Greindar vísitölur

Það getur ært óstöðugan að fylgjast með, skilja og vita hvernig nýta eigi vísitölur. Enda notaðar við mismunandi aðstæður.

Ekki skil ég notagildi þeirra allra og síst af öllu hvernig þessar vísitölur „verða til"; hvað býr að baki útreikninganna og hver sér um þá útreikninga. Flestir kannast við:

Neysluverðs-vísitölu       (a) til verðtryggingar b) með húsnæði c) án húsnæðis

Lánskjara-vísitölu

Byggingar-vísitölu

Launa-vísitölu

Greiðslujöfnunar-vísitala          (hugtak sem almenningar notar sjaldnast)

 

Margir bölsótast yfir verðtryggingu; tengingu við einhverja þessara vísitalna. Því er þó ekki þannig farið með mig. Vík að því síðar.

Það sem mér er þó óskiljanlegt, ef ég fer þá rétt með staðreyndir, er að ýmsar vörutegundir (stundum lítt þekktar/notaðar) skuli geta stýrt stöðu einhverrar vísitölu þannig að afborganir, og þar með lánin, verðtryggðra (vísitölutryggðra) -lána breytist (hækki)

Hvernig má það vera að uppskerubrestur í Brasilíu, hækki íbúðalánin okkar. Jæja, þetta var e.t.v. ekki rétt vísitala, en allavega komi við verðbólguþróun.

Ekki man ég eftir lækkun vísitalna. Og svo virðist sem eina vísitalan sem ekki bólgnar hjá okkur, sé greindarvísitalan.

Allar leiðréttingar, leiðbeiningar eru sannarlega vel þegnar.  Eins og ég sagði í upphafi, getur þetta ært óstöðugan og í þeim hópi er ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Verðtryggingar lána eru svínarí, það var í lagi á meðan launin voru líka vísitölutryggð.  Síðan þá er þetta bara glæpur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.2.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vísitölurnar eru ágætar ef þær eru notaðar rétt - til að mæla hækkun / lækkun verðs og annars.  En þegar þær eru notaðar til verðtryggingar (sem er að ég held séríslenskt fyrirbæri) þá er farið að misnota þetta.  Mín skoðun allavega.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.2.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Arnþór Helgason

Hvernig væri að taka upp vináttuvísitölu? Hefurðu mælt vináttuvísitöluna nýlega?:)

Arnþór Helgason, 25.2.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Eygló

Arnþór, vináttu-, væntumþykju- og greindarvísitölur mínar og minna, fara síhækkandi. Þarf kannski að finna vísitölu yfir þær.

Vandræðavísitala mín er mjög lág en tekur kipp þegar ég heyri og sé fréttir um hegðan þeirra sem mér finnst eiginlega hafa verið ómenni. Búið að vera flökurt síðan milljarðafréttinum um Sig. Einars og Hreiðar Má, birtist á skjánum í kvöld.  Gubb!

Eygló, 26.2.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

bloggvísitala?

Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 12:17

6 identicon

Eina vísitalan sem nær er í engri yfirstærð , ásamt bankainnistæðunni   .

hordurh@internet.ishordurh@internet.is (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband