11.4.2009 | 03:12
Útrýmingarsala stjórnmálaflokka
Ósýnilegt blek,
sjálfseyðandi blek,
skammtímablek,
leiðréttingarborðar,
yfirstrikunarpennar,
múlar,
lygamælar,
skóflur,
peningaskápar,
haugsugur,
sparibaukar,
hrossabrestir,
handsöl,
hnappheldur,
sótthreinsunarefni,
skítalyktareyðir,
óværufælur,
gúmmístígvél,
ullarsokkar,
brosklemmur,
stólalím,
geislabaugar,
skiptilyklar og
axarsköft í miklu úrvali, fullur lager.
Ýmislegt fleira í svipuðum dúr fæst, aðeins þarf að panta. Þetta er allt þarna.
Fæst gegn óhóflegum býttum eða annars konar viðurgjörningi.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti; undirr.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2009 kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Bara allt á tilboði
Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.4.2009 kl. 10:12
Brunaútsala?
Rut Sumarliðadóttir, 11.4.2009 kl. 12:50
Góð
Arinbjörn Kúld, 11.4.2009 kl. 13:29
Frábær færsla. Gleðilega páska
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:14
Jóhanna, ef þú kaupir það, vil ég ekki vita að það gerist og vil ekki sjá strimilinn!
Eygló, 12.4.2009 kl. 02:20
Ég veit ekkert um hvað er verið að tala og vil ekki vita það, það er örugglega einhver annar sem veit eitthvað um einhvern sem kannski veit eitthvað um það sem er ekkert tortryggilegt eða athugunarvert til að byrja með, þetta er örugglega einhverjum blaðamanninum um að kenna eða undirsáta eða hinum eða þeim, allavega ekki mér, ég er saklaus, alsaklaus .....
Voru ekki geislabaugar til sölu líka?
Ragnhildur Jónsdóttir, 12.4.2009 kl. 10:41
Jú, satt segirðu, gleymdi að færa þá til bókar. Tók varla eftir þeim, var svo asskolli fallið á þá; allir dökkir og með spanskgrænu.
Bæti þeim við, aldrei að vita nema einhver þurfi að skipta.
Eygló, 12.4.2009 kl. 19:03
Haugsugur?
Björn Birgisson, 12.4.2009 kl. 19:51
Óborganlegt
Sævar Finnbogason, 12.4.2009 kl. 23:31
Björn, ekki reyna að segja mér að þú vitir ekki hvað haugsuga er!
... og í framhaldi af því, ekki reyna að segja mér að þú gerir þér ekki grein fyrir að þær þurfi að vera til á hverju heimili, allavega í hverjum stjórnmálaflokki.
Sævar, nei, nei, þetta er borganlegt - bara nota einhverja styrki sem þú hefur fengið : )
Eygló, 13.4.2009 kl. 00:00
Keypti mér haugsugu fyrir helgina, just in case. Fer frekar á sveitina en upp í sveit!
Björn Birgisson, 13.4.2009 kl. 00:29
Er ekki búið að falast eftir henni hjá þér, af stjórnmálaflokki(um)?
Eygló, 13.4.2009 kl. 02:39
Mig langar í brosklemmu. Til í að skipta á henni og útbarðri steikarpönnu.
Spurning hvort að glamrið í búsáhöldunum hafi verið háværara en hringlið í klinkinu hjá sjöllunum.
Ég er hani út á haug,
hendi mér í slaginn.
Haugsugan mín helling saug,
halló, góðan daginn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:12
Góður!
Björn Birgisson, 13.4.2009 kl. 22:57
Fjandafælur! Kannski eru þær þarna líka. Gætu verið í formi myntar hringlandi í dollu. Nota það í næstu uppreisn/byltingu. Verst ef einhver héldi það vera styrkveitingu.
Eygló, 13.4.2009 kl. 23:25
Hvar pantar maður?
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2009 kl. 15:13
Í bílageymslum (dótakössum) hinna ýmsu stjórnmálaflokka.
Eygló, 16.4.2009 kl. 16:02
Getur bloggið orðið betra ?
Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 22:03
Finnur, ertu nokkuð að stríða okkur? Nee-í. Kannski vantar þig bara eitthvað af rýmingarsölunni... t.d. uppsölumeðal? Nei, það þarf ekki, maður er með gubbuna uppí kok, dag eftir dag, í þessu naggrísabúri sem Ísland er orðið.
Eygló, 16.4.2009 kl. 23:24
Meina þetta í fullri alvöru Maíja. Endurtek: frábær færsla. Primperan hefur dugað hingað til en er hætt að virka. :)
Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.