6.4.2009 | 01:26
Silfur Egils - skelfingarhrollur - "Umweltschmerzen"
... OG NEI, eftirfarandi eru ekki upplýsingar frá Silfri Egils, 5.apríl, 2009, heldur útdráttur úr bókinni, Falið vald, ©1979, 1982 Jóhannes Björn Lúðvíksson (bls. 103 og 108)
Las þessa bók á sínum tíma. Skelfingu lostin eftir lesturinn. Oft hefur verið minnst á hana. Mundi eftir efni hennar þegar ráðgert var að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá hryllti mig upp. Þegar stjórnmálamaður(menn) lýsti því yfir að hann vildi hætta við AGS-lánið, róaðist ég. Það fékk engan hljómgrunn. Hugsaði svo ekki mikið um þetta, fyrr en nú að í Silfri Egils voru teknir tali tveir menn sem renndu stoðum undir fyrri ótta. Nú er ég satt að segja óttaslegin. Þeir sögðu sannar hryllingssögur, sem meiri en minni líkur eru á að verði okkar saga líka.
MUN EINHVER HLUSTA Á ÞÁ OG FARA AÐ RÁÐUM ÞEIRRA.
Útdráttur:
"Grundvallareðli yfirdráttarlánanna er að þau eru ímyndunar- eða platpeningar. Raunverulega eru þau færslur inn á tölvur ... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur búið til yfirdráttarlán sem hljóðar upp á eina milljón eða 500 milljarða á tíu mínútum með einfaldri tölvuinnfærslu ... í janúar 1975, sem dæmi, þá hækkaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirdráttarlán aðildarríkjanna um 40% eftir tíu mínútna umræður.
[Antony C. Sutton. THE WAR ON GOLD, bls. 145. 150.205.1977]
Hver borgar þá brúsann þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býr til peninga a þennan hátt? Það gera handhafar dollaraseðla, fólkið sem var svo saklaust að selja vinnu sína eða önnur verðmæti fyrir þennan pappír, þegar verðbólgan minnkar verðgildi þeirra. Sjóðurinn býr nefnilega til dollara (þ.e. lánunum er oftast skipt í dollara).
Helsta hlutverk Alþjóðabankans og dótturfyrirtækja hans hefur reynst vera að finna og greiða fyrir arðvænlegum fjárfestingum auðhringanna. Þegar sérfræðingar bankans koma t.d. til íslands í því augnamiði að "hjálpa" okkur að finna arðvænlegar fjárfestingarleiðir, þá mæla þeir aldrei með smáiðnaði eða yfirleitt nokkru sem við getum sjálf leyst af hendi. Þeir mæla frekar með álverksmiðjum og annarri stóriðju með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum-verkum sem auðhringir koma til með að vinna. Við fáum lánaða Rockefellerpeninga og fyrirtækin sem framkvæmdu verkið eru Rockefellerfyrirtæki (eða því sem næst). Ef deilumál rísa á milli Rockefellerfyrirtækjanna og íslenska ríkisins (sem er mjög líklegt, því fyrirtækin fara oftast í skaðabótamál að verkinu loknu), þá er málinu vísað til gerðardóms sem Alþjóðabankinn setur upp (ICSID)-Rockefellergerðardóms, sem alltaf dæmir fyrirtækjunum í hag. Þess má geta, að samningar íslenska ríkisins við Alusuisse tryggja að deilum þeirra í millum sé vísað til gerðardóms bankans í Washington.
Þegar Alþjóðabankinn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem er verk Harry Dexter White (C.F.R.), lána vanþróuðum ríkjum peninga, er venjulega sagt frá því eins og um einhvers konar gjafastarfsemi sé að ræða. Burt séð frá að þessi lán eru óspart notuð í pólitískum tilgangi og til að þröngva auðhringum inn á ríkin, þá hafa skuldir vanþróaðra landa aukist hröðum skrefum og námu 33 milljörðum dollara árið 1964. Afborganir þeirra og vextir af lánum námu þá um 3.5 milljörðum dollara á ári eða um 11 % andvirðis útflutnings þeirra. [Haraldur Jóhannsson. HEIMSKREPPAN OG HEIMSVIÐSKIPTIN. bls. 103. 1975]
Og enn herðist ólin.
Árið 1978 námu skuldir vanþróaðra landa orðið 180 milljörðum dollara (um 42% af þeirri upphæð kemur frá einkabönkum). Þessi upphæð er svo geigvænleg, að ríkin gera flest ekki betur en að slá ný lán til að geta borgað vexti og afborganir af gömlu lánunum."
Rafræn útgáfa: http://vald.org/falid_vald/kafli00.htm
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf verið á móti þessu AGS láni, ég vil að því verði skilað strax.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:35
Ég ætla að horfa á Zeitgeist á morgun, ég bara verð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:37
Bíddu, ekki er Zeitgeist í sjónvarpinu? eða?
Eygló, 6.4.2009 kl. 01:39
mér er ómótt
Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2009 kl. 01:54
Zeitgeist er á netinu, á þessari adressu. http://video.google.com/videoplay?docid=-594683847743189197
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:56
Undanfarna áratugi hafa oft komið fréttir af því að AGS væri að lána peninga til gjaldþrota ríkja. Samkvæmt þeim fréttum lítur út fyrir að um einhverskonar hjálparstarf sé að ræða. Þannig er þetta matreitt ofan í okkur.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 01:12
Takk fyrir slóðina. Sé að þetta er svo langt að ég horfi seinna. Ert þú búin að sjá hana?
Eygló, 7.4.2009 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.