19.1.2009 | 02:17
Hrollvekja - - - dæmisaga
Kjörforeldrar mínir tóku af mér jörð sem ég átti. Ég mátti ekki einu sinni nota túnbleðil til beitar fyrir klárinn minn.
Þau nutu alls sem jörðin gaf af sér; seldu alla uppskeruna og heyið fyrir allgóðan pening.
Þau fjárfestu í ýmsum tólum, tækjum, rekstrarvörum og ýmsu efni. Þegar leið á voru þau búin að veðsetja allt sem þau höfðu til umráða og jörðina sem ég hafði alltaf átt, þótt ég hefði ekki mátt nota hana uppá síðkastið.
Þegar kom að skuldadögum þeirra lána sem veðin náðu yfir og þau áttu ekki orðið bót fyrir boruna á sér sögðu þau að eina leiðin til að bjarga eigninni og geta haldið áfram yrkja jörðina, væri að ÉG BORGAÐI af lánum og öllum öðrum skuldum?!?!?!
Engum dytti í hug að fara svona að í fiskveiðikvótakerfinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:15 | Facebook
Athugasemdir
Svínarí, þetta hefur viðgengist hérna á Íslandi í allt of mörg ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2009 kl. 02:56
Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2009 kl. 03:07
Góð dæmisaga, passar grátlega við stærsta þjófnað Íslandssögunnar.
Daniel Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.