Gullklumpur - - "FALIÐ VALD" - - Njótið með mér!!!

Bókin "Falið vald" hefur verið ófáanleg árum eða áratugum saman.

M.a.s. þær bækur sem skráðar eru "inni" á bókasafninu... finnast hvergi!! (reyndi oft)

Ég fór þess vegna að leita fyrir mér á netinu; hvort e-r kaflar væru e.t.v. til, útdrættir eða samantekt.  Áhuginn dró mig svona ákveðið af því að mér var SAGT! að lesa hana : )

Svo, eins og gamla fólkið segir stundum; "nema hvað". Eftir smá klifur í netinu fann ég það sem ég leitaði að, en trúði því varla > > > BÓKARóþekktin var í öllu sínu veldi á netinu!!!

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að lesa þessa bók af ákefð, þá er það nauðsyn og skylda núna.

Hérna er bókin. Hún er rétt rúmlega 100 bls: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alveg tími á kominn að renna yfir þezza snilld aftur.

Steingrímur Helgason, 21.1.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Eygló

Já.

En það er ekki lengur til z-unnar boðið.  Einhver byrjaði að skrifa zetu í stað "s".  Mér finnst tæplega virka að setja hana þar sem hún á/átti við málfræðilega en alls ekki að subba málið svona út. Þetta hlýtur að vera alvarlega smitandi. Nokkrir þegar farnir að "herma eftir". Ég get ekki einu sinni lesið svona texta, og kemst því aldrei að því hvort innihaldið sé gott.

Áhugamál mitt númer eitt er íslenska; málfar og málnotkun.

Eygló, 22.1.2009 kl. 00:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að skoða bókina á morgun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:11

4 identicon

Þetta var frábær ábending! Takk kærlega fyrir að benda á bókina. Mér fannst ég hafa séð þennan titil í hillunum hjá mér, en vissi ekki hvar. Þegar eiginmaðurinn heyrði mig tuldra...hmmmm...Falið vald....?? sagði hann um leið, við eigum þessa bók, hún er hillunum niðrí kjallara.

Hvernig átti ég að vita það? Draslið er svo mikið þarna niðri að ég kemst aldrei nema inní þvottahús! Kannski er það með ráðum gert....?

Annars er ég af Loftsson ættinni og finnst ég kannast við ritstílinn hjá þér vinkona. Svona áhugamál liggur í genunum, ef marka má þá sem ég þekki.

Annars lærði ég lögmál Z-unnar og skildi aldrei af hverju hún var tekin af okkur, loksins þegar ég var orðin sú "bezta" í greininni.

Sbr. handski=hanzki=hanski

Myllfríður Högnadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Eygló

Var að velta fyrir mér hugsanlega sameiginlegum arfberum. Var ekki viss fyrr en í lokin. Mundi ekki hvað þú hétir fullu nafni, þekki þig bara sem Millu.

takk fyrir innlitið

Eygló, 22.1.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband