30.6.2009 | 16:19
Til vara ...
... eins og fram hefur komið, en ekki staðfest, að fólkið sem fékk skuldirnar niðurfelldar borgi AÐ MINNSTA KOSTI tekjuskatt af peningunum sem það FÉKK og þurfti svo ekki að borga.
Annars ættum við að fá endurgreitt úr Lottó og t.d. Happdrætti Háskólans, ef ekki koma upp vinningar.
Vanhæfi Helga breytir ekki lögmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert samlíkingasjéní!
Skildi vera hægt að græða á því?
Æ, þetta er annars óttalegur sýndarveruleiki, sýsl með pappír frekar en með peninga, alvöru slíka, en samt eru afleiðingarnar svona agalegar,toppa meira að segja táuppsnúning MJ!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 17:56
Það er meira að segja ekki svo vel að verið sé að sýsla með pappír (í stað peninga). Oftast er bara bara innsláttur hægra megin á lyklaborðinu =>ENTER!
Eygló, 30.6.2009 kl. 19:17
Skuldin hverfur ekki þó að ábyrgðin sé felld niður. Annars situr lánadrottinn uppi með tapað lán. Tapið er til staðar og verður ekki þurrkað út. einhver verður að taka það á sig. Veruleikinn ER HÉRNA. Við getum ekki fllúið hann.
Þeir sem tóku þessi risalán, gerðu það að eigin frumkvæði, án þess að spyrja okkur. Af hverju á saklaus almenningur að borga brúsann? Eru þessir fjárglæframenn að biðla til okkar eins og við séum einhverjir björgunarmenn? Ónei. Eru þeir að sýna okkur þakklæti? Nei! Þeir bara skipa okkur að borga þeirra skuldir og þegja. Þeir vilja bara gleypa allt, loka augunum fyrir veruleikanum og lifa áfram í vellystingum á kostnað okkar.
Auðvitað sættum við okkur ekki við það. Við mótmælum og látum þetta lið ekki komast upp með svona vitleysu.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.