að fólk hefur ekki verið eins skyni skroppið og menn vilja vera láta.

Ég upplifði innlit-útlit alltaf sem áróður. Skilaboð frá Byko hendir öllu gamla draslinu ykkar og komið til okkar og við munum skaffa ykkur nýtt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.8.2009 kl. 00:57

8 Smámynd: Eygló

Já, voru þættirnir ekki bara einskonar auglýsingar frá ýmsum verslunum og þjónustufyrirtækjum:  speglarnir eru frá ZZZ, gólfefnin eru öll frá XXX, hönnuðir frá YYYY sáu um...

Ætli þetta hafi ekki verið "ókeypis" þáttur, þ.e. kostaður af þeim sem voru að reyna að sannfæra okkur um að við byggjum í ÓGEÐSLEGUM húsakynnum.  Ég horfði á bút úr einstaka þætti, þótti bara hún Valgerður svo leiðinleg að mig langaði ekki að vita meira.

Eygló, 23.8.2009 kl. 02:38

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hef nú horft upp á þetta hringleikahús fáránleikans árum saman í mínu gamla hverfi. Fólk kaupir eldri hús, hendir öllum "endurbótum" og jafnvel splunkunýjum innréttingum fyrri eigenda út á stétt. (Ekkert verið að bjóða þær þeim, sem gætu hugsanlega notað. Bara beint á haugana með draslið, sem hugsanlega er ársgamalt).

Tryllt framkvæmdagleði í gangi í nokkra mánuði. Síðan þrýtur skotsilfur að því marki að blessað fólkið hefur ekki lengur ráð á að búa í húsinu. Það fer á nauðungaruppboð til nýrra eigenda, sem finnast allar endurbætur fyrri eigenda "ógisslega ljótar", henda út á stétt -og ballið heldur áfram...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 19:20

10 Smámynd: Eygló

Hildur Helga - svo segist sumt af þessu fólki, hafa "misst aleiguna"!!!    ???? Hvaða fjandans aleigu, nú eða eigu eða eign á annað borð.

Keypt með lánum, framkvæmt með lánum. Upptekið (sumt) við að koma fram í álíka sjónvarpsþáttum og láta ljós sitt skína í "Séðu og heyrðu"

"Missti aleiguna"  - "bankinn setti mig á hausinn  - "ég LENTI í gjaldþroti  - "ég LENTI í framhjáhaldi"

"sorrí, get ekki verið sorrí"

Eygló, 23.8.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband