10.4.2009 | 02:08
Hrína af því þau grættu hinn
Flestir hljóta að þekkja það þegar krakkar (á öllum aldri) hafa gert eitthvað af sér, eru tugtuð og skömmuð. Þá fara þau oft að væla, yfir því að hafa verið skömmuð.
Allt endar afturábak eins og skrattinn á hækjum > > >
Þau brutu af sér (lömdu bróður sinn eða gerðu einhvern óskunda)
Þau síðan skömmuð.
Þau svo barma sér og hrína.
(Fórnarlambið eða atvikið löngu orðið aukaatriði í leikritinu)
Mbl-ÞKG: "Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná okkar gamla fylgi aftur. Í ljósi atburða vetrarins hefur spjótunum verið beint að okkur. Aðrir flokkar eins og Framsókn, og sérstaklega Samfylkingin, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu. Við höfum farið í okkar uppgjör á heiðarlegan og opinskáan hátt og við munum ganga hreint til verks, segir Þorgerður. Hún segir það með miklum ólíkindum að Samfylkingin hafi komist hjá því að gera upp hlutina.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Bú hú aumingja Sjallarnir, það er von að þeir grenji. Allir eru vondir við þá.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 02:49
Þeir kunna illa að vera í stjórnarandstöðu greyin. Halda ennþá í eldgamla takta um man ekki, barnabætur osfrv. Svo benda þeir alltaf á að þeir hafi verið í samstarfi við Samfó. Í heila 18 mánuði!
Rut Sumarliðadóttir, 10.4.2009 kl. 10:03
Í ljósi atburða vetrarins ... hhuuummmm ... vetrarins. Ef það væri aðeins vetrarins sem um er að ræða! Núna er t.d. verið að fjalla um grófa spillingu sem átti sér stað undir lok árs 2006, þ.e. fyrir síðustu þingkosningar og árið sem síðustu sveitarstjórnarkosningar fóru fram. Ef það væru bara atburðir vetrarins væru spjótin færri og ósamstilltari. Þjóðin er í uppgjöri við SjálfstæðisFLokkinn síðustu 18 ár, hvorki meira né minna.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 13:40
Hvað ætli hún meini líka með þessu? (moka dýpra í fjóshauginn?)"... við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná okkar gamla fylgi aftur.
Fylgið, flokkurinn, forystumennirnir. ÞAÐ eitt virðist skipta málið. Hvað með að GERA skyldu sína gagnvart mönnum og málefnum? Og þetta á EKKI bara við Sjálfsflokkinn.
Eygló, 10.4.2009 kl. 21:15
Hvernig væri að taka upp rassskellingar á opinberum stöðum? Ósköp pent og nett, aðallega táknrænt. Í hvert sinn sem ég fer yfir strikið fæ ég slíka "rassskellingu" og af skömminni einni saman sef ég úti í kompu!
Björn Birgisson, 10.4.2009 kl. 23:54
Dauðhrædd við að innleiða rassskellingar á drulludelum, spilltum stjórnmálamönnum og óráðsíumönnum; óttast að þeim fyndist það bara gott.
Eygló, 11.4.2009 kl. 02:53
Nú, nú, jæja, jæja, ekki þó opinberlega gott!
Björn Birgisson, 11.4.2009 kl. 03:18
Nú datt ég aðeins út. Að þeim þætti það gott en létu það ekki í ljós opinberlega? Held ég skilji þig, en veit ekki hvernig ég fer að því og get alls ekki skýrt það.
Eygló, 11.4.2009 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.