5.4.2009 | 18:12
Ráðum þá til að fjármagna þjóðarskuldirnar:
Æi, hérna klára ég 'gamalt blogg' sem ég byrjaði á fyrir alllöngu. Þá fannst mér ég svo óviðjafnanlega fyndin að ætla að skrifa þettta. Svo rann af mér sjálfsánægjan og breyttist í sjálfsaulasýn og hallæriskennd.
Hef fengið ákúrur frá bloggaðdáendum mínum fyrir skrifleysi (ok allavega frá öðrum þeirra) svo ég ákvað að nota áður óbirt gáfumannaskrif.
---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*---*
Misjafnlega erum við skóuð til ýmissa starfa eða afreka. Bílaþjófar þykja t.d. afar slæm fyrirbæri (fyrir fórnarlömbin alltsvo).
Hafi maður aftur á móti læst bíllyklana í bílnum, getur þó verið himnasending að hitta á gamlan bílaþjóf. Hann fer eitthvað svo létt með handtökin; kann þau svo vel. Rispar hvorki lakk né rúðu.
Einmitt vegna þess arna hefur mér stundum verið hugsað til þeirra sem gátu orðið forríkir á stuttum tíma. Komist frá venjulegum fræðingastörfum yfir í ofurlaunþega og stóreignamenn með fjármálakrækjur og eignir víðsvegar um heim. Þeir gátu gert SÉR pening úr bókstaflega ENGU. Öll þeirra ásjóna, umbúnaður, framkoma og framtak sýndu í skírri birtu að þar fóru menn sem kunnu sitt fag og gátu borist á og vöktu aðdáun, undrun og öfund.
Eitthvað þurftu þeir að fá lánað til að "hleypa blóði" í fjárfestingarnar. En það var svo sem allt í lagi; þeir komust margir vel frá því. Ýmist með því að vera búnir að koma því í lóg eða senda það í sveit. Þannig þurftu sumir ekkert að borga lánin aftur. Þau féllu sum bara einhvern veginn niður.
Er nokkuð annað sem íslensk þjóð þarfnast nú í sínum efnahagshrakföllum en menn sem
GETA GERT PENINGA ÚR ENGU FYRIR OKKUR
SAFNA AUÐI FYRIR OKKUR (t.d. gjaldeyrisvaraforða)
KOMA "HJÓLUM" ATVINNULÍFS OKKAR AF STAÐ
KOMA Á VELLYSTINGUM OKKAR FÓLKS
Og það besta sem þetta þýðir; VIÐ ÞURFUM EKKI EINU SINNI AÐ BORGA FYRIR LÁN, STYRK, STUÐNING EÐA ANNAÐ.
Inná með útrásarrumpulýðinn
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Athugasemdir
Einkar áhugaverð færsla. Áfram með þig stelpa!
Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:03
Sammála síðasta ræðumanni!
Rut Sumarliðadóttir, 5.4.2009 kl. 20:47
Slemmtileg pæling.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:20
Skemmtileg líka
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:20
Gott þú leiðréttir þig áður en ég las, Jóna. Annars hefði ég velt fyrir mér og farið í allar orðabækur... hvað það gæti nú þýtt að vera slemmtilegur :)
Eygló, 6.4.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.