Ef þú ert atvinnulaus, dapur, vonlaus, áhugalaus og vantar hvatningu og samherja...

Svona spyr fyrirbæri sem kallar sig

HLUTVERKASETUR 

 

Ert þú atvinnulaus?                                                            Viltu auka virkni þína og orku?

Er depurð og kvíði að hrjá þig?                                        Viltu efla sjálfsmyndina?

Er vonleysið að taka völdin?                                             Viltu láta gott að þér leiða?

                                                     Vantar þig hvatningu?

                                                     Vantar þig samherja?

                                                     Vantar þig hlutverk?

 

Minnkandi sjálfstraust og áföll hafa áhrif á almenna líðan.  Við verðum að leita allra leiða til að halda heilsu; andlegri og líkamlegri, sérstaklega núna þegar allt virðist breytt.  Með því að halda virkni gætum við auðveldar aðlagast breyttum aðstæðum og þar með bætt lífsgæði okkar og annarra.  

Hlutverkasetur hvetur þá, sem misst hafa hlutverk og/eða eiga við andlega vanlíðan að stríða til að koma og taka þátt í að byggja upp, koma reglu á lífið, og kynnast fólki í svipuðum aðstæðum. 

Starfsfólkið veitir einstaklingsmiðaða hvatningu og stuðning, í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni, sem miða að því að efla getu einstaklings við að aðlagast. Þar starfa m.a. iðjuþjálfar, með sérþekkingu í að virkja fólk. Þá starfa einstaklingar sem komist hafa í gegnum hremmingar.

Þið getið kynnt ykkur starfsemina (Laugavegi 26?) og/eða bent þeim á, sem í vanda eru staddir.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Helgason

Þakka þér fyrir að benda á þetta. Til hamingju með bloggið. Þú lætur greinilega ekki deigan síga.

Arnþór Helgason, 18.1.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Eygló

Já, mig langar að hafa bloggið fyrir hvaðeina; grín, leiðbeiningar og svo auðvitað það sem nóg er af; krepputal og allt sem því viðvíkur.

Takk fyrir að þiggja bloggvinskap minn : )

Eygló, 19.1.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband