20.1.2009 | 01:58
Skugga-Sveinn við slaghörpuna
Fór á sýningu Leikfélags Kópavogs, Skugga-Svein, í nýju aðstöðunni þeirra sem mig minnir að heiti einfaldlega; "Leikhúsið".
Annað hvort er Matthías Jochumson búinn að snúa sér marga hringi í gröfinni eða þá að hann er í banastuði núna. Hvort tveggja er nú reyndar mikið stuð.
Ótrúlega fjölhæfir leikarar komu manni skemmtilega á óvart, og það meira og minna út alla sýninguna. A.m.k. tveir spiluðu á píanó, svo kom fiðla við sögu, trommur og flauta (minnir mig?)
Nei, Skugga-Sveinn sjálfur var ekki með rollugæru á bakinu, eins og ég man eftir þegar ég sá þetta e-n tíma á síðustu öld.
Allt í lagi: Þetta er ekki líkt neinu, ekki einu sinni Útlögunum/Skugga-Sveini, nema söguþráðurinn er byggður á skáldverki Matthíasar.
Ungt fólk, unglingar og ungir í anda, hefðu sannarlega gaman að þessu stykki.
Ekki fælir verðið frá. Veit reyndar ekki hvort eitthvert tilboð var, en miðinn kostaði þúsund kall = segi og skrifa 1000 krónur
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Spaugilegt | Breytt 21.1.2009 kl. 03:54 | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að skrölta í MJ þegar hann veltir sér i gröfinni!
Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 02:23
HH. Kannski eins og í Legokubbum í poka
Eygló, 20.1.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.